Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 20. september 2022 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Gaman að æfa á Anfield - „Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland"
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er stemning í hópnum og þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir," segir Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður U21 landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Kristian, sem er 18 ára, leikur með Jong Ajax í hollensku B-deildinni og hefur tímabilið farið vel af stað þar. Kristian hefur líka verið að æfa með aðalliði Ajax.

„Ég er búinn að æfa mikið með aðalliðinu og það kemur einhvern tímann að því að maður detti á bekkinn og svona," segir Kristian sem fór einmitt með aðalliði Ajax í Meistaradeildarverkefni til Liverpool í síðustu viku.

„Það var mjög gaman. Ég átti að sjá hvernig stemningin var. Ég var með í klefanum daginn fyrir leik og á leikdegi. Það var mjög gaman. Það var gaman að æfa á Anfield, það er aðeins stærri leikvangur en hérna. Það var mjög gaman."

Kristian ferðaðist með liðinu en var ekki í leikdagshópnum. Var það svekkjandi?

„Auðvitað tek ég þetta sem góða reynslu en það var auðvitað líka svekkjandi að vera ekki í hópnum. Maður fékk að sjá þetta samt."

Er bara Íslendingur
Kristian Nökkvi, sem er líklega efnilegasti leikmaður Íslands um þessar mundir, er fæddur í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar en hann segir að það komi alls ekki til greina að spila með danska landsliðinu í framtíðinni.

„Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland," sagði Kristian.

Framundan eru mikilvægir leikir með U21 landsliðinu gegn Tékklandi í umspili fyrir lokakeppni EM.

„Við höfum sýnt það á móti liðum eins og Portúgal að við getum spilað gegn öllum. Við eigum bullandi séns. Það var fundur í morgun og við vorum að skoða hvernig þeir spila. Þeir lúkka sterkir og fá ekki mörg mörk á sig," segir Kristian en allt viðtalið má sjá í spilaranum hérna fyrir ofan.
Athugasemdir