Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   fim 14. nóvember 2024 07:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hörkuleikur framundan og við mætum fínu liði sem hefur spilað betur og betur síðan við mættum þeim síðast," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason um komandi landsleik gegn Svartfjallalandi. Hann býst við virkilega erfiðum útileik.

Sverrir er algjör lykilmaður í vörn íslenska liðsins en hefur misst af leikjum vegna meiðsla, hvernig er skrokkurinn fyrir komandi leiki?

„Ég er bara fínn, ég er búinn að spila mikið af leikjum svo maður er að reyna að tjasla sér saman á milli leikja. Það er ekkert meiriháttar. Við verðum ferskir á laugardaginn."

Sverrir leikur með Panathinaikos en liðið vann síðasta leik sinn fyrir landsleikjagluggann og komst í pakkann í titilbaráttunni. Liðið er tveimur stigum frá toppnum en krafa stuðningsmanna er að það sé að berjast um titilinn.

Í viðtalinu, sem er í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Sverrir nánar um gríska boltann og endurkomu hans þangað.

Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff á þriðjudag úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner