De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 14. nóvember 2024 07:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hörkuleikur framundan og við mætum fínu liði sem hefur spilað betur og betur síðan við mættum þeim síðast," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason um komandi landsleik gegn Svartfjallalandi. Hann býst við virkilega erfiðum útileik.

Sverrir er algjör lykilmaður í vörn íslenska liðsins en hefur misst af leikjum vegna meiðsla, hvernig er skrokkurinn fyrir komandi leiki?

„Ég er bara fínn, ég er búinn að spila mikið af leikjum svo maður er að reyna að tjasla sér saman á milli leikja. Það er ekkert meiriháttar. Við verðum ferskir á laugardaginn."

Sverrir leikur með Panathinaikos en liðið vann síðasta leik sinn fyrir landsleikjagluggann og komst í pakkann í titilbaráttunni. Liðið er tveimur stigum frá toppnum en krafa stuðningsmanna er að það sé að berjast um titilinn.

Í viðtalinu, sem er í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Sverrir nánar um gríska boltann og endurkomu hans þangað.

Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff á þriðjudag úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner