Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 22. september 2022 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar: Gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn
Á landsliðsæfingu í dag
Á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst hrikalega vel á þessa leiki við Tékka, geggjað að fá að spila þessa leiki. Þetta er gott lið sem við spilum á móti og ég er mjög spenntur," sagði Atli Barkarson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag. Framundan eru tveir leikir við Tékkland í umspili um sæti í lokakeppni EM næsta sumar. Fyrri leikurinn er á morgun, fer fram á Víkingsvelli og hefst klukkan 16:00.

„Við vitum að þeir eru sterkir varnarlega, eru frekar gott lið, kannski ekkert endilega með einhverja mjög góða einstaklinga en þeir eru með mjög, mjög gott lið. Þeir eru svipaðir og við, sterkir. Ég met möguleikana mjög góða, við erum með hrikalega gott lið og góða liðsheild."

Atli hefur ekki spilað til þessa á tímabilinu, hann hefur glímt við meiðsli en hefur verið á bekknum hjá félagsliði sínu SönderjyskE í síðustu leikjum.

„Ég er búinn að vera óheppinn, lenti í meiðslum á undirbúningstímabilinu og var meiddur í tvo mánuði. Ég er ekki ennþá búinn að spila, búinn að vera heill í fjórar vikur, búinn að æfa vel, er í góðu standi og vonandi fæ ég að spila hérna og get svo farið að spila þegar ég kem til baka."

SönderjyskE féll úr efstu deild í Danmörku í vor en Atli segir klárt að markmiðið sé að fara upp aftur á þessu tímabili.

„Við ætlum okkur upp, það er 100% markmiðið. Við getum það alveg, erum með gott lið, fengum góða leikmenn í sumar."

„Ég met mína möguleika góða. Ég er búinn að eiga gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn. Ég þarf bara að vera þolinmóður og þegar tækifærið gefst þarf ég að nýta það. Það er ekkert gefið í þessu, maður þarf bara að standa sig þegar maður fær tækifærið."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég veit það ekki, býst alveg við því en samt ekki. Það væri bara gaman. Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt. Þetta er gott lið og væru forréttindi að byrja," sagði Atli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner