Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   fim 22. september 2022 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: Alveg skoðað að fara frá Esbjerg
Fyrir æfingu í dag.
Fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Létt stemning.
Létt stemning.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, verður mjög krefjandi verkefni, þeir eru góðir en við höfum sýnt að við getum strítt öllum liðum í heiminum," sagði Ísak Óli Ólafsson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir leikir á móti Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM. Fyrri leikurinn í einvíginu fer fram á Víkingsvelli á morgun og hefst klukkan 16:00.

„Ég tel okkur eiga meiri möguleika, ég veit ekki hvernig styrkleikaröðunin er en við hljótum að vera ágætlega ofarlega því við vorum með Portúgal - sem er besta lið í Evrópu - í riðli og stóðum í þeim í báðum leikjunum."

Ísak Óli er leikmaðu Esbjerg í Danmörku. „Við höfum byrjað vel en það er allt öðruvísi að spila hér, þetta er í raun miklu hærra 'level' og maður lyftir sjálfum sér upp þegar maður er hérna með þessum geggjuðu leikmönnum."

Esbjerg féll úr B-deildinni í vor. Kom til greina að fara frá Esbjerg í sumar?

„Já, það var alveg skoðað en það kom ekkert þannig upp sem var nógu spennandi til að stökkva á. Esbjerg er risaklúbbur sem á ekki að vera í þessari deild. Ég ákvað að taka slaginn með þeim og koma þeim þar sem þeir eiga að vera."

„Markmiðið er klárt, við erum með fimmtán stig eftir sjö leiki og það er ekkert annað í boði en að vera efstir - fljúga upp úr þessari deild."

„Auðvitað getur það haft áhrif en mér finnst ég hafa spilað það vel þegar ég spila og unnið mér inn að vera hérna, sama hvar ég spila."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég býst við því en við sjáum hvað setur," sagði Ísak Óli og brosti að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner