Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mið 13. nóvember 2024 14:42
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Icelandair
Jóhann Berg á æfingu í morgun.
Jóhann Berg á æfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hérna gifti ég mig og átti tvo yndislega daga með fjölskyldu og vinum. Það eru góðar minningar að koma hingað aftur," segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður landsliðsins.

Íslenska landsliðið er við æfingar á Spáni og gistir á lúxushótelinu þar sem Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir giftu sig á sumarið 2022.

„Þetta var stuttu eftir Covid og allir tilbúnir að kíkja út og skemmta sér vel. Það er yndislegt að koma hingað aftur og rifja upp góðar minningar. Ég þekki þetta svæði mjög vel og æfi hérna á hverju sumri. Hér eru frábærar aðstæður og gaman að koma hingað."

Finnst við á réttri leið
Ísland mætir Svartfjallalandi á laugardag og svo Wales á þriðjudag. Jóhann Berg vonar að þetta spilist þannig að leikurinn í Cardiff verði úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum.

„Þetta eru tveir leikir og markmiðið er alltaf að vinna þá. Það hefur ekki tekist nægilega vel að skila sigrum undanfarið en eins og ég er alltaf að segja þá finnst mér við á réttri leið. Það eru þessi smá mistök sem eru að koma í veg fyrir að við séum að sækja þrjá punkta,"

Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um endurkomu Arons Einars Gunnarssonar í liðið og svo auðvitað Sádi-Arabíu þar sem Jóhann er að spila.



Athugasemdir