Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 20. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir um leikinn gegn San Marínó: Fengum alla þjóðina á okkur
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, erum mjög spenntir að byrja spila. Það er langur tími síðan ég var með hópnum og það er alltaf gaman að hitta strákana," sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í dag.

Valgeir var með A-landsliðinu í júní þegar U21 landsliðið tryggði sér sæti í umspilinu.

„Það var mjög gaman en á sama tíma hefði maður viljað taka þátt í að vinna þessa leiki. Það er heiður að vera valinn í A-landsliðið. Verkefnið núna er spennandi og við verðum að takast á við það."

Valgeir lék einn leik með A-landsliðinu í júní, lék allar 90 mínúturnar þegar Ísland vann 1-0 sigur á San Marínó. Valgeir þurfti að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu um verkefnið í júní.

„Þessi umtalaði San Marínó leikur, fengum alla þjóðina á okkur eftir hann. Það var mjög gaman að spila og vera með A-landsliðinu í þessu verkefni. Það er draumur allra í U21 og yngri. Þetta var mjög góður tími og maður lærir af þessu."

„Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn. Við vorum ekki með þessa hugsun og tilfinningu sem maður fær þegar menn hafa spilað lengi saman. Við hefðum mátt gera betur en við unnum leikinn, er það ekki það sem skiptir máli?"
sagði Valgeir léttur.

Kom gagnrýnin sem landsliðið fékk honum á óvart?

„Nei, við hefðum 100% átt að gera betur í leiknum og það sást á vellinum. Við lærum af þessu."

Eru vonbrigði að vera ekki í A-landsliðinu núna?

„Alls ekki, ég er mjög spenntur að vera hérna og þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir fyrir U21 landsliðið."

„Ég þekki engan leikmann hjá Tékkunum, þeir spila flestir í Tékklandi en makmaðurinn er í Manchester United. En við einbeitum okkur að okkur,"
segir Valgeir sem býst við spennandi leik á föstudag.

Þrír leikmenn í tékkneska hópnum spila utan Tékklands. Markvörðurinn Matej Kovar er hjá Manchester United, varamarkvörðurinn Vítezslav Jaros er hjá Liverpool og Jan Zamburek er hjá Viborg.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Valgeir ræðir þar einnig um tímabilið með félagsliði sínu Häcken.
Athugasemdir
banner
banner