Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 20. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Allt önnur staða hjá Brynjólfi - „Er ekkert grín, þetta verður alltaf erfitt"
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi'
'Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjuð tilfinning að mæta aftur heim," segir Brynjólfur Willumsson, fyrirliði U21 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru leikir við Tékkland í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins.

Brynjólfur leikur með Kristiansund, liði sem er í næst neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar þessa stundina.

„Þetta tímabil byrjaði í algjörri brekku. Það gekk ekkert upp. En við erum búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum. Það er allavega eitthvað að gerast núna sem er mjög jákvætt. Við verðum að halda áfram," segir Brynjólfur en hann hefur trú á því enn að liðið geti haldið sér uppi.

Brynjólfur hefur verið að byrja mikið upp á síðkastið og hefur hann skorað tvö mörk í deildinni í þessum mánuði.

„Ég hef verið að spila alla leiki upp á síðkastið og það er alltaf annað miðað við byrjunina þar sem maður var inn og út. Maður finnur með hverri mínútunni að maður verður betri. Það er geggjað að fá að spila, allt annað en að sitja á bekknum."

Brynjólfur, sem er uppalinn í Breiðabliki, er núna á sínu öðru tímabili í atvinnumennsku í Noregi. Hefur það einhvern tímann komið upp í hugann að koma aftur heim?

„Þetta er ekkert grín, þetta verður alltaf erfitt. Þetta er ekki alltaf dans á rósum. Maður þarf að harka í gegnum þetta. Núna er maður að spila. Maður sér alltaf ljósið ef maður heldur áfram að bæta sig og æfa vel á hverjum degi. Þegar maður fær tækifærið þá verður maður að nýta það," segir Brynjólfur en hann er ekki mikið að hugsa um það hvort hann verði lengi í Kristiansund. Hann ætlar að hjálpa liðinu að halda sér uppi og sjá svo hvað gerist.

Fyrirliði U21 landsliðsins
U21 landsliðið átti frábært sumar er þeir tryggðu sig inn í umspilið. Núna er markmiðið að byggja ofan á það og komast inn í lokakeppni Evrópumótsins í þriðja sinn.

„Það er geðveikt að hitta alla strákana. Við erum allir mjög góðir vinir og það er draumur að koma heim og hitta þessa stráka."

„Maður er búinn að vera spenntur fyrir þessum leikjum lengi. Þetta leggst mjög vel í mig og ég er spenntur að mæta þeim. Þetta verða hörkuleikir."

Brynjólfur hefur verið með fyrirliðabandið og hann segir það vera mikinn heiður. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði hjá þjóð minni í U21. Maður þarf að bera virðingu fyrir því og það er mjög skemmtilegt verkefni," segir sóknarmaðurinn en hann vonast til þess að sjá sem flesta á Víkingsvellinum á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner