Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   þri 20. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir um leikinn gegn San Marínó: Fengum alla þjóðina á okkur
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, erum mjög spenntir að byrja spila. Það er langur tími síðan ég var með hópnum og það er alltaf gaman að hitta strákana," sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í dag.

Valgeir var með A-landsliðinu í júní þegar U21 landsliðið tryggði sér sæti í umspilinu.

„Það var mjög gaman en á sama tíma hefði maður viljað taka þátt í að vinna þessa leiki. Það er heiður að vera valinn í A-landsliðið. Verkefnið núna er spennandi og við verðum að takast á við það."

Valgeir lék einn leik með A-landsliðinu í júní, lék allar 90 mínúturnar þegar Ísland vann 1-0 sigur á San Marínó. Valgeir þurfti að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu um verkefnið í júní.

„Þessi umtalaði San Marínó leikur, fengum alla þjóðina á okkur eftir hann. Það var mjög gaman að spila og vera með A-landsliðinu í þessu verkefni. Það er draumur allra í U21 og yngri. Þetta var mjög góður tími og maður lærir af þessu."

„Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn. Við vorum ekki með þessa hugsun og tilfinningu sem maður fær þegar menn hafa spilað lengi saman. Við hefðum mátt gera betur en við unnum leikinn, er það ekki það sem skiptir máli?"
sagði Valgeir léttur.

Kom gagnrýnin sem landsliðið fékk honum á óvart?

„Nei, við hefðum 100% átt að gera betur í leiknum og það sást á vellinum. Við lærum af þessu."

Eru vonbrigði að vera ekki í A-landsliðinu núna?

„Alls ekki, ég er mjög spenntur að vera hérna og þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir fyrir U21 landsliðið."

„Ég þekki engan leikmann hjá Tékkunum, þeir spila flestir í Tékklandi en makmaðurinn er í Manchester United. En við einbeitum okkur að okkur,"
segir Valgeir sem býst við spennandi leik á föstudag.

Þrír leikmenn í tékkneska hópnum spila utan Tékklands. Markvörðurinn Matej Kovar er hjá Manchester United, varamarkvörðurinn Vítezslav Jaros er hjá Liverpool og Jan Zamburek er hjá Viborg.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Valgeir ræðir þar einnig um tímabilið með félagsliði sínu Häcken.
Athugasemdir
banner
banner