Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 22. september 2022 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Tékka: Vonandi mun veðrið ekki spila of stóran þátt
Jan Suchopárek
Jan Suchopárek
Mynd: Getty Images
Lék á sínum tíma fjölda landsleikja, fyrst fyrir Tékkóslóvakíu og svo fyrir Tékkland.
Lék á sínum tíma fjölda landsleikja, fyrst fyrir Tékkóslóvakíu og svo fyrir Tékkland.
Mynd: EPA
Þjálfari tékkneska U21 landsliðsins, Jan Suchopárek, býst við hörkuleik þegar liðið mætir Íslandi á morgun í fyrri umspilsleik liðanna.

Fótbolti.net ræddi við þjálfarann á Hótel Íslandi í morgun. Hann var nýkominn af rafrænum fréttamannafundi með tékkneskum fjölmiðlum.

„Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu, þetta er sterkur andstæðingar Þjálfari íslenska liðsins (Davíð Snorri Jónasson) er öflugur og hefur gert góða hluti með liðið. Hann hefur náð að gera leikmenn liðsins betri, frammistöðurnar urðu betri þegar leið á undankeppnina og liðið er með góða tilfinningu fyrir taktísku hliðinni. Þeir áttu góðar frammistöður gegn sterku portúgölsku liði í riðlinum og við búumst við hörkuleik."

„Vonandi mun veðrið ekki spila of stóran þátt, ekki of mikill vindur eða rigning og að betra fótboltaliðið vinni. Við búumst við jöfnum leik, Íslendingum grimmum og að þeir nálgist leikinn á svipaðan hátt og þeir hafa gert í síðustu leiknum."


Hverjar eru væntingar Tékka fyrir einvígið gegn Íslandi?

„Við höfum trú á því að við getum náð okkar markmiðum og komist á EM."

Tvær breytingar urðu á íslenska hópnum fyrir leikinn vegna meiðsla.

„Allir 22 í hópnum hjá Íslandi eru öflugir leikmenn og ég býst við því að öflugir leikmenn komi inn fyrir þá sem detta út. Meiðsli eru hluti af íþróttinni og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir sem koma inn í staðinn séu í það minnsta jafngóðir en þeir sem voru fyrir. Liðið sannaði það með góðum úrslitum í undankeppninni að það er mjög sterkt."

Tveir leikmenn í A-landsliði Tékka eru gjaldgengir í U21 landsliðið. Það eru þeir David Zima (Torino) og Adam Hlozek (Bayer Leverkusen). Reyndi Jan að fá þá í þetta verkefni?

„Þetta er svipað og hjá Íslandi. Hjá Íslandi eru 6-7 leikmenn í A-landsliðinu sem gjaldgengir eru í U21. Mér finnst að ef leikmaður fer í A-landsliðið þá eigi hann að vera þar og berjast um sætið þar. Ég held að þetta sé eins hjá Íslandi og okkur."

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á morgun og fer fram á Víkingsvelli. Seinni leikurinn fer fram í Tékklandi á þriðjudag.
Athugasemdir
banner