Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 14. nóvember 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu á Spáni.
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu á Spáni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson hefur byrjað fjóra af fimmtán leikjum Plymouth í Championship-deildinni. Hann hefur komið inn af bekknum í blálokin í síðustu tveimur leikjum liðsins en Plymouth situr í átjánda sæti.

Guðlaugur Victor spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið hefur verið undanfarna daga við æfingar.

Honum líkar lífið vel í Plymouth og ensku Championship-deildinni þó hann sé ekki sáttur við spiltímann. Hann er í þeirri stöðu að vera að vinna í því á æfingasvæðinu að vinna sig framar í goggunarröðina.

„Ég er að fíla mig mjög vel, þetta hefur verið erfið byrjun og búið að vera bras hjá mér persónulega. Líka aðeins hjá liðinu. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið smá erfitt. Ég hef ekki spilað eins mikið og ég vildi. Ég meiddist í fyrsta leik tímabilsins og missti sæti mitt," segir Guðlaugur Victor sem bíður eftir því að fá tækifærið.

„Í Championship-deildinni er svo mikið af leikjum og þegar ég meiddist þá missti ég af mörgum leikjum. Þjálfarinn var búinn að finna sitt lið. Maður er bara með það hugarfar að mæta á hverjum degi og gera það sem maður getur gert og stjórnað því sem maður getur stjórnað."

„Deildin er rosalega góð og þetta er klárlega mestu gæði sem ég hef spilað í. Þetta er mjög skemmtilegt en auðvitað er maður í þessu til að spila og ég vil spila meiri fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner