Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
   fim 14. nóvember 2024 09:50
Elvar Geir Magnússon
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er brattur fyrir landsleikinn gegn Svartfjallalandi á laugardag. Hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið æfir fyrir komandi verkefni.

Meðal annars fór hann yfir byrjun sína hjá Gent í Belgíu en Andri er með tvö mörk og eina stoðsendingu í þrettán leikjum fyrir liðið í belgísku deildinni, þá er hann með eina stoðsendingu í þremur leikjum í Sambandsdeildinni.

Hvernig metur hann byrjun sína hjá Gent?

„Bara ágætlega, maður er nokkuð sáttur með þetta. Maður er að fá að spila og er að spila nokkuð vel. Það er allt nýtt, margir ungir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. Arnar (Þór Viðarsson) er nýkominn inn líka. Við erum að spila ágætlega, erum í fimmta sæti í deildinni og höfum unnið alla Evrópuleikina nema gegn Chelsea úti. Svo erum við komnir áfram í bikarnum svo við erum nokkuð sáttir," segir Andri Lucas.

Í síðasta mánuði fór hann á fornar slóðir föður síns þegar Gent heimsótti Chelsea í Sambandsdeildinni. Eiður Smári var í stúkunni og fleiri úr fjölskyldu Andra. Chelsea vann leikinn 4-2 en Andri segir að upplifunin á að spila á vellinum hafi verið frábær.

„Það var geggjað. Leikur sem allir fótboltamenn vilja spila, gegn Chelsea á Stamford Bridge. Það var geggjuð upplifun. Mamma og pabbi mættu, litla systir og stóri bróðir. Daníel Tristan komst því miður ekki. Þetta var geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu."

Í viðtalinu ræðir Andri um komandi landsleik, endurkomu Arons Einars og bróður sinn Daníel Tristan.
Athugasemdir
banner
banner