Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
   þri 12. nóvember 2024 21:15
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Icelandair
Dagur Dan Þórhallsson.
Dagur Dan Þórhallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Orlando City.
Í leik með Orlando City.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Orlando City
Dagur Dan Þórhallsson er mættur með íslenska landsliðinu til Spánar þar sem undirbúningur er farinn af stað fyrir síðustu leiki liðsins í riðli Þjóðadeildarinnar, útileiki gegn Svartfjallalandi og Wales.

Steiktur í hausnum eftir ferðalagið
Dagur þurfti að ferðast lengstu vegalengdina af leikmönnum hópsins en hann kom til Spánar í flugi frá Bandaríkjunum þar sem hann spilar fyrir Orlando City í MLS-deildinni.

„Þetta var langt. Níu tímar til London og svo þrír tímar yfir, þetta tók langan tíma og maður er smá steiktur í höfðinu eftir ferðalagið," sagði Dagur Dan við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í kvöld. Hann var kallaður inn í hópinn og er ánægður með það.

„Bara geggjað, ekki hægt að kvarta. Ég hef beðið eftir þessu í langan tíma. Það hefur alltaf verið draumur að vera með landsliðinu í kringum alvöru leiki, ég hef bara verið kallaður inn í vináttulandsleiki. Þetta er bara snilld."

Algjör lífsgæði
Dagur, sem er 24 ára, er að klára sitt annað ár sem leikmaður Orlando. Hvernig er lífið í Orlando?

„Bara geðveikt. Maður fer út í sól og 30 gráður og maður getur verið á tánum nánast allan daginn. Þetta eru algjör lífsgæði og allt til alls."

Það geta þó orðið veðuröfgar en í siðasta mánuði skall hver hvirfilbylurinn á fætur öðrum á Flórída.

„Við þurftum að búa okkur undir eitthvað fáránlegt. Það var allt bensín búið og allur matur búinn. Allar bensínstöðvar voru lokaðar og fólk var að undirbúa það versta," segir Dagur en sem betur fer varð staðan ekki eins slæm og verstu spár höfðu sagt.

Orlando eða Álasund
Skiptar skoðanir eru á MLS-deildinni en Dagur segir að hún sé að þróast hratt og styrkleikarnir að aukast.

„Hún er bara geggjuð. Þetta er líklega ein besta ákvörðunin á mínum ferli. Valið stóð á milli Orlando og Álasunds en ég vildi prófa eitthvað annað en það sem ég hafði prófað. Deildin er á mikilli uppleið og held að hún sé komin í níunda sæti yfir bestu deildir í heimi."

Dagur var þekktur fyrir fjölhæfni sína þegar hann var einn besti leikmaður Íslandsmótsins með Breiðabliki en hefur verið að festa sig sem hægri bakvörður hjá Orlando. Er það orðin staðan hans núna?

„Já, ég held það. Ég held að ég geti líka náð lengst í þeirri stöðu," segir Dagur en í viðtalinu fer hann nánar yfir hvernig hlutverk hans er í þeirri stöðu hjá Orldando.

Messi skiptir fáránlega miklu máli í þessu öllu
Hvað ætlar hann að vera lengi í Bandaríkjunum, er áætlunin að fara þaðan í sterka deild í Evrópu?

„Ég er á öðru árinu mínu núna, það verður erfitt að fara ég get sagt þér það. Ég hélt að ég ætlaði bara að vera í tvö ár. Að ég myndi svo reyna að fara í eitthvað stærra. Það þarf að vera eitthvað mjög, mjög, mjög gott til að ég fari því mér líður hrikalega vel. Markmiðið er topp fimm deild einhvern tímann, hvort það gerist og ég sé nægilega góður verður bara að koma í ljós. Markmiðið er alltaf að komast til Evrópu og spila á Englandi, Ítalíu, Þýskalandi eða Spáni."

Dagur og félagar eru komnir áfram í MLS-úrslitakeppninni en Lionel Messi, einn besti fótboltamaður sögunnar, og félagar hans í Inter Miami eru hinsvegar óvænt fallnir úr leik. Hversu miklu máli skiptir Messi í bandaríska fótboltanum?

„Hann skiptir fáránlega miklu máli í þessu öllu. Það er talað um að hann hafi stækkað vörumerkið um marga milljónir dollara, sem er bara geðveikt. Með komu manna eins Messi, Jordi Alba, Sergio Busquets og Luis Suarez."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner