Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
banner
   þri 20. september 2022 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Gaman að æfa á Anfield - „Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland"
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er stemning í hópnum og þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir," segir Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður U21 landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Kristian, sem er 18 ára, leikur með Jong Ajax í hollensku B-deildinni og hefur tímabilið farið vel af stað þar. Kristian hefur líka verið að æfa með aðalliði Ajax.

„Ég er búinn að æfa mikið með aðalliðinu og það kemur einhvern tímann að því að maður detti á bekkinn og svona," segir Kristian sem fór einmitt með aðalliði Ajax í Meistaradeildarverkefni til Liverpool í síðustu viku.

„Það var mjög gaman. Ég átti að sjá hvernig stemningin var. Ég var með í klefanum daginn fyrir leik og á leikdegi. Það var mjög gaman. Það var gaman að æfa á Anfield, það er aðeins stærri leikvangur en hérna. Það var mjög gaman."

Kristian ferðaðist með liðinu en var ekki í leikdagshópnum. Var það svekkjandi?

„Auðvitað tek ég þetta sem góða reynslu en það var auðvitað líka svekkjandi að vera ekki í hópnum. Maður fékk að sjá þetta samt."

Er bara Íslendingur
Kristian Nökkvi, sem er líklega efnilegasti leikmaður Íslands um þessar mundir, er fæddur í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar en hann segir að það komi alls ekki til greina að spila með danska landsliðinu í framtíðinni.

„Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland," sagði Kristian.

Framundan eru mikilvægir leikir með U21 landsliðinu gegn Tékklandi í umspili fyrir lokakeppni EM.

„Við höfum sýnt það á móti liðum eins og Portúgal að við getum spilað gegn öllum. Við eigum bullandi séns. Það var fundur í morgun og við vorum að skoða hvernig þeir spila. Þeir lúkka sterkir og fá ekki mörg mörk á sig," segir Kristian en allt viðtalið má sjá í spilaranum hérna fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner