Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 20. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir um leikinn gegn San Marínó: Fengum alla þjóðina á okkur
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, erum mjög spenntir að byrja spila. Það er langur tími síðan ég var með hópnum og það er alltaf gaman að hitta strákana," sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í dag.

Valgeir var með A-landsliðinu í júní þegar U21 landsliðið tryggði sér sæti í umspilinu.

„Það var mjög gaman en á sama tíma hefði maður viljað taka þátt í að vinna þessa leiki. Það er heiður að vera valinn í A-landsliðið. Verkefnið núna er spennandi og við verðum að takast á við það."

Valgeir lék einn leik með A-landsliðinu í júní, lék allar 90 mínúturnar þegar Ísland vann 1-0 sigur á San Marínó. Valgeir þurfti að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu um verkefnið í júní.

„Þessi umtalaði San Marínó leikur, fengum alla þjóðina á okkur eftir hann. Það var mjög gaman að spila og vera með A-landsliðinu í þessu verkefni. Það er draumur allra í U21 og yngri. Þetta var mjög góður tími og maður lærir af þessu."

„Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn. Við vorum ekki með þessa hugsun og tilfinningu sem maður fær þegar menn hafa spilað lengi saman. Við hefðum mátt gera betur en við unnum leikinn, er það ekki það sem skiptir máli?"
sagði Valgeir léttur.

Kom gagnrýnin sem landsliðið fékk honum á óvart?

„Nei, við hefðum 100% átt að gera betur í leiknum og það sást á vellinum. Við lærum af þessu."

Eru vonbrigði að vera ekki í A-landsliðinu núna?

„Alls ekki, ég er mjög spenntur að vera hérna og þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir fyrir U21 landsliðið."

„Ég þekki engan leikmann hjá Tékkunum, þeir spila flestir í Tékklandi en makmaðurinn er í Manchester United. En við einbeitum okkur að okkur,"
segir Valgeir sem býst við spennandi leik á föstudag.

Þrír leikmenn í tékkneska hópnum spila utan Tékklands. Markvörðurinn Matej Kovar er hjá Manchester United, varamarkvörðurinn Vítezslav Jaros er hjá Liverpool og Jan Zamburek er hjá Viborg.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Valgeir ræðir þar einnig um tímabilið með félagsliði sínu Häcken.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner