Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 22. september 2022 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar: Gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn
Á landsliðsæfingu í dag
Á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst hrikalega vel á þessa leiki við Tékka, geggjað að fá að spila þessa leiki. Þetta er gott lið sem við spilum á móti og ég er mjög spenntur," sagði Atli Barkarson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag. Framundan eru tveir leikir við Tékkland í umspili um sæti í lokakeppni EM næsta sumar. Fyrri leikurinn er á morgun, fer fram á Víkingsvelli og hefst klukkan 16:00.

„Við vitum að þeir eru sterkir varnarlega, eru frekar gott lið, kannski ekkert endilega með einhverja mjög góða einstaklinga en þeir eru með mjög, mjög gott lið. Þeir eru svipaðir og við, sterkir. Ég met möguleikana mjög góða, við erum með hrikalega gott lið og góða liðsheild."

Atli hefur ekki spilað til þessa á tímabilinu, hann hefur glímt við meiðsli en hefur verið á bekknum hjá félagsliði sínu SönderjyskE í síðustu leikjum.

„Ég er búinn að vera óheppinn, lenti í meiðslum á undirbúningstímabilinu og var meiddur í tvo mánuði. Ég er ekki ennþá búinn að spila, búinn að vera heill í fjórar vikur, búinn að æfa vel, er í góðu standi og vonandi fæ ég að spila hérna og get svo farið að spila þegar ég kem til baka."

SönderjyskE féll úr efstu deild í Danmörku í vor en Atli segir klárt að markmiðið sé að fara upp aftur á þessu tímabili.

„Við ætlum okkur upp, það er 100% markmiðið. Við getum það alveg, erum með gott lið, fengum góða leikmenn í sumar."

„Ég met mína möguleika góða. Ég er búinn að eiga gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn. Ég þarf bara að vera þolinmóður og þegar tækifærið gefst þarf ég að nýta það. Það er ekkert gefið í þessu, maður þarf bara að standa sig þegar maður fær tækifærið."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég veit það ekki, býst alveg við því en samt ekki. Það væri bara gaman. Allir hérna geta spilað leikina, það eru ellefu sem byrja og gera sitt og svo koma nýir inn og gera sitt. Þetta er gott lið og væru forréttindi að byrja," sagði Atli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner