Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 20. september 2022 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Gaman að æfa á Anfield - „Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland"
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er stemning í hópnum og þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir," segir Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður U21 landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Kristian, sem er 18 ára, leikur með Jong Ajax í hollensku B-deildinni og hefur tímabilið farið vel af stað þar. Kristian hefur líka verið að æfa með aðalliði Ajax.

„Ég er búinn að æfa mikið með aðalliðinu og það kemur einhvern tímann að því að maður detti á bekkinn og svona," segir Kristian sem fór einmitt með aðalliði Ajax í Meistaradeildarverkefni til Liverpool í síðustu viku.

„Það var mjög gaman. Ég átti að sjá hvernig stemningin var. Ég var með í klefanum daginn fyrir leik og á leikdegi. Það var mjög gaman. Það var gaman að æfa á Anfield, það er aðeins stærri leikvangur en hérna. Það var mjög gaman."

Kristian ferðaðist með liðinu en var ekki í leikdagshópnum. Var það svekkjandi?

„Auðvitað tek ég þetta sem góða reynslu en það var auðvitað líka svekkjandi að vera ekki í hópnum. Maður fékk að sjá þetta samt."

Er bara Íslendingur
Kristian Nökkvi, sem er líklega efnilegasti leikmaður Íslands um þessar mundir, er fæddur í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar en hann segir að það komi alls ekki til greina að spila með danska landsliðinu í framtíðinni.

„Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland," sagði Kristian.

Framundan eru mikilvægir leikir með U21 landsliðinu gegn Tékklandi í umspili fyrir lokakeppni EM.

„Við höfum sýnt það á móti liðum eins og Portúgal að við getum spilað gegn öllum. Við eigum bullandi séns. Það var fundur í morgun og við vorum að skoða hvernig þeir spila. Þeir lúkka sterkir og fá ekki mörg mörk á sig," segir Kristian en allt viðtalið má sjá í spilaranum hérna fyrir ofan.
Athugasemdir
banner