Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 20. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir um leikinn gegn San Marínó: Fengum alla þjóðina á okkur
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Valgeir á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, erum mjög spenntir að byrja spila. Það er langur tími síðan ég var með hópnum og það er alltaf gaman að hitta strákana," sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í dag.

Valgeir var með A-landsliðinu í júní þegar U21 landsliðið tryggði sér sæti í umspilinu.

„Það var mjög gaman en á sama tíma hefði maður viljað taka þátt í að vinna þessa leiki. Það er heiður að vera valinn í A-landsliðið. Verkefnið núna er spennandi og við verðum að takast á við það."

Valgeir lék einn leik með A-landsliðinu í júní, lék allar 90 mínúturnar þegar Ísland vann 1-0 sigur á San Marínó. Valgeir þurfti að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu um verkefnið í júní.

„Þessi umtalaði San Marínó leikur, fengum alla þjóðina á okkur eftir hann. Það var mjög gaman að spila og vera með A-landsliðinu í þessu verkefni. Það er draumur allra í U21 og yngri. Þetta var mjög góður tími og maður lærir af þessu."

„Við máttum gera betur en við vorum margir að spila saman í fyrsta sinn. Við vorum ekki með þessa hugsun og tilfinningu sem maður fær þegar menn hafa spilað lengi saman. Við hefðum mátt gera betur en við unnum leikinn, er það ekki það sem skiptir máli?"
sagði Valgeir léttur.

Kom gagnrýnin sem landsliðið fékk honum á óvart?

„Nei, við hefðum 100% átt að gera betur í leiknum og það sást á vellinum. Við lærum af þessu."

Eru vonbrigði að vera ekki í A-landsliðinu núna?

„Alls ekki, ég er mjög spenntur að vera hérna og þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir fyrir U21 landsliðið."

„Ég þekki engan leikmann hjá Tékkunum, þeir spila flestir í Tékklandi en makmaðurinn er í Manchester United. En við einbeitum okkur að okkur,"
segir Valgeir sem býst við spennandi leik á föstudag.

Þrír leikmenn í tékkneska hópnum spila utan Tékklands. Markvörðurinn Matej Kovar er hjá Manchester United, varamarkvörðurinn Vítezslav Jaros er hjá Liverpool og Jan Zamburek er hjá Viborg.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Valgeir ræðir þar einnig um tímabilið með félagsliði sínu Häcken.
Athugasemdir
banner
banner
banner