Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 22. september 2022 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: Alveg skoðað að fara frá Esbjerg
Fyrir æfingu í dag.
Fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Létt stemning.
Létt stemning.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, verður mjög krefjandi verkefni, þeir eru góðir en við höfum sýnt að við getum strítt öllum liðum í heiminum," sagði Ísak Óli Ólafsson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir leikir á móti Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM. Fyrri leikurinn í einvíginu fer fram á Víkingsvelli á morgun og hefst klukkan 16:00.

„Ég tel okkur eiga meiri möguleika, ég veit ekki hvernig styrkleikaröðunin er en við hljótum að vera ágætlega ofarlega því við vorum með Portúgal - sem er besta lið í Evrópu - í riðli og stóðum í þeim í báðum leikjunum."

Ísak Óli er leikmaðu Esbjerg í Danmörku. „Við höfum byrjað vel en það er allt öðruvísi að spila hér, þetta er í raun miklu hærra 'level' og maður lyftir sjálfum sér upp þegar maður er hérna með þessum geggjuðu leikmönnum."

Esbjerg féll úr B-deildinni í vor. Kom til greina að fara frá Esbjerg í sumar?

„Já, það var alveg skoðað en það kom ekkert þannig upp sem var nógu spennandi til að stökkva á. Esbjerg er risaklúbbur sem á ekki að vera í þessari deild. Ég ákvað að taka slaginn með þeim og koma þeim þar sem þeir eiga að vera."

„Markmiðið er klárt, við erum með fimmtán stig eftir sjö leiki og það er ekkert annað í boði en að vera efstir - fljúga upp úr þessari deild."

„Auðvitað getur það haft áhrif en mér finnst ég hafa spilað það vel þegar ég spila og unnið mér inn að vera hérna, sama hvar ég spila."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég býst við því en við sjáum hvað setur," sagði Ísak Óli og brosti að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner