Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   fim 22. september 2022 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar: Gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn
Á landsliðsæfingu í dag
Á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst hrikalega vel á þessa leiki við Tékka, geggjað að fá að spila þessa leiki. Þetta er gott lið sem við spilum á móti og ég er mjög spenntur," sagði Atli Barkarson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag. Framundan eru tveir leikir við Tékkland í umspili um sæti í lokakeppni EM næsta sumar. Fyrri leikurinn er á morgun, fer fram á Víkingsvelli og hefst klukkan 16:00.

„Við vitum að þeir eru sterkir varnarlega, eru frekar gott lið, kannski ekkert endilega með einhverja mjög góða einstaklinga en þeir eru með mjög, mjög gott lið. Þeir eru svipaðir og við, sterkir. Ég met möguleikana mjög góða, við erum með hrikalega gott lið og góða liðsheild."

Atli hefur ekki spilað til þessa á tímabilinu, hann hefur glímt við meiðsli en hefur verið á bekknum hjá félagsliði sínu SönderjyskE í síðustu leikjum.

„Ég er búinn að vera óheppinn, lenti í meiðslum á undirbúningstímabilinu og var meiddur í tvo mánuði. Ég er ekki ennþá búinn að spila, búinn að vera heill í fjórar vikur, búinn að æfa vel, er í góðu standi og vonandi fæ ég að spila hérna og get svo farið að spila þegar ég kem til baka."

SönderjyskE féll úr efstu deild í Danmörku í vor en Atli segir klárt að markmiðið sé að fara upp aftur á þessu tímabili.

„Við ætlum okkur upp, það er 100% markmiðið. Við getum það alveg, erum með gott lið, fengum góða leikmenn í sumar."

„Ég met mína möguleika góða. Ég er búinn að eiga gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn. Ég þarf bara að vera þolinmóður og þegar tækifærið gefst þarf ég að nýta það. Það er ekkert gefið í þessu, maður þarf bara að standa sig þegar maður fær tækifærið."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég veit það ekki, býst alveg við því en samt ekki. Það væri bara gaman. Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt. Þetta er gott lið og væru forréttindi að byrja," sagði Atli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir