Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   mið 13. nóvember 2024 14:42
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Icelandair
Jóhann Berg á æfingu í morgun.
Jóhann Berg á æfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hérna gifti ég mig og átti tvo yndislega daga með fjölskyldu og vinum. Það eru góðar minningar að koma hingað aftur," segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður landsliðsins.

Íslenska landsliðið er við æfingar á Spáni og gistir á lúxushótelinu þar sem Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir giftu sig á sumarið 2022.

„Þetta var stuttu eftir Covid og allir tilbúnir að kíkja út og skemmta sér vel. Það er yndislegt að koma hingað aftur og rifja upp góðar minningar. Ég þekki þetta svæði mjög vel og æfi hérna á hverju sumri. Hér eru frábærar aðstæður og gaman að koma hingað."

Finnst við á réttri leið
Ísland mætir Svartfjallalandi á laugardag og svo Wales á þriðjudag. Jóhann Berg vonar að þetta spilist þannig að leikurinn í Cardiff verði úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum.

„Þetta eru tveir leikir og markmiðið er alltaf að vinna þá. Það hefur ekki tekist nægilega vel að skila sigrum undanfarið en eins og ég er alltaf að segja þá finnst mér við á réttri leið. Það eru þessi smá mistök sem eru að koma í veg fyrir að við séum að sækja þrjá punkta,"

Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um endurkomu Arons Einars Gunnarssonar í liðið og svo auðvitað Sádi-Arabíu þar sem Jóhann er að spila.



Athugasemdir
banner
banner
banner