Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 14. nóvember 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu á Spáni.
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu á Spáni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson hefur byrjað fjóra af fimmtán leikjum Plymouth í Championship-deildinni. Hann hefur komið inn af bekknum í blálokin í síðustu tveimur leikjum liðsins en Plymouth situr í átjánda sæti.

Guðlaugur Victor spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið hefur verið undanfarna daga við æfingar.

Honum líkar lífið vel í Plymouth og ensku Championship-deildinni þó hann sé ekki sáttur við spiltímann. Hann er í þeirri stöðu að vera að vinna í því á æfingasvæðinu að vinna sig framar í goggunarröðina.

„Ég er að fíla mig mjög vel, þetta hefur verið erfið byrjun og búið að vera bras hjá mér persónulega. Líka aðeins hjá liðinu. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið smá erfitt. Ég hef ekki spilað eins mikið og ég vildi. Ég meiddist í fyrsta leik tímabilsins og missti sæti mitt," segir Guðlaugur Victor sem bíður eftir því að fá tækifærið.

„Í Championship-deildinni er svo mikið af leikjum og þegar ég meiddist þá missti ég af mörgum leikjum. Þjálfarinn var búinn að finna sitt lið. Maður er bara með það hugarfar að mæta á hverjum degi og gera það sem maður getur gert og stjórnað því sem maður getur stjórnað."

„Deildin er rosalega góð og þetta er klárlega mestu gæði sem ég hef spilað í. Þetta er mjög skemmtilegt en auðvitað er maður í þessu til að spila og ég vil spila meiri fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner