Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. janúar 2015 11:25
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Logi til Örebro (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Hjörtur Logi Valgarðsson hefur gengið til liðs við Örebro í sænsku úrvalsdeildinni.

Hann kemur til félagsins frá Sogndal sem féll úr norsku úrvalsdeildinni í fyrra.

Hjörtur verður annar Íslendingurinn hjá Örebro en varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er einnig á mála hjá félaginu.

Hinn 26 ára gamli Hjörtur Logi er uppalinn hjá FH en hann spilaði með sænska liðinu Gautaborg áður en hann gekk í raðir Sogndal.

Örebro endaði í sjötta sæti í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og stefnir á að vera að berjast um Evrópusæti á komandi tímabili.

Boltinn byrjar að rúlla í sænsku úrvalsdeildinni í byrjun apríl en Örebro mætir Norrköping í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner