Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 31. ágúst 2014 11:28
Jóhann Ingi Hafþórsson
Byrjunarlið Tottenham og Liverpool: Balotelli byrjar
Mario Balotelli fer beint í byrjunarliðið.
Mario Balotelli fer beint í byrjunarliðið.
Mynd: Getty Images
Nú eftir um klukkutíma hefst stórleikur Tottenham og Liverpool sem fram fer á White Hart Lane.

Heimamenn í Spurs notast við sama lið og í síðasta deildarleik en þá fóru þeir illa með QPR á sama velli, 4-0. Erik Lamela og Nacer Chadli voru þar í aðalhlutverki.

Brendan Rodgers stjóri Liverpool gerir þrjár breytingar frá liðinu sem tapaði gegn Manchester City á mánudaginn, Mamadou Sakho og Javier Manquillo koma inn fyrir Martin Skrtel og Glen Johnson.

Stærstu fréttirnar eru hins vegar þær að Mario Balotelli fer beint í byrjunarlið liðisins og verður forvitnilegt að sjá hvernig honum tekst til, en hann hefur ekki leikið á Englandi síðan hann yfirgaf herbúðir Manchester City í janúar 2013.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris; Dier, Kaboul, Vertonghen, Rose; Bentaleb, Capoue; Chadli, Eriksen, Lamela; Adebayor.

Byrjunarlið Liverpool:Mignolet, Manquillo, Moreno, Lovren, Sakho, Gerrard, Allen, Henderson, Sterling, Sturridge, Balotelli
Athugasemdir
banner
banner