Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   þri 20. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Allt önnur staða hjá Brynjólfi - „Er ekkert grín, þetta verður alltaf erfitt"
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi'
'Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjuð tilfinning að mæta aftur heim," segir Brynjólfur Willumsson, fyrirliði U21 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru leikir við Tékkland í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins.

Brynjólfur leikur með Kristiansund, liði sem er í næst neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar þessa stundina.

„Þetta tímabil byrjaði í algjörri brekku. Það gekk ekkert upp. En við erum búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum. Það er allavega eitthvað að gerast núna sem er mjög jákvætt. Við verðum að halda áfram," segir Brynjólfur en hann hefur trú á því enn að liðið geti haldið sér uppi.

Brynjólfur hefur verið að byrja mikið upp á síðkastið og hefur hann skorað tvö mörk í deildinni í þessum mánuði.

„Ég hef verið að spila alla leiki upp á síðkastið og það er alltaf annað miðað við byrjunina þar sem maður var inn og út. Maður finnur með hverri mínútunni að maður verður betri. Það er geggjað að fá að spila, allt annað en að sitja á bekknum."

Brynjólfur, sem er uppalinn í Breiðabliki, er núna á sínu öðru tímabili í atvinnumennsku í Noregi. Hefur það einhvern tímann komið upp í hugann að koma aftur heim?

„Þetta er ekkert grín, þetta verður alltaf erfitt. Þetta er ekki alltaf dans á rósum. Maður þarf að harka í gegnum þetta. Núna er maður að spila. Maður sér alltaf ljósið ef maður heldur áfram að bæta sig og æfa vel á hverjum degi. Þegar maður fær tækifærið þá verður maður að nýta það," segir Brynjólfur en hann er ekki mikið að hugsa um það hvort hann verði lengi í Kristiansund. Hann ætlar að hjálpa liðinu að halda sér uppi og sjá svo hvað gerist.

Fyrirliði U21 landsliðsins
U21 landsliðið átti frábært sumar er þeir tryggðu sig inn í umspilið. Núna er markmiðið að byggja ofan á það og komast inn í lokakeppni Evrópumótsins í þriðja sinn.

„Það er geðveikt að hitta alla strákana. Við erum allir mjög góðir vinir og það er draumur að koma heim og hitta þessa stráka."

„Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi. Þetta leggst mjög vel í mig og ég er spenntur að mæta þeim. Þetta verða hörkuleikir."

Brynjólfur hefur verið með fyrirliðabandið og hann segir það vera mikinn heiður. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði hjá þjóð minni í U21. Maður þarf að bera virðingu fyrir því og það er mjög skemmtilegt verkefni," segir sóknarmaðurinn en hann vonast til þess að sjá sem flesta á Víkingsvellinum á föstudaginn.
Athugasemdir
banner