Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 14. nóvember 2024 09:50
Elvar Geir Magnússon
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron og Eiður Smári horfðu á Andra Licas á Stamford Bridge.
Sveinn Aron og Eiður Smári horfðu á Andra Licas á Stamford Bridge.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er brattur fyrir landsleikinn gegn Svartfjallalandi á laugardag. Hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið æfir fyrir komandi verkefni.

Meðal annars fór hann yfir byrjun sína hjá Gent í Belgíu en Andri er með tvö mörk og eina stoðsendingu í þrettán leikjum fyrir liðið í belgísku deildinni, þá er hann með eina stoðsendingu í þremur leikjum í Sambandsdeildinni.

Hvernig metur hann byrjun sína hjá Gent?

„Bara ágætlega, maður er nokkuð sáttur með þetta. Maður er að fá að spila og er að spila nokkuð vel. Það er allt nýtt, margir ungir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. Arnar (Þór Viðarsson) er nýkominn inn líka. Við erum að spila ágætlega, erum í fimmta sæti í deildinni og höfum unnið alla Evrópuleikina nema gegn Chelsea úti. Svo erum við komnir áfram í bikarnum svo við erum nokkuð sáttir," segir Andri Lucas.

Í síðasta mánuði fór hann á fornar slóðir föður síns þegar Gent heimsótti Chelsea í Sambandsdeildinni. Eiður Smári var í stúkunni og fleiri úr fjölskyldu Andra. Chelsea vann leikinn 4-2 en Andri segir að upplifunin á að spila á vellinum hafi verið frábær.

„Það var geggjað. Leikur sem allir fótboltamenn vilja spila, gegn Chelsea á Stamford Bridge. Það var geggjuð upplifun. Mamma og pabbi mættu, litla systir og stóri bróðir. Daníel Tristan komst því miður ekki. Þetta var geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu."

Í viðtalinu ræðir Andri um komandi landsleik, endurkomu Arons Einars og bróður sinn Daníel Tristan.
Athugasemdir
banner
banner
banner