Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
Svartfjallaland
0
0
Ísland
16.11.2024  -  17:00
Gradski stadion - Niksic
Þjóðadeildin
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Staðan

Svartfellingar eru án stiga á botni riðilsins í Þjóðadeildinni en þeir töpuðu 2-0 gegn Íslandi á Laugardalsvelli í september. Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörk Íslands. Síðan þá hefur liðið tapað hinum þremur leikjum sínum í riðlinum öllum með eins marks mun.

Liðið sem endar neðst fellur beint niður í C-deild en liðið í þriðja sæti fer í umspil um að halda sér í B-deild. Ísland á enn möguleika á öðru sæti sem gefur umspil um að komast upp í A-deild. Liðið sem vinnur riðilinn fer beint upp í A-deild.
Fyrir leik
Velkomin til Niksic!
Mynd: Getty Images

Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni klukkan 17 að íslenskum tíma. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í riðli Þjóðadeildarinnar, á þriðjudaginn verður leikið gegn Wales í Cardiff.

Leikur dagsins verður spilaður í borginni Niksic en ekki í höfuðborginni Podgorica. Vallarflöturinn á þjóðarleikvangnum er ekki nægilega góður og því var leikurinn færður hingað.

Ísland er í þriðja sæti í riðlinum og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Age Hareide landsliðsþjálfari vonast hinsvegar til þess að geta hreppt annað sætið sem gefur umspil um að fara upp í A-deildina.

„Til að byrja með leggjum við alla áhersluna á að ná góðum úrslitum á móti Svartfjallalandi, sem gæti sett okkur í þá stöðu að vera að spila úrslitaleik við Wales um 2. sætið, sem myndi gefa okkur umspilsleiki um að komast upp um deild," segir Hareide.

„En það veltur auðvitað líka á úrslitunum í leik Tyrklands og Wales, þannig að leikurinn við Svartfjallaland hefur algjöran forgang."
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: