Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 12. nóvember 2024 17:47
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum í landsleik.
Willum í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson ræddi við Fótbolta.net fyrir utan La Finca hótelið á Spáni í dag en hann er í íslenska landsliðshópnum sem er að búa sig undir leiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni.

Í viðtalinu ræðir Willum um komandi landsleiki og fleira en hann hefur verið að gera virkilega góða hluti með Birmingham í ensku C-deildinni. Hann er hæstánægður með skrefið að fara til Birmingham.

„Það er mjög næs, ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og líður bara vel þar," segir Willum. Hvernig er deildin, League One?

„Þetta er kannski ekki gæðamesta deildin en hún er alls ekki auðveld. Mörg lið sem spila 5-3-2. Þetta er mikil harka og liðin eiga það til að leggja rútuna, spila löngum fram og treysta á föst leikatriði. Þetta er erfitt og krefjandi en að sama skapi mjög skemmtilegt."

Stórstjörnur voru mættar
Birmingham er stórt félag sem á svo sannarlega ekki að vera svona neðarlega og Willum segir það augljóst.

„Maður fann það um leið og maður kom inn að þetta er klúbbur sem á alls ekki að vera í þessari deild, þetta er félag með flottan leikvang og flott æfingasvæði. Hann á alls ekki að vera þarna."

Fleiri augu beinast að þessari deild en oftast áður enda Birmingham og Hollywood-liðið Wrexham í henni.

   17.09.2024 10:30
Stórstjörnur mættu á C-deildarleikinn


„Það er mjög gaman, við spiluðum náttúrulega við Wrexham um daginn og stórstjörnur voru mættar á leikinn. Hann var á Sky og gerði þetta enn skemmtilegra."

Einn besti leikmaður deildarinnar
Willum var tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í deildinni í október og hefur hreinlega verið einn besti leikmaður deildarinnar.

„Ég er búinn að koma að tólf mörkum nú þegar og er mjög sáttur með mitt framlag og frammistöðu hingað til. Ég er að njóta þess að spila. Við reynum að halda mikið í boltann og skapa fleiri færi en andstæðingurinn. Ég held að við séum hæstir í possession á Englandi, með Premier league meðtalinni. Það kannski segir eitthvað. Það er okkar fótbolti," segir Willum.

Þegar samfélagsmiðlar eru skoðaðir sést strax að Willum er kominn í mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum liðsins. Finnur hann fyrir ástinni frá stuðningsmönnunum?

„Já ég geri það. Ég er ekki mikið að lesa kommentin á netinu en þegar maður rekst á þá niðri í bæ eða fyrir utan völlinn tek ég eftir því. Það fylgir því þegar vel gengur. Það væri kannski öðruvísi ef það gengi illa. Ég fann það strax þegar ég kom þangað að þetta var hárrétt skref fyrir mig."

   31.10.2024 13:30
Vill að Willum fái eilífðarsamning eftir frábæra byrjun

Athugasemdir
banner
banner