Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 22. september 2022 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: Alveg skoðað að fara frá Esbjerg
Fyrir æfingu í dag.
Fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Létt stemning.
Létt stemning.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, verður mjög krefjandi verkefni, þeir eru góðir en við höfum sýnt að við getum strítt öllum liðum í heiminum," sagði Ísak Óli Ólafsson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir leikir á móti Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM. Fyrri leikurinn í einvíginu fer fram á Víkingsvelli á morgun og hefst klukkan 16:00.

„Ég tel okkur eiga meiri möguleika, ég veit ekki hvernig styrkleikaröðunin er en við hljótum að vera ágætlega ofarlega því við vorum með Portúgal - sem er besta lið í Evrópu - í riðli og stóðum í þeim í báðum leikjunum."

Ísak Óli er leikmaðu Esbjerg í Danmörku. „Við höfum byrjað vel en það er allt öðruvísi að spila hér, þetta er í raun miklu hærra 'level' og maður lyftir sjálfum sér upp þegar maður er hérna með þessum geggjuðu leikmönnum."

Esbjerg féll úr B-deildinni í vor. Kom til greina að fara frá Esbjerg í sumar?

„Já, það var alveg skoðað en það kom ekkert þannig upp sem var nógu spennandi til að stökkva á. Esbjerg er risaklúbbur sem á ekki að vera í þessari deild. Ég ákvað að taka slaginn með þeim og koma þeim þar sem þeir eiga að vera."

„Markmiðið er klárt, við erum með fimmtán stig eftir sjö leiki og það er ekkert annað í boði en að vera efstir - fljúga upp úr þessari deild."

„Auðvitað getur það haft áhrif en mér finnst ég hafa spilað það vel þegar ég spila og unnið mér inn að vera hérna, sama hvar ég spila."


Býstu við því að vera í byrjunarliðinu á morgun?

„Ég býst við því en við sjáum hvað setur," sagði Ísak Óli og brosti að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner