Guðlaugur Victor Pálsson hefur byrjað fjóra af fimmtán leikjum Plymouth í Championship-deildinni. Hann hefur komið inn af bekknum í blálokin í síðustu tveimur leikjum liðsins en Plymouth situr í átjánda sæti.
Guðlaugur Victor spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið hefur verið undanfarna daga við æfingar.
Honum líkar lífið vel í Plymouth og ensku Championship-deildinni þó hann sé ekki sáttur við spiltímann. Hann er í þeirri stöðu að vera að vinna í því á æfingasvæðinu að vinna sig framar í goggunarröðina.
Guðlaugur Victor spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið hefur verið undanfarna daga við æfingar.
Honum líkar lífið vel í Plymouth og ensku Championship-deildinni þó hann sé ekki sáttur við spiltímann. Hann er í þeirri stöðu að vera að vinna í því á æfingasvæðinu að vinna sig framar í goggunarröðina.
„Ég er að fíla mig mjög vel, þetta hefur verið erfið byrjun og búið að vera bras hjá mér persónulega. Líka aðeins hjá liðinu. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið smá erfitt. Ég hef ekki spilað eins mikið og ég vildi. Ég meiddist í fyrsta leik tímabilsins og missti sæti mitt," segir Guðlaugur Victor sem bíður eftir því að fá tækifærið.
„Í Championship-deildinni er svo mikið af leikjum og þegar ég meiddist þá missti ég af mörgum leikjum. Þjálfarinn var búinn að finna sitt lið. Maður er bara með það hugarfar að mæta á hverjum degi og gera það sem maður getur gert og stjórnað því sem maður getur stjórnað."
„Deildin er rosalega góð og þetta er klárlega mestu gæði sem ég hef spilað í. Þetta er mjög skemmtilegt en auðvitað er maður í þessu til að spila og ég vil spila meiri fótbolta."
Athugasemdir