Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 08:20
Elvar Geir Magnússon
Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso
Powerade
Þessi stuðningsmaður Manchester United vill ekki missa Rashford.
Þessi stuðningsmaður Manchester United vill ekki missa Rashford.
Mynd: EPA
AC Milan gæti reynt við Felix.
AC Milan gæti reynt við Felix.
Mynd: Chelsea
Marcus Rashford er nánast í öllum slúðurpökkum, Willian er orðaður við endurkomu í enska boltann og Manchester City undirbýr tilboð í bakvörð Juventus. BBC tók saman helsta slúðrið sem er í gangi á þessum fallega föstudegi.

Borussia Dortmund hefur blandað sér í baráttu við AC Milan um framherjann Marcus Rashford (27) hjá Manchester United. (Florian Plettenberg)

AC Milan gæti reynt við Joao Felix (25), portúgalskan leikmann Chelsea, í staðinn fyrir Rashford. (Gazzetta)

Everton er að íhuga að fá Willian (36), fyrrum leikmann Chelsea og Arsenal, sem er félagslaus eftir að hafa yfirgefið Olympiakos í desember. (Telegraph)

Manchester City þyrfti að borga 67 milljónir punda fyrir Andrea Cambiaso (24), varnarmann Juventus og Ítalíu, í janúarglugganum. Ítalskir fjölmiðlar segja að tilboð sé væntanlegt. (Gianluca di Marzii)

Arsenal hefur samið um persónuleg kjör og mikla launahækkun við spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (25) hjá Real Sociedad. (Football Transfers)

West Ham og Tottenham hafa áhuga á að fá Ansu Fati (22), framherja Barcelona sem var hjá Brighton á láni. (Sport)

Real Madrid hefur áhuga á að fá William Saliba (23), miðvörð Arsenal og Frakklands, í sumar. (Foot Mercato)

Sádi-arabíska félagið Al-Hilal hefur hafið samningaviðræður á ný við fulltrúa Liverpool og egypska sóknarmannsins Mohamed Salah. (L'Equipe)

Nottingham Forest mun reyna við Yoane Wissa, framherja Brentford og Kongó, ef Awoniyi yfirgefur félagið í þessum mánuði. (Telegraph)

Dortmund hefur áhuga á Kevin Schade (23), kantmanni Brentford og Þýskalands. (Bild)

Atlanta United hefur boðið 15 milljónir punda í franska sóknarmanninn Odsonne Edouard (27) hjá Crystal Palace en hann er í láni hjá Leicester City. (Mail)

Chelsea er í viðræðum við Borussia Dortmund um kaup á þýska framherjanum Karim Adeyemi (22) í sumar. (Bild)

Manchester United mun reyna að fá Rayan Ait-Nouri (23), alsírskan varnarmann Wolves, ef Tyrell Malacia (25), varnarmaður Hollands, fer til Juventus. (Caught Offside)

West Ham er að íhuga að fá hinn 27 ára gamla Nottingham Forest og nígeríska framherja Taiwo Awoniyi. (Florian Plettenberg)
Athugasemdir
banner
banner