Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 20. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir um leikinn gegn San Marínó: Fengum alla þjóðina á okkur
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, erum mjög spenntir að byrja spila. Það er langur tími síðan ég var með hópnum og það er alltaf gaman að hitta strákana," sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í dag.

Valgeir var með A-landsliðinu í júní þegar U21 landsliðið tryggði sér sæti í umspilinu.

„Það var mjög gaman en á sama tíma hefði maður viljað taka þátt í að vinna þessa leiki. Það er heiður að vera valinn í A-landsliðið. Verkefnið núna er spennandi og við verðum að takast á við það."

Valgeir lék einn leik með A-landsliðinu í júní, lék allar 90 mínúturnar þegar Ísland vann 1-0 sigur á San Marínó. Valgeir þurfti að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu um verkefnið í júní.

„Þessi umtalaði San Marínó leikur, fengum alla þjóðina á okkur eftir hann. Það var mjög gaman að spila og vera með A-landsliðinu í þessu verkefni. Það er draumur allra í U21 og yngri. Þetta var mjög góður tími og maður lærir af þessu."

„Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn. Við vorum ekki með þessa hugsun og tilfinningu sem maður fær þegar menn hafa spilað lengi saman. Við hefðum mátt gera betur en við unnum leikinn, er það ekki það sem skiptir máli?"
sagði Valgeir léttur.

Kom gagnrýnin sem landsliðið fékk honum á óvart?

„Nei, við hefðum 100% átt að gera betur í leiknum og það sást á vellinum. Við lærum af þessu."

Eru vonbrigði að vera ekki í A-landsliðinu núna?

„Alls ekki, ég er mjög spenntur að vera hérna og þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir fyrir U21 landsliðið."

„Ég þekki engan leikmann hjá Tékkunum, þeir spila flestir í Tékklandi en makmaðurinn er í Manchester United. En við einbeitum okkur að okkur,"
segir Valgeir sem býst við spennandi leik á föstudag.

Þrír leikmenn í tékkneska hópnum spila utan Tékklands. Markvörðurinn Matej Kovar er hjá Manchester United, varamarkvörðurinn Vítezslav Jaros er hjá Liverpool og Jan Zamburek er hjá Viborg.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Valgeir ræðir þar einnig um tímabilið með félagsliði sínu Häcken.
Athugasemdir
banner
banner
banner