Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
banner
   þri 20. september 2022 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Gaman að æfa á Anfield - „Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland"
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Fagnar marki með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er stemning í hópnum og þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir," segir Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður U21 landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Kristian, sem er 18 ára, leikur með Jong Ajax í hollensku B-deildinni og hefur tímabilið farið vel af stað þar. Kristian hefur líka verið að æfa með aðalliði Ajax.

„Ég er búinn að æfa mikið með aðalliðinu og það kemur einhvern tímann að því að maður detti á bekkinn og svona," segir Kristian sem fór einmitt með aðalliði Ajax í Meistaradeildarverkefni til Liverpool í síðustu viku.

„Það var mjög gaman. Ég átti að sjá hvernig stemningin var. Ég var með í klefanum daginn fyrir leik og á leikdegi. Það var mjög gaman. Það var gaman að æfa á Anfield, það er aðeins stærri leikvangur en hérna. Það var mjög gaman."

Kristian ferðaðist með liðinu en var ekki í leikdagshópnum. Var það svekkjandi?

„Auðvitað tek ég þetta sem góða reynslu en það var auðvitað líka svekkjandi að vera ekki í hópnum. Maður fékk að sjá þetta samt."

Er bara Íslendingur
Kristian Nökkvi, sem er líklega efnilegasti leikmaður Íslands um þessar mundir, er fæddur í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar en hann segir að það komi alls ekki til greina að spila með danska landsliðinu í framtíðinni.

„Ég er Íslendingur og ég vil spila fyrir Ísland," sagði Kristian.

Framundan eru mikilvægir leikir með U21 landsliðinu gegn Tékklandi í umspili fyrir lokakeppni EM.

„Við höfum sýnt það á móti liðum eins og Portúgal að við getum spilað gegn öllum. Við eigum bullandi séns. Það var fundur í morgun og við vorum að skoða hvernig þeir spila. Þeir lúkka sterkir og fá ekki mörg mörk á sig," segir Kristian en allt viðtalið má sjá í spilaranum hérna fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner