Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 20. september 2022 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Gaman að æfa á Anfield - „Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland"
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er stemning í hópnum og þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir," segir Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður U21 landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Kristian, sem er 18 ára, leikur með Jong Ajax í hollensku B-deildinni og hefur tímabilið farið vel af stað þar. Kristian hefur líka verið að æfa með aðalliði Ajax.

„Ég er búinn að æfa mikið með aðalliðinu og það kemur einhvern tímann að því að maður detti á bekkinn og svona," segir Kristian sem fór einmitt með aðalliði Ajax í Meistaradeildarverkefni til Liverpool í síðustu viku.

„Það var mjög gaman. Ég átti að sjá hvernig stemningin var. Ég var með í klefanum daginn fyrir leik og á leikdegi. Það var mjög gaman. Það var gaman að æfa á Anfield, það er aðeins stærri leikvangur en hérna. Það var mjög gaman."

Kristian ferðaðist með liðinu en var ekki í leikdagshópnum. Var það svekkjandi?

„Auðvitað tek ég þetta sem góða reynslu en það var auðvitað líka svekkjandi að vera ekki í hópnum. Maður fékk að sjá þetta samt."

Er bara Íslendingur
Kristian Nökkvi, sem er líklega efnilegasti leikmaður Íslands um þessar mundir, er fæddur í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar en hann segir að það komi alls ekki til greina að spila með danska landsliðinu í framtíðinni.

„Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland," sagði Kristian.

Framundan eru mikilvægir leikir með U21 landsliðinu gegn Tékklandi í umspili fyrir lokakeppni EM.

„Við höfum sýnt það á móti liðum eins og Portúgal að við getum spilað gegn öllum. Við eigum bullandi séns. Það var fundur í morgun og við vorum að skoða hvernig þeir spila. Þeir lúkka sterkir og fá ekki mörg mörk á sig," segir Kristian en allt viðtalið má sjá í spilaranum hérna fyrir ofan.
Athugasemdir
banner