Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   fim 14. nóvember 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu á Spáni.
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu á Spáni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson hefur byrjað fjóra af fimmtán leikjum Plymouth í Championship-deildinni. Hann hefur komið inn af bekknum í blálokin í síðustu tveimur leikjum liðsins en Plymouth situr í átjánda sæti.

Guðlaugur Victor spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið hefur verið undanfarna daga við æfingar.

Honum líkar lífið vel í Plymouth og ensku Championship-deildinni þó hann sé ekki sáttur við spiltímann. Hann er í þeirri stöðu að vera að vinna í því á æfingasvæðinu að vinna sig framar í goggunarröðina.

„Ég er að fíla mig mjög vel, þetta hefur verið erfið byrjun og búið að vera bras hjá mér persónulega. Líka aðeins hjá liðinu. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið smá erfitt. Ég hef ekki spilað eins mikið og ég vildi. Ég meiddist í fyrsta leik tímabilsins og missti sæti mitt," segir Guðlaugur Victor sem bíður eftir því að fá tækifærið.

„Í Championship-deildinni er svo mikið af leikjum og þegar ég meiddist þá missti ég af mörgum leikjum. Þjálfarinn var búinn að finna sitt lið. Maður er bara með það hugarfar að mæta á hverjum degi og gera það sem maður getur gert og stjórnað því sem maður getur stjórnað."

„Deildin er rosalega góð og þetta er klárlega mestu gæði sem ég hef spilað í. Þetta er mjög skemmtilegt en auðvitað er maður í þessu til að spila og ég vil spila meiri fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner