Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   þri 20. september 2022 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allir í klefanum elska Alfreð - „Fjárhagslega já"
Lætur manni líða eins og maður sé merkilegri en hann
Sævar Atli á landsliðsæfingu í dag.
Sævar Atli á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason
Mynd: Heimasíða Lyngby
Sævar
Sævar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon, leikmaður U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í dag. Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku en er mættur til Íslands því framundan eru tveir leikir hjá U21 landsliðinu.

Í júní tryggði liðið sér sæti í umspili fyrir lokakeppni EM sem fram fer næsta sumar. Í umspilinu leikur liðið gegn Tékklandi heima og að heiman og er fyrri leikurinn á Víkingsvelli á föstudag.

Sævar segir tilfinninguna sem hann upplifði í júní „gjörsamlega sturlaða". Liðið vann alla þrjá leiki sína í undankeppninni, úrslit annars staðar féllu liðinu í vil. Nú sé þó einbeitingin öll á erfiðum andstæðingi.

„Það var vel fagnað en um leið föttuðum við að við værum á leið í virkilega erfitt verkefni. Þegar við sáum að við fengum Tékkana vissum við að þetta yrði klárlega erfiður andstæðingur," sagði Sævar.

„Miðað við það sem við höfum séð af þeim þá verða þetta held ég lokaðir leikir og ekki mikið sem mun skera á milli. Við spiluðum við Portúgal, besta liðið í þessum aldursflokki og við stóðum í þeim. Þannig við getum keppt við alla."

Sævar var hreinskilinn að hann þekkti ekki neinn leikmann í tékkneska liðinu.

Í viðtalinu ræddi Sævar um erfiða byrjun Lyngby í dönsku Superliga en liðið er þar í neðsta sæti eftir tíu umferðir og strax átta stigum frá öruggu sæti.

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason samdi við Lyngby um mánaðarmótin, kom til félagsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Augsburg rann út fyrr um sumarið. Sævar segir Alfreð hafa komið vel inn í hópinn.

„Geggjað. Hann æfði með okkur í sumar í einhverjar 2-3 vikur. Það elska hann allir í klefanum. Hann fór, kom aftur og allir gríðarlega ánægðir. Ég held að menn hafi meira að segja verið að senda á hann persónulega hvort hann ætlaði örugglega ekki að koma aftur. Menn eru gríðarlega ánægðir, þetta er þvílíkur fagmaður og lætur manni einhvern veginn líða eins og maður sé merkilegri en hann þó að hann sé með þessa geðveiku ferilskrá á bakinu."

„Ég er mjög spenntur að læra af honum og ég mun klárlega gera það. Hann mun klárlega gefa okkur mikið, hann er að koma sér í stand núna og mun held ég gera gæfumuninn fyrir okkur."


Hefur hann komið með einhver ráð hingað til?

„Fjárhagslega já," sagði Sævar og hló. „Hann er klókur þar."

„Hann er mjög sterkur í klefanum fyrir leiki, er alltaf að koma með einhverja punkta og í hálfleik og svona því hann kannski sér leikinn öðruvísi. Hann er virkilega góður í því, hefur spilað á svo háu getustigi og þekkir þetta inn og út. Ég persónulega er mjög spentnur að læra af honum og held að hann muni hjálpa mér mjög mikið,"
sagði Sævar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.

Landslið karla - U21 - umspil
16:00 Ísland-Tékkland (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner