Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mið 13. nóvember 2024 08:33
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Icelandair
Logi Tómasson landsliðsmaður.
Logi Tómasson landsliðsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virðingu á nafnið.
Virðingu á nafnið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með Strömsgodset í Noregi. Sparkspekingar telja að hann muni taka skrefið í sterkari deild bráðlega.

Það eru þó enn tvær umferðir eftir af norsku deildinni og Logi segir við Fótbolta.net að hann sé með einbeitinguna á að klára tímabilið áður en hann skoðar sín mál.

„Við erum að spila til 1. desember. Ég væri til í að þetta væri kannski búið aðeins fyrr en vellirnir eru flestir góðir og flest lið í gervigrasi. Svona er þetta," segir Logi sem er sáttur

„Já bara nokkuð sáttur. Það er búið að ganga vel hjá mér og liðinu er búið að ganga svona upp og niður. En síðustu sex leikir hafa verið góðir og við erum búnir að koma okkur upp í sjöunda sæti. Það er gaman þegar það gengur vel og maður verður að halda þessu áfram."

Logi segist setja stefnuna í boltanum eins hátt og mögulegt er að hann komist. En verður hann áfram í Noregi eftir þetta tímabil?

„Það er góð spurning. Þið verðið bara að fá að sjá það hvort eitthvað gerist. Ég er með fókusinn á að klára þessa landsleiki og svo þessa tvo leiki í Noregi. Maður er bara með fókus á einn leik í einu og sér svo hvað gerist," segir Logi sem vill lítið gefa upp en viðurkennir að það séu einhverjar þreifingar í gangi.

Gísli Gotti að standa sig mjög vel
Logi er uppalinn Víkingur og hefur haft gaman að því að fylgjast með velgengni síns liðs í Sambandsdeildinni.

„Geggjaðir leikir, liðið hefur verið að spila mjög vel. Það er erfitt að vera í öllum keppnum og maður sér að það þarf að vera með risahóp og það er ekki einu sinni nóg til að vinna deild eða bikar þetta tímabilið. Það hefur verið gaman að fylgjast með Víkingunum og Gísla Gotta vini mínum sem er að standa sig mjög vel þar," segir Logi sem var auðvitað svekktur með að Víkingur náði ekki að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

„Já já maður var smá pirraður en svona er fótbolti. Blikarnir áttu þetta skilið eftir þennan sigurinn. Ég hefði frekar viljað að Víkingar tækju þetta en svona er þetta."

Í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að ofan, ræðir Logi einnig um komandi landsleiki, golfkeppni milli landsliðsmanna og svo auðvitað tónlistina!


Athugasemdir