Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
   mið 13. nóvember 2024 08:33
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Icelandair
Logi Tómasson landsliðsmaður.
Logi Tómasson landsliðsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virðingu á nafnið.
Virðingu á nafnið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með Strömsgodset í Noregi. Sparkspekingar telja að hann muni taka skrefið í sterkari deild bráðlega.

Það eru þó enn tvær umferðir eftir af norsku deildinni og Logi segir við Fótbolta.net að hann sé með einbeitinguna á að klára tímabilið áður en hann skoðar sín mál.

„Við erum að spila til 1. desember. Ég væri til í að þetta væri kannski búið aðeins fyrr en vellirnir eru flestir góðir og flest lið í gervigrasi. Svona er þetta," segir Logi sem er sáttur

„Já bara nokkuð sáttur. Það er búið að ganga vel hjá mér og liðinu er búið að ganga svona upp og niður. En síðustu sex leikir hafa verið góðir og við erum búnir að koma okkur upp í sjöunda sæti. Það er gaman þegar það gengur vel og maður verður að halda þessu áfram."

Logi segist setja stefnuna í boltanum eins hátt og mögulegt er að hann komist. En verður hann áfram í Noregi eftir þetta tímabil?

„Það er góð spurning. Þið verðið bara að fá að sjá það hvort eitthvað gerist. Ég er með fókusinn á að klára þessa landsleiki og svo þessa tvo leiki í Noregi. Maður er bara með fókus á einn leik í einu og sér svo hvað gerist," segir Logi sem vill lítið gefa upp en viðurkennir að það séu einhverjar þreifingar í gangi.

Gísli Gotti að standa sig mjög vel
Logi er uppalinn Víkingur og hefur haft gaman að því að fylgjast með velgengni síns liðs í Sambandsdeildinni.

„Geggjaðir leikir, liðið hefur verið að spila mjög vel. Það er erfitt að vera í öllum keppnum og maður sér að það þarf að vera með risahóp og það er ekki einu sinni nóg til að vinna deild eða bikar þetta tímabilið. Það hefur verið gaman að fylgjast með Víkingunum og Gísla Gotta vini mínum sem er að standa sig mjög vel þar," segir Logi sem var auðvitað svekktur með að Víkingur náði ekki að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

„Já já maður var smá pirraður en svona er fótbolti. Blikarnir áttu þetta skilið eftir þennan sigurinn. Ég hefði frekar viljað að Víkingar tækju þetta en svona er þetta."

Í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að ofan, ræðir Logi einnig um komandi landsleiki, golfkeppni milli landsliðsmanna og svo auðvitað tónlistina!


Athugasemdir
banner
banner
banner