Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Ísland U21
1
2
Tékkland U21
Sævar Atli Magnússon '26 , víti 1-0
1-1 Matej Valenta '33
1-2 Václav Sejk '70
23.09.2022  -  16:00
Víkingsvöllur
Landslið karla - U21 - umspil
Aðstæður: 11 gráður, logn og léttskýjað
Dómari: Gergo Bogar (Ungverjaland)
Maður leiksins: Andri Fannar Baldursson
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
6. Dagur Dan Þórhallsson
8. Kolbeinn Þórðarson ('79)
8. Andri Fannar Baldursson (f)
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('88)
16. Ísak Snær Þorvaldsson ('65)
17. Atli Barkarson ('88)
21. Valgeir Lunddal Friðriksson ('65)
23. Sævar Atli Magnússon

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
2. Sveinn Margeir Hauksson
3. Logi Tómasson
7. Óli Valur Ómarsson ('65)
11. Bjarki Steinn Bjarkason ('65)
14. Þorleifur Úlfarsson ('88)
18. Viktor Örlygur Andrason ('79)
19. Orri Steinn Óskarsson ('88)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Atli Barkarson ('29)
Ísak Snær Þorvaldsson ('38)
Valgeir Lunddal Friðriksson ('46)
Sævar Atli Magnússon ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jæja 1-2 tap niðurstaðan.

Eigum seinni leikinn eftir og allt hægt ennþá, það verður erfitt en klárlega möguleiki!

Þakka samfylgdina í dag og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
95. mín Gult spjald: Jan Knapík (Tékkland U21)
94. mín



Elvar Geir Magnússon
94. mín
NEIIIIII!!!

Boltinn dettur til Sævars í teignum og hann tekur boltann á lofti rétt framhjá markinu, en í viðkomu í varnarmann tékka og hornspyrna niðurstaðan....

Kovar markmaður tékka liggur niðri vegna meiðsla, líklega þessi hornspyrna núna og svo búið..
93. mín
Inn:Jan Knapík (Tékkland U21) Út:Václav Sejk (Tékkland U21)
93. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað! Fyrirgjafastaða
90. mín
+4 frá Dómara leiksins
90. mín
Sævar reynir fyrirgjöf eftir stutt innkast en boltinn dettur ofan á þaknetið

Plís strákar potið inn einu marki..
88. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland U21) Út:Atli Barkarson (Ísland U21)
88. mín
Inn:Þorleifur Úlfarsson (Ísland U21) Út:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
87. mín
SÆVAR!!

Boltinn dettur til hans í teignum og á skot í varnarmann og í hornspyrnu...
84. mín
Íslenska liðið er að rífa aðeins í sig veðrið þessa stundina, Óli Valur búinn að koma vel inn í leikinn.

Þurfum að gera frekari breytingar fram á við.
82. mín Gult spjald: Matej Kovár (Tékkland U21)
Töf
81. mín
Inn:Filip Kaloc (Tékkland U21) Út:Matej Valenta (Tékkland U21)
81. mín
Inn:Matej Jurásek (Tékkland U21) Út:Daniel Fila (Tékkland U21)
79. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Ísland U21) Út:Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
77. mín Gult spjald: Sævar Atli Magnússon (Ísland U21)
Sævar kominn í bann í seinni leiknum..
76. mín
Inn:Filip Soucek (Tékkland U21) Út:Krystof Danek (Tékkland U21)
Maðurinn með ljótustu greiðslu vallarins mættur inn á
75. mín
Atli Barkar verið í tómu tjóni, sóknar sem varnarlega...
70. mín MARK!
Václav Sejk (Tékkland U21)
Stoðsending: Adam Gabriel
Trúi þessu ekki...

Ótrúlegt að tékkarnir skoruðu ekki 10 sek áður en boltinn dettur svo út til Adam Gabriel í hægri bakverðinum og hann á fyrirgjöf inn á teig sem Sejk skallar í netið

Verðskuldað svo sem...
69. mín
Óli Valur gerir vel, fer inn á völlinn og á sendingu á Andra Fannar sem á hörku skot með veikari fætinum en Kovar í markinu handsamar þetta ansi þægilega..
65. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Ísland U21) Út:Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland U21)
Hlaut að koma að þessu, hefði kannski viljað sjá Dolla koma inn fyrir Ísak. Koma svo drengir, breytið leiknum!
65. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland U21) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland U21)
Hlaut að koma að þessu, hefði kannski viljað sjá Dolla koma inn fyrir Ísak. Koma svo drengir, breytið leiknum!
63. mín
Trúi ekki öðru en Davíð Snorri er farinn að íhuga skiptingar..

Ótrúlegt en satt er enginn að hita...

Binni og Ísak ekki sést í þessum leik fram á við, Atli Barkar átt slakan leik einnig
60. mín
Dagur Dan fær boltann fyrir utan teig og reynir skot með veikari fætinum en skotið er vel yfir markið...
59. mín
Valgeir Lunddal reynir fyrirgjöf inn á teiginn en þar er bara engin blá treyja nema Brynjólfur en hann var bara langt frá boltanum sömuleiðis...
57. mín
Hornspyrna frá vinstri sem Tékkar eiga!

Íslenska liðið gerir vel í að hreinsa þetta frá!
53. mín
Íslenska liðið hefur byrjað ansi illa þennan seinni hálfleik, ekki náð að halda nægilega vel í boltann og skapað lítið..

Þurfum að fara skipta um gír
50. mín
Fyrstu 5 mínútur seinni fara ansi hægt af stað, Tékkarnir virðast vera helvíti sáttir að fara héðan með jafntefli..
46. mín Gult spjald: Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland U21)
46. mín
Seinni farinn af stað!!
45. mín
Hálfleikur
Jæja 1-1 í hálfleik

Íslenska liðið skapað sér ekki nægilega mikið fyrir minn smekk og tékkarnir hafa fengið betri sénsa það er klárt. Nóg eftir í þessu, KOMA SVO!

Sjáumst aftur eftir rúmt korter.
45. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Jurasek inn á teig sem Róbert Orri gerir virkilega vel í að skalla frá, boltinn dettur svo út í teig á Tékka sem á fast skot en beint á Hákon sem grípur vel!
42. mín
VÁ.....

Sturluð útfærsla á aukaspyrnu frá tékklandi!

Allir á vellinum bjuggust við skoti en boltanum var ýtt til hliðar á Jurasek sem lyfti svo boltanum á fjær þar sem að V. Sejk var í daaaauðafæri og átti skot yfir markið..
39. mín
Andri með aukaspyrnu inn á teig!

Ísak Óli fær boltann á fjær og á skalla fyrir markið en þar eru tékkarnir fyrstir á boltann og hreinsa frá

Þurfum að vera grimmari í föstu leikatriðunum..
38. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland U21)
Barátta í skallaeinvigi, virðist hafa sett olnbogan í tékkann
37. mín
Myndir frá því þegar Ísland komst yfir



Elvar Geir Magnússon
33. mín MARK!
Matej Valenta (Tékkland U21)
Jesus kristur

Tékkar vinna boltann hægra megin við teig Íslendinga, boltinn berst til Valenta inn á teignum og á gott skot niðri í fjærhornið....
32. mín
Ef þú vilt sjá markið hjá Sævari þá er hægt að vinna það í "My Story" hjá Fótbolta.net á Instagram

Mæli með!
31. mín
Ísak!!

Ísak Snær fær boltann á miðjum vallarhelmingi tékkana og keyrir í átt að teignum og á fast skot innanfótar en rétt yfir markið fer boltinn!
30. mín
Há sending inn á teig sem Hákon gerir vel í að handsama!
29. mín Gult spjald: Atli Barkarson (Ísland U21)
27. mín
Samtalið í blaðamannastúkunni er að þetta hafi verið ansi ódýrt víti en hverjum gæti ekki verið meira sama!!
26. mín Mark úr víti!
Sævar Atli Magnússon (Ísland U21)
YESSSSSSSS!!!!!!!!!!!

Sævar Atli fiskaði vítið sjálfur eftir að hann reyndi að gefa fyrir og skaut í höndina á varnarmanni tékka!

Sævar fór sjálfur á punktinn og skaut fast í vinstra hornið og sendi Kovar markmann í vitlaust horn!!!

GET IN !!!!!
25. mín
VÍTI FYRIR ÍSLAND!!!!!
21. mín
Rúmar 20 mínútur liðnar og ennþá markalaust

Tékkarnir hafa fengið besta og eina færi leiksins og ekki mikið að gerast. Andri Fannar verið hvað sprækastur hjá okkar liði.
17. mín
Sævar Atli reynir fyrirgjöf við endamörkin

Reynir "Chippu" á fjær en boltinn dettur ofan á þaknetið..
15. mín
Koma svo drengir!

11. mín
Leikurinn fer ansi hægt af stað, íslenska liðið hefur ekki alveg náð að skapa sér eitthvað að viti í opnum leik.

Tékkarnir ekki að gera mikið heldur.
8. mín


Takk.
6. mín
Úfff....

Bras á hafsentum okkar þar sem þeir fara báðir í sama 50/50 boltann

Tékkarnir keyra svo á teiginn og K. Danek fær dauðafæri inn á teig en á skot yfir markið...
6. mín

Byrjunarlið Íslands.
Elvar Geir Magnússon
5. mín
Hornspyrna frá hægri sem tékkar eiga

Hákon Rafn gerir virkilega vel og handsamar knöttinn!
4. mín
Langt innkast frá Ísaki Óla inn á teig þar sem Ísak Snær var í baráttunni en Tékkarnir ná að skalla frá.
3. mín
Eins og kom fram í hádeginu þá er íslenska liðið í leikkerfinu 4-3-3 !
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!!

KOMA SVOOOOOOOO!!!!!!!

Tékkarnir byrja með boltann!
Fyrir leik
Karabec er meiddur

Undirritaður mætti snemma á völlinn og þá var Adam Karabec einn að æfa, eftir hann kláraði að æfa náði ég að spjalla aðeins við hann og sagði hann mér hann væri meiddur á ökkla og bætti hann við að hann yrði klár í seinni viðureignina ytra.
Fyrir leik
Vantar tvær stærstu stjörnurnar í lið Tékklands
Hjá Tékkum er leikmaður sem tékkneska þjóðin vonist til að verði arftaki Tomas Rosicky sem gerði garðinn frægan hjá Arsenal og Dortmund á sínum ferli en lagði skóna á hilluna 2017.

Sá leikmaður er hins vegar ekki í leikmannahópi Tékka gegn Íslandi í dag. Um er að ræða hinn 19 ára gamla Adam Karabec, sem leikur með Sparta Prag í heimalandinu.

Ekki er vitað af hverju hann er ekki með en hægt er að lesa ítarlega grein um hann með því að smella hérna.

Þá er hinn tvítugi Adam Hloek ekki heldur með, en ef hann væri í hópnum þá væri hann efalaust stærsta stjarnan í liðinu. Hann leikur með Bayer Leverkusen í Þýskalandi, en er í A-landsliðinu frekar en U21.

Þetta er svipað og hjá Íslandi. Hjá Íslandi eru 6-7 leikmenn í A-landsliðinu sem gjaldgengir eru í U21. Mér finnst að ef leikmaður fer í A-landsliðið þá eigi hann að vera þar og berjast um sætið þar. Ég held að þetta sé eins hjá Íslandi og okkur," sagði Jan Suchopárek, þjálfari Tékklands, við Fótbolta.net í gær.

Það vantar líka í íslenska landsliðið því Kristian Nökkvi Hlynsson og Kristall Máni Ingason eru fjarri góðu gamni.
Karabec
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik


Andri Fannar Baldursson byrjar en Logi Tómasson er á bekknum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Ísak Snær Þorvaldsson er mættur. Hann er meðal byrjunarliðsmanna í dag. Hann og Dagur Dan einu úr Bestu deildinni í startinu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Dagur Dan Þórhallsson er meðal byrjunarliðsmanna Íslands. Hefur verið frábær í Bestu deildinni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIÐ ER KOMIÐ


Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Jan Suchopárek þjálfari Tékka var leikmaður tékkneska landsliðsins sem fékk silfurverðlaun á EM 1996. Hann skoraði gegn Rússum í riðlinum og lék í sjálfum úrslitaleiknum sem tapaðist gegn Þýskalandi.

Smelltu hér til að lesa viðtal við hann
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hvernig verður byrjunarliðið? Svona spái ég liðinu:



Í banni...

Kristian Nökkvi Hlynsson, einn okkar besti leikmaður er í leikbanni í fyrri leiknum sem er helv.. skellur, spurning hver kemur inn í hans stað? Dagur Dan sem hefur verið magnaður fyrir Blika, Sævar Atli hefur leyst stöðu miðjumanns í þessari undankeppni. Þetta kemur allt í ljós þegar styttist í leik.


Fyrir leik
Það eru enn til miðar á leikinn gegnum tix.is. Smelltu á Víkingsvöllinn til að fara í miðasöluna:

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Dómarar dagsins koma frá Ungverjalandi. Aðaldómari er Gergo Bogar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hversu lengi endist Kolbeinn?

Kolbeinn Þórðarson, herforinginn á miðjunni hjá íslenska landsliðinu er ný byrjaður að spila en hann er að koma til baka eftir alvarleg meiðsli aftan í læri. Ef við ætlum að hafa meiri möguleika frekar en minni að komast áfram úr þessu einvígi þá þarf Kolbeinn að spila a.m.k. 165 mínútur af þessum 180 mögulegu. Vonum að hann sé í góðu standi.
Fyrir leik
Top 50 í heiminum

Í mars 2022 gaf Goal.com lista af 50 bestu ungu leikmönnum heimsins (2003 og yngri). Á þeim lista í 34. sæti er leikmaður Tékkneska liðsins, Adam Karabec. Búinn að vera orðaður við stór lið í Frakklandi og Ítalíu og verður gaman að fylgjast með honum í dag, virkilega tæknilega góður leikmaður sem kann að spila þessa íþrótt. Samkvæmt Transfermarkt.com er Karabec metinn á 2.5 milljónir evra, ef við berum það saman við okkar verðmætasta leikmann Andra Fannar þá er hann metinn á 600 þúsund evrur. Engu að síður er Ísak Bergmann í 33. sæti á þessum lista, einu sæti fyrir ofan Karabec.

Læt listann fylgja fyrir þá sem vilja skoða hann.
Fyrir leik
Leikmenn fjarverandi

Kristall Máni Ingason er meiddur og verður ekki með í dag, Kristall var valinn í hópinn til vonar og vara ef hann skildi vera klár í allavega seinni leik liðanna en nú er komið í ljós hann verður fjarverandi í báðum leikjunum í þessu umspili. Mikill skellur þar sem Stalli hefur verið stór hluti af þessu liði í undankeppninni. Einnig þurfti Finnur Tómas að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, í þeirra stað koma Sveinn Hauksson, miðjumaður KA og Ólafur Kristófer markmaður Fylkis.
Fyrir leik
Risa leikur framundan!!!

Dömur mínar og herrar verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Víkingsvelli, heimavelli hamingjunnar, þar sem að okkar geggjuðu drengir í U21 fá Tékkland í heimsókn. Þessi leikur er fyrri leikur liðanna í umspili fyrir EM U21 árs sem fer fram næsta sumar. Seinni leikurinn verður í Tékklandi í næstu viku.

Byrjunarlið:
1. Matej Kovár (m)
2. Martin Vitík
3. Robin Hranác
4. Adam Gabriel
8. Lukás Cerv
9. Václav Sejk ('93)
13. Krystof Danek ('76)
14. Daniel Fila ('81)
19. David Jurásek
20. Jan Zamburek
21. Matej Valenta ('81)

Varamenn:
16. Vitezslav Jaros (m)
6. Michal Fukala
7. Filip Soucek ('76)
11. Matyás Kozák
12. Martin Cedidla
15. Matej Jurásek ('81)
17. Tomás Vlcek
18. Jan Knapík ('93)
22. Filip Kaloc ('81)

Liðsstjórn:
Jan Suchopárek (Þ)

Gul spjöld:
Matej Kovár ('82)
Jan Knapík ('95)

Rauð spjöld: