Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 14. nóvember 2024 09:50
Elvar Geir Magnússon
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er brattur fyrir landsleikinn gegn Svartfjallalandi á laugardag. Hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið æfir fyrir komandi verkefni.

Meðal annars fór hann yfir byrjun sína hjá Gent í Belgíu en Andri er með tvö mörk og eina stoðsendingu í þrettán leikjum fyrir liðið í belgísku deildinni, þá er hann með eina stoðsendingu í þremur leikjum í Sambandsdeildinni.

Hvernig metur hann byrjun sína hjá Gent?

„Bara ágætlega, maður er nokkuð sáttur með þetta. Maður er að fá að spila og er að spila nokkuð vel. Það er allt nýtt, margir ungir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. Arnar (Þór Viðarsson) er nýkominn inn líka. Við erum að spila ágætlega, erum í fimmta sæti í deildinni og höfum unnið alla Evrópuleikina nema gegn Chelsea úti. Svo erum við komnir áfram í bikarnum svo við erum nokkuð sáttir," segir Andri Lucas.

Í síðasta mánuði fór hann á fornar slóðir föður síns þegar Gent heimsótti Chelsea í Sambandsdeildinni. Eiður Smári var í stúkunni og fleiri úr fjölskyldu Andra. Chelsea vann leikinn 4-2 en Andri segir að upplifunin á að spila á vellinum hafi verið frábær.

„Það var geggjað. Leikur sem allir fótboltamenn vilja spila, gegn Chelsea á Stamford Bridge. Það var geggjuð upplifun. Mamma og pabbi mættu, litla systir og stóri bróðir. Daníel Tristan komst því miður ekki. Þetta var geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu."

Í viðtalinu ræðir Andri um komandi landsleik, endurkomu Arons Einars og bróður sinn Daníel Tristan.
Athugasemdir
banner
banner