Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
   mið 13. nóvember 2024 07:00
Elvar Geir Magnússon
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Icelandair
Mikael Egill hefur spilað hinar ýmsu stöður með Venezia í
Mikael Egill hefur spilað hinar ýmsu stöður með Venezia í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson siglir oft undir radarinn í umræðunni en hann er að spila í hverri viku í einni sterkustu deild heims, ítölsku A-deildinni. Nýlega skoraði hann sitt fyrsta mark í deildinni.

Mikael, sem er 22 ára og hefur spilað 17 landsleiki, er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svartfjallalandi og Wales en hann spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska liðsins í dag. Hvernig er hann gíraður er fyrir komandi leiki?

„Mjög gíraður, spenntur fyrir þessum leikjum. Þetta eru mikilvægir leikir sem við ætlum að vinna og reyna að ná öðru sæti í riðlinum," segir Mikael en annað sætið gefur umspil um að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Mikael hefur spilað ellefu leiki með Venezia í ítölsku A-deildinni, er með eitt mark og eina stoðsendingu fyrir liðið. Hann hefur verið byrjunarliðsmaður í flestum leikjunum.

„Það er frábært að vera að spila úti og það gefur manni mikið sjálfstraust. Það er eiginlega ólýsanlegt að spila í þessari deild, það er bara frábært. Mjög góð reynsla og það er geðveikt að spila í toppdeild."

Mikael hefur brugðið sér í allra kvikinda líki með Venezia eins og hann fer yfir í viðtalinu hér að ofan. Hann ræðir einnig um umgjörðina í ítölsku deildinni, stöðu Venezia sem er í neðsta sæti sem stendur og bróður sinn Markús Pál Ellertsson sem er 18 ára og fékk tækifæri með Fram í Bestu deildinni í sumar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 12 8 2 2 19 9 +10 26
2 Atalanta 12 8 1 3 31 15 +16 25
3 Fiorentina 12 7 4 1 25 10 +15 25
4 Inter 12 7 4 1 26 14 +12 25
5 Lazio 12 8 1 3 25 14 +11 25
6 Juventus 12 6 6 0 21 7 +14 24
7 Milan 11 5 3 3 20 14 +6 18
8 Bologna 11 4 6 1 15 13 +2 18
9 Udinese 12 5 1 6 15 18 -3 16
10 Empoli 12 3 6 3 9 10 -1 15
11 Torino 12 4 2 6 15 18 -3 14
12 Roma 12 3 4 5 14 17 -3 13
13 Parma 12 2 6 4 16 18 -2 12
14 Verona 12 4 0 8 17 27 -10 12
15 Como 12 2 4 6 13 23 -10 10
16 Cagliari 12 2 4 6 12 22 -10 10
17 Genoa 12 2 4 6 9 22 -13 10
18 Lecce 12 2 3 7 5 21 -16 9
19 Monza 12 1 5 6 10 15 -5 8
20 Venezia 12 2 2 8 11 21 -10 8
Athugasemdir
banner
banner