Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 22. september 2022 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar: Gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn
Á landsliðsæfingu í dag
Á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst hrikalega vel á þessa leiki við Tékka, geggjað að fá að spila þessa leiki. Þetta er gott lið sem við spilum á móti og ég er mjög spenntur," sagði Atli Barkarson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag. Framundan eru tveir leikir við Tékkland í umspili um sæti í lokakeppni EM næsta sumar. Fyrri leikurinn er á morgun, fer fram á Víkingsvelli og hefst klukkan 16:00.

„Við vitum að þeir eru sterkir varnarlega, eru frekar gott lið, kannski ekkert endilega með einhverja mjög góða einstaklinga en þeir eru með mjög, mjög gott lið. Þeir eru svipaðir og við, sterkir. Ég met möguleikana mjög góða, við erum með hrikalega gott lið og góða liðsheild."

Atli hefur ekki spilað til þessa á tímabilinu, hann hefur glímt við meiðsli en hefur verið á bekknum hjá félagsliði sínu SönderjyskE í síðustu leikjum.

„Ég er búinn að vera óheppinn, lenti í meiðslum á undirbúningstímabilinu og var meiddur í tvo mánuði. Ég er ekki ennþá búinn að spila, búinn að vera heill í fjórar vikur, búinn að æfa vel, er í góðu standi og vonandi fæ ég að spila hérna og get svo farið að spila þegar ég kem til baka."

SönderjyskE féll úr efstu deild í Danmörku í vor en Atli segir klárt að markmiðið sé að fara upp aftur á þessu tímabili.

„Við ætlum okkur upp, það er 100% markmiðið. Við getum það alveg, erum með gott lið, fengum góða leikmenn í sumar."

„Ég met mína möguleika góða. Ég er búinn að eiga gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn. Ég þarf bara að vera þolinmóður og þegar tækifærið gefst þarf ég að nýta það. Það er ekkert gefið í þessu, maður þarf bara að standa sig þegar maður fær tækifærið."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég veit það ekki, býst alveg við því en samt ekki. Það væri bara gaman. Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt. Þetta er gott lið og væru forréttindi að byrja," sagði Atli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner