Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 20. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Allt önnur staða hjá Brynjólfi - „Er ekkert grín, þetta verður alltaf erfitt"
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi'
'Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjuð tilfinning að mæta aftur heim," segir Brynjólfur Willumsson, fyrirliði U21 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru leikir við Tékkland í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins.

Brynjólfur leikur með Kristiansund, liði sem er í næst neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar þessa stundina.

„Þetta tímabil byrjaði í algjörri brekku. Það gekk ekkert upp. En við erum búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum. Það er allavega eitthvað að gerast núna sem er mjög jákvætt. Við verðum að halda áfram," segir Brynjólfur en hann hefur trú á því enn að liðið geti haldið sér uppi.

Brynjólfur hefur verið að byrja mikið upp á síðkastið og hefur hann skorað tvö mörk í deildinni í þessum mánuði.

„Ég hef verið að spila alla leiki upp á síðkastið og það er alltaf annað miðað við byrjunina þar sem maður var inn og út. Maður finnur með hverri mínútunni að maður verður betri. Það er geggjað að fá að spila, allt annað en að sitja á bekknum."

Brynjólfur, sem er uppalinn í Breiðabliki, er núna á sínu öðru tímabili í atvinnumennsku í Noregi. Hefur það einhvern tímann komið upp í hugann að koma aftur heim?

„Þetta er ekkert grín, þetta verður alltaf erfitt. Þetta er ekki alltaf dans á rósum. Maður þarf að harka í gegnum þetta. Núna er maður að spila. Maður sér alltaf ljósið ef maður heldur áfram að bæta sig og æfa vel á hverjum degi. Þegar maður fær tækifærið þá verður maður að nýta það," segir Brynjólfur en hann er ekki mikið að hugsa um það hvort hann verði lengi í Kristiansund. Hann ætlar að hjálpa liðinu að halda sér uppi og sjá svo hvað gerist.

Fyrirliði U21 landsliðsins
U21 landsliðið átti frábært sumar er þeir tryggðu sig inn í umspilið. Núna er markmiðið að byggja ofan á það og komast inn í lokakeppni Evrópumótsins í þriðja sinn.

„Það er geðveikt að hitta alla strákana. Við erum allir mjög góðir vinir og það er draumur að koma heim og hitta þessa stráka."

„Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi. Þetta leggst mjög vel í mig og ég er spenntur að mæta þeim. Þetta verða hörkuleikir."

Brynjólfur hefur verið með fyrirliðabandið og hann segir það vera mikinn heiður. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði hjá þjóð minni í U21. Maður þarf að bera virðingu fyrir því og það er mjög skemmtilegt verkefni," segir sóknarmaðurinn en hann vonast til þess að sjá sem flesta á Víkingsvellinum á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner