„Hérna gifti ég mig og átti tvo yndislega daga með fjölskyldu og vinum. Það eru góðar minningar að koma hingað aftur," segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður landsliðsins.
Íslenska landsliðið er við æfingar á Spáni og gistir á lúxushótelinu þar sem Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir giftu sig á sumarið 2022.
Íslenska landsliðið er við æfingar á Spáni og gistir á lúxushótelinu þar sem Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir giftu sig á sumarið 2022.
„Þetta var stuttu eftir Covid og allir tilbúnir að kíkja út og skemmta sér vel. Það er yndislegt að koma hingað aftur og rifja upp góðar minningar. Ég þekki þetta svæði mjög vel og æfi hérna á hverju sumri. Hér eru frábærar aðstæður og gaman að koma hingað."
Finnst við á réttri leið
Ísland mætir Svartfjallalandi á laugardag og svo Wales á þriðjudag. Jóhann Berg vonar að þetta spilist þannig að leikurinn í Cardiff verði úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum.
„Þetta eru tveir leikir og markmiðið er alltaf að vinna þá. Það hefur ekki tekist nægilega vel að skila sigrum undanfarið en eins og ég er alltaf að segja þá finnst mér við á réttri leið. Það eru þessi smá mistök sem eru að koma í veg fyrir að við séum að sækja þrjá punkta,"
Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um endurkomu Arons Einars Gunnarssonar í liðið og svo auðvitað Sádi-Arabíu þar sem Jóhann er að spila.
Athugasemdir