Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   fim 22. september 2022 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar: Gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn
Á landsliðsæfingu í dag
Á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst hrikalega vel á þessa leiki við Tékka, geggjað að fá að spila þessa leiki. Þetta er gott lið sem við spilum á móti og ég er mjög spenntur," sagði Atli Barkarson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag. Framundan eru tveir leikir við Tékkland í umspili um sæti í lokakeppni EM næsta sumar. Fyrri leikurinn er á morgun, fer fram á Víkingsvelli og hefst klukkan 16:00.

„Við vitum að þeir eru sterkir varnarlega, eru frekar gott lið, kannski ekkert endilega með einhverja mjög góða einstaklinga en þeir eru með mjög, mjög gott lið. Þeir eru svipaðir og við, sterkir. Ég met möguleikana mjög góða, við erum með hrikalega gott lið og góða liðsheild."

Atli hefur ekki spilað til þessa á tímabilinu, hann hefur glímt við meiðsli en hefur verið á bekknum hjá félagsliði sínu SönderjyskE í síðustu leikjum.

„Ég er búinn að vera óheppinn, lenti í meiðslum á undirbúningstímabilinu og var meiddur í tvo mánuði. Ég er ekki ennþá búinn að spila, búinn að vera heill í fjórar vikur, búinn að æfa vel, er í góðu standi og vonandi fæ ég að spila hérna og get svo farið að spila þegar ég kem til baka."

SönderjyskE féll úr efstu deild í Danmörku í vor en Atli segir klárt að markmiðið sé að fara upp aftur á þessu tímabili.

„Við ætlum okkur upp, það er 100% markmiðið. Við getum það alveg, erum með gott lið, fengum góða leikmenn í sumar."

„Ég met mína möguleika góða. Ég er búinn að eiga gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn. Ég þarf bara að vera þolinmóður og þegar tækifærið gefst þarf ég að nýta það. Það er ekkert gefið í þessu, maður þarf bara að standa sig þegar maður fær tækifærið."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég veit það ekki, býst alveg við því en samt ekki. Það væri bara gaman. Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt. Þetta er gott lið og væru forréttindi að byrja," sagði Atli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir