Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   mið 13. nóvember 2024 07:00
Elvar Geir Magnússon
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Icelandair
Mikael Egill hefur spilað hinar ýmsu stöður með Venezia í
Mikael Egill hefur spilað hinar ýmsu stöður með Venezia í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson siglir oft undir radarinn í umræðunni en hann er að spila í hverri viku í einni sterkustu deild heims, ítölsku A-deildinni. Nýlega skoraði hann sitt fyrsta mark í deildinni.

Mikael, sem er 22 ára og hefur spilað 17 landsleiki, er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svartfjallalandi og Wales en hann spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska liðsins í dag. Hvernig er hann gíraður er fyrir komandi leiki?

„Mjög gíraður, spenntur fyrir þessum leikjum. Þetta eru mikilvægir leikir sem við ætlum að vinna og reyna að ná öðru sæti í riðlinum," segir Mikael en annað sætið gefur umspil um að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Mikael hefur spilað ellefu leiki með Venezia í ítölsku A-deildinni, er með eitt mark og eina stoðsendingu fyrir liðið. Hann hefur verið byrjunarliðsmaður í flestum leikjunum.

„Það er frábært að vera að spila úti og það gefur manni mikið sjálfstraust. Það er eiginlega ólýsanlegt að spila í þessari deild, það er bara frábært. Mjög góð reynsla og það er geðveikt að spila í toppdeild."

Mikael hefur brugðið sér í allra kvikinda líki með Venezia eins og hann fer yfir í viðtalinu hér að ofan. Hann ræðir einnig um umgjörðina í ítölsku deildinni, stöðu Venezia sem er í neðsta sæti sem stendur og bróður sinn Markús Pál Ellertsson sem er 18 ára og fékk tækifæri með Fram í Bestu deildinni í sumar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner