Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 22. september 2022 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: Alveg skoðað að fara frá Esbjerg
Fyrir æfingu í dag.
Fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Létt stemning.
Létt stemning.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, verður mjög krefjandi verkefni, þeir eru góðir en við höfum sýnt að við getum strítt öllum liðum í heiminum," sagði Ísak Óli Ólafsson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir leikir á móti Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM. Fyrri leikurinn í einvíginu fer fram á Víkingsvelli á morgun og hefst klukkan 16:00.

„Ég tel okkur eiga meiri möguleika, ég veit ekki hvernig styrkleikaröðunin er en við hljótum að vera ágætlega ofarlega því við vorum með Portúgal - sem er besta lið í Evrópu - í riðli og stóðum í þeim í báðum leikjunum."

Ísak Óli er leikmaðu Esbjerg í Danmörku. „Við höfum byrjað vel en það er allt öðruvísi að spila hér, þetta er í raun miklu hærra 'level' og maður lyftir sjálfum sér upp þegar maður er hérna með þessum geggjuðu leikmönnum."

Esbjerg féll úr B-deildinni í vor. Kom til greina að fara frá Esbjerg í sumar?

„Já, það var alveg skoðað en það kom ekkert þannig upp sem var nógu spennandi til að stökkva á. Esbjerg er risaklúbbur sem á ekki að vera í þessari deild. Ég ákvað að taka slaginn með þeim og koma þeim þar sem þeir eiga að vera."

„Markmiðið er klárt, við erum með fimmtán stig eftir sjö leiki og það er ekkert annað í boði en að vera efstir - fljúga upp úr þessari deild."

„Auðvitað getur það haft áhrif en mér finnst ég hafa spilað það vel þegar ég spila og unnið mér inn að vera hérna, sama hvar ég spila."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég býst við því en við sjáum hvað setur," sagði Ísak Óli og brosti að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner