Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   þri 20. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Allt önnur staða hjá Brynjólfi - „Er ekkert grín, þetta verður alltaf erfitt"
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi'
'Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjuð tilfinning að mæta aftur heim," segir Brynjólfur Willumsson, fyrirliði U21 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru leikir við Tékkland í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins.

Brynjólfur leikur með Kristiansund, liði sem er í næst neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar þessa stundina.

„Þetta tímabil byrjaði í algjörri brekku. Það gekk ekkert upp. En við erum búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum. Það er allavega eitthvað að gerast núna sem er mjög jákvætt. Við verðum að halda áfram," segir Brynjólfur en hann hefur trú á því enn að liðið geti haldið sér uppi.

Brynjólfur hefur verið að byrja mikið upp á síðkastið og hefur hann skorað tvö mörk í deildinni í þessum mánuði.

„Ég hef verið að spila alla leiki upp á síðkastið og það er alltaf annað miðað við byrjunina þar sem maður var inn og út. Maður finnur með hverri mínútunni að maður verður betri. Það er geggjað að fá að spila, allt annað en að sitja á bekknum."

Brynjólfur, sem er uppalinn í Breiðabliki, er núna á sínu öðru tímabili í atvinnumennsku í Noregi. Hefur það einhvern tímann komið upp í hugann að koma aftur heim?

„Þetta er ekkert grín, þetta verður alltaf erfitt. Þetta er ekki alltaf dans á rósum. Maður þarf að harka í gegnum þetta. Núna er maður að spila. Maður sér alltaf ljósið ef maður heldur áfram að bæta sig og æfa vel á hverjum degi. Þegar maður fær tækifærið þá verður maður að nýta það," segir Brynjólfur en hann er ekki mikið að hugsa um það hvort hann verði lengi í Kristiansund. Hann ætlar að hjálpa liðinu að halda sér uppi og sjá svo hvað gerist.

Fyrirliði U21 landsliðsins
U21 landsliðið átti frábært sumar er þeir tryggðu sig inn í umspilið. Núna er markmiðið að byggja ofan á það og komast inn í lokakeppni Evrópumótsins í þriðja sinn.

„Það er geðveikt að hitta alla strákana. Við erum allir mjög góðir vinir og það er draumur að koma heim og hitta þessa stráka."

„Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi. Þetta leggst mjög vel í mig og ég er spenntur að mæta þeim. Þetta verða hörkuleikir."

Brynjólfur hefur verið með fyrirliðabandið og hann segir það vera mikinn heiður. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði hjá þjóð minni í U21. Maður þarf að bera virðingu fyrir því og það er mjög skemmtilegt verkefni," segir sóknarmaðurinn en hann vonast til þess að sjá sem flesta á Víkingsvellinum á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner