Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fim 14. nóvember 2024 09:50
Elvar Geir Magnússon
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er brattur fyrir landsleikinn gegn Svartfjallalandi á laugardag. Hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið æfir fyrir komandi verkefni.

Meðal annars fór hann yfir byrjun sína hjá Gent í Belgíu en Andri er með tvö mörk og eina stoðsendingu í þrettán leikjum fyrir liðið í belgísku deildinni, þá er hann með eina stoðsendingu í þremur leikjum í Sambandsdeildinni.

Hvernig metur hann byrjun sína hjá Gent?

„Bara ágætlega, maður er nokkuð sáttur með þetta. Maður er að fá að spila og er að spila nokkuð vel. Það er allt nýtt, margir ungir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. Arnar (Þór Viðarsson) er nýkominn inn líka. Við erum að spila ágætlega, erum í fimmta sæti í deildinni og höfum unnið alla Evrópuleikina nema gegn Chelsea úti. Svo erum við komnir áfram í bikarnum svo við erum nokkuð sáttir," segir Andri Lucas.

Í síðasta mánuði fór hann á fornar slóðir föður síns þegar Gent heimsótti Chelsea í Sambandsdeildinni. Eiður Smári var í stúkunni og fleiri úr fjölskyldu Andra. Chelsea vann leikinn 4-2 en Andri segir að upplifunin á að spila á vellinum hafi verið frábær.

„Það var geggjað. Leikur sem allir fótboltamenn vilja spila, gegn Chelsea á Stamford Bridge. Það var geggjuð upplifun. Mamma og pabbi mættu, litla systir og stóri bróðir. Daníel Tristan komst því miður ekki. Þetta var geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu."

Í viðtalinu ræðir Andri um komandi landsleik, endurkomu Arons Einars og bróður sinn Daníel Tristan.
Athugasemdir
banner
banner
banner