Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   fim 22. september 2022 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: Alveg skoðað að fara frá Esbjerg
Fyrir æfingu í dag.
Fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Létt stemning.
Létt stemning.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, verður mjög krefjandi verkefni, þeir eru góðir en við höfum sýnt að við getum strítt öllum liðum í heiminum," sagði Ísak Óli Ólafsson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir leikir á móti Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM. Fyrri leikurinn í einvíginu fer fram á Víkingsvelli á morgun og hefst klukkan 16:00.

„Ég tel okkur eiga meiri möguleika, ég veit ekki hvernig styrkleikaröðunin er en við hljótum að vera ágætlega ofarlega því við vorum með Portúgal - sem er besta lið í Evrópu - í riðli og stóðum í þeim í báðum leikjunum."

Ísak Óli er leikmaðu Esbjerg í Danmörku. „Við höfum byrjað vel en það er allt öðruvísi að spila hér, þetta er í raun miklu hærra 'level' og maður lyftir sjálfum sér upp þegar maður er hérna með þessum geggjuðu leikmönnum."

Esbjerg féll úr B-deildinni í vor. Kom til greina að fara frá Esbjerg í sumar?

„Já, það var alveg skoðað en það kom ekkert þannig upp sem var nógu spennandi til að stökkva á. Esbjerg er risaklúbbur sem á ekki að vera í þessari deild. Ég ákvað að taka slaginn með þeim og koma þeim þar sem þeir eiga að vera."

„Markmiðið er klárt, við erum með fimmtán stig eftir sjö leiki og það er ekkert annað í boði en að vera efstir - fljúga upp úr þessari deild."

„Auðvitað getur það haft áhrif en mér finnst ég hafa spilað það vel þegar ég spila og unnið mér inn að vera hérna, sama hvar ég spila."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég býst við því en við sjáum hvað setur," sagði Ísak Óli og brosti að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner