Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   mið 13. nóvember 2024 07:00
Elvar Geir Magnússon
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Icelandair
Mikael Egill hefur spilað hinar ýmsu stöður með Venezia í
Mikael Egill hefur spilað hinar ýmsu stöður með Venezia í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson siglir oft undir radarinn í umræðunni en hann er að spila í hverri viku í einni sterkustu deild heims, ítölsku A-deildinni. Nýlega skoraði hann sitt fyrsta mark í deildinni.

Mikael, sem er 22 ára og hefur spilað 17 landsleiki, er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svartfjallalandi og Wales en hann spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska liðsins í dag. Hvernig er hann gíraður er fyrir komandi leiki?

„Mjög gíraður, spenntur fyrir þessum leikjum. Þetta eru mikilvægir leikir sem við ætlum að vinna og reyna að ná öðru sæti í riðlinum," segir Mikael en annað sætið gefur umspil um að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Mikael hefur spilað ellefu leiki með Venezia í ítölsku A-deildinni, er með eitt mark og eina stoðsendingu fyrir liðið. Hann hefur verið byrjunarliðsmaður í flestum leikjunum.

„Það er frábært að vera að spila úti og það gefur manni mikið sjálfstraust. Það er eiginlega ólýsanlegt að spila í þessari deild, það er bara frábært. Mjög góð reynsla og það er geðveikt að spila í toppdeild."

Mikael hefur brugðið sér í allra kvikinda líki með Venezia eins og hann fer yfir í viðtalinu hér að ofan. Hann ræðir einnig um umgjörðina í ítölsku deildinni, stöðu Venezia sem er í neðsta sæti sem stendur og bróður sinn Markús Pál Ellertsson sem er 18 ára og fékk tækifæri með Fram í Bestu deildinni í sumar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner