Svartfjallaland
0
2
Ísland
0-1
Orri Steinn Óskarsson
'74
0-2
Ísak Bergmann Jóhannesson
'88
16.11.2024 - 17:00
Gradski stadion - Niksic
Þjóðadeildin
Aðstæður: Völlurinn slakur
Dómari: Sven Jablonski (Þýskaland)
Áhorfendur: 4 þúsund
Gradski stadion - Niksic
Þjóðadeildin
Aðstæður: Völlurinn slakur
Dómari: Sven Jablonski (Þýskaland)
Áhorfendur: 4 þúsund
Byrjunarlið:
13. Igor Nikic (m)
3. Risto Radunovic
5. Igor Vujacic
7. Driton Camaj
('68)
8. Marko Jankovic
11. Nikola Krstovic
15. Nikola Sipcic
16. Vladimir Jovovic
18. Marko Bakic
22. Andrija Radulovic
('46)
23. Adam Marusic
Varamenn:
1. Milan Mijatovic (m)
12. Danijel Petkovic (m)
2. Andrija Vukcevic
4. Marko Vukcevic
6. Marko Tuci
9. Stefan Mugosa
('68)
14. Edvin Kuc
('46)
17. Milan Vukotic
19. Slobodan Rubezic
21. Ilija Vukotic
Liðsstjórn:
Robert Prosinecki (Þ)
Gul spjöld:
Marko Jankovic ('58)
Risto Radunovic ('66)
Adam Marusic ('66)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þungt var það en þrjú stig eru þrjú stig og við tökum þau. Seiglusigur má með sanni segja.
Umfjöllun og viðtöl frá Svartfjallalandi væntanleg.
Umfjöllun og viðtöl frá Svartfjallalandi væntanleg.
93. mín
Svartfellingar sækja, boltinn inn á teiginn frá hægri og fellur fyrir fætur Mugosa sem nær skotinu. Hittir þó ekki markið og boltinn yfir.
Svartfellingar sækja, boltinn inn á teiginn frá hægri og fellur fyrir fætur Mugosa sem nær skotinu. Hittir þó ekki markið og boltinn yfir.
92. mín
Mikael Egill
Ísak setur Mikael í gegn, hann kemur sér inn á teiginn og nær skotinu en boltinn framhjá.
Boltinn skoppaði illa fyrir hann á lélegum vellinum.
Ísak setur Mikael í gegn, hann kemur sér inn á teiginn og nær skotinu en boltinn framhjá.
Boltinn skoppaði illa fyrir hann á lélegum vellinum.
89. mín
Orri verið örlagavaldur í dag. Ekki í fyrsta sinn og alls ekki það síðasta.
Inn:Willum Þór Willumsson (Ísland)
Út:Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Orri verið örlagavaldur í dag. Ekki í fyrsta sinn og alls ekki það síðasta.
88. mín
MARK!
Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Stoðsending: Andri Lucas Guðjohnsen
Stoðsending: Andri Lucas Guðjohnsen
MAAAARK!
Skyndisókn eins og þær gerast bestar!
Við vinnum boltann við eigin vítateig. Orri og Andri spila sig úr pressu og kemst Orri í autt svæði úti hægra megin. Hann keyrir upp völlinn og finnur Andra í hlaupinu við D-bogann. Andri framlengir boltann á Ísak sem leggur boltann fyrir og hamarar honum í nær hornið.
Við vinnum boltann við eigin vítateig. Orri og Andri spila sig úr pressu og kemst Orri í autt svæði úti hægra megin. Hann keyrir upp völlinn og finnur Andra í hlaupinu við D-bogann. Andri framlengir boltann á Ísak sem leggur boltann fyrir og hamarar honum í nær hornið.
85. mín
Arnór Ingvi sest á völlinn og kveinkar sér.
Völlurinn eflaust haft sitt að segja.
Völlurinn eflaust haft sitt að segja.
82. mín
Mugosa í færi á ný
Heimamenn eiga of auðvelt með að koma boltanum inn á teiginn. Mugosa mætir í hlaupið og nær skalla á markið en Hákon vel staðsettur og handsamar boltann.
79. mín
Svartfellingar ógna
Stefan Mugosa í hörkufæri eftir tilviljanakennda sókn Svartfellinga. Nær ekki að stýra skotinu á markið og setur boltann yfir.
Stefan Mugosa í hörkufæri eftir tilviljanakennda sókn Svartfellinga. Nær ekki að stýra skotinu á markið og setur boltann yfir.
77. mín
Vladimir Jovovic að vinna sig í færi í teignum en á verulega slakt skot sem siglir hættulaust framhjá markinu.
74. mín
MARK!
Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Stoðsending: Mikael Egill Ellertsson
Stoðsending: Mikael Egill Ellertsson
MAAAARK!
Jóhann Berg með fyrirgjöf frá hægri. Svartfellingar í basli með boltann og skalla hann beint upp í loftið, Mikael Egill fyrstur á boltann og skallar hann til Orra sem er aleinn á markteig og getur ekki annað en sett hann í netið af stuttu færi.
Jóhann Berg með fyrirgjöf frá hægri. Svartfellingar í basli með boltann og skalla hann beint upp í loftið, Mikael Egill fyrstur á boltann og skallar hann til Orra sem er aleinn á markteig og getur ekki annað en sett hann í netið af stuttu færi.
73. mín
Gult spjald: Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Finnst á sér brotið og lætur aðstoðardómara heyra það.
72. mín
Gult spjald: Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Brotið á Orra sem að er vel pirraður og ýtir frá sér.
Svartfellingurinn lætur sem hann sé stórslasaður.
Svartfellingurinn lætur sem hann sé stórslasaður.
72. mín
Mikael Egill með vonda sendingu og Svartfellingar bruna af stað í skyndisókn. Framkvæmd hennar döpur og ekkert verður úr.
70. mín
Ísak kemur inn af krafti og fer á fullu gasi í pressuna hátt á vellinum og vinnur boltann.
Vonandi merki um jákvæða breytingu.
Vonandi merki um jákvæða breytingu.
68. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland)
Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Age reynir að hrista eitthvað upp í hlutunum og fær inn ferska fætur.
64. mín
Svartfellingar sækja
Komast full auðveldlega upp vinstra megin, vinna horn.
Boltinn fyrir markið en skalli Nikola Sipcic vel yfir markið.
Komast full auðveldlega upp vinstra megin, vinna horn.
Boltinn fyrir markið en skalli Nikola Sipcic vel yfir markið.
58. mín
Orri í skotfæri eftir snarpa sókn. Nær fínum krafti í skotið en Nikic ver í horn.
Orri í skotfæri eftir snarpa sókn. Nær fínum krafti í skotið en Nikic ver í horn.
58. mín
Gult spjald: Marko Jankovic (Svartfjallaland)
Dómarinn þátttakandi í leiknum
Sven Jablonski gerir gríðarlega vel í að stöðva sókn Svartfellinga. Arnór Ingvi brunar upp og Jankovic tekur hann niður.
Vel ósáttur með dómarann.
Svartfellingar ósáttir með að dómari leiksins hafi stigið fyrir leikmann liðsins við vítateig Íslands og hafi með því búið til skyndisóknar möguleika fyrir Íslendinga.
Vel ósáttur með dómarann.
Svartfellingar ósáttir með að dómari leiksins hafi stigið fyrir leikmann liðsins við vítateig Íslands og hafi með því búið til skyndisóknar möguleika fyrir Íslendinga.
55. mín
Aftur Nikola Krstovic
Fær boltann í teignum með Sverri í bakinu. Reynir að snúa hann af sér en missir boltann frá sér. Hendir sér í grasið og nær betri höggum í grasið en sáust í boxbardaga síðastliðinnar nætur.
Fær boltann í teignum með Sverri í bakinu. Reynir að snúa hann af sér en missir boltann frá sér. Hendir sér í grasið og nær betri höggum í grasið en sáust í boxbardaga síðastliðinnar nætur.
54. mín
Heimamenn í færi
Nikola Krstovic í fínu færi eftir hraða sókn Svartfellinga. Fær boltanum í teignum en á slakt skot sem fer talsvert framhjá.
52. mín
Svartfellingar þrýsta á okkur
Ná að ýta varnarlínu okkar ansi neðarlega. Boltinn fyrir markið en Sverrir Ingi skallar frá. Brotið á honum í þokkabót og Ísland á boltann.
Ná að ýta varnarlínu okkar ansi neðarlega. Boltinn fyrir markið en Sverrir Ingi skallar frá. Brotið á honum í þokkabót og Ísland á boltann.
51. mín
Nokkuð rólegt yfir þessu
Það er helst að völlurinn sé að skapa einhvern usla. Menn eiga oft á tíðum í basli með að fóta sig.
Það er helst að völlurinn sé að skapa einhvern usla. Menn eiga oft á tíðum í basli með að fóta sig.
46. mín
Jóhann Berg í fínni stöðu
Vinnur skallaeinvígi því sem næst inn á markteig Svartfellinga en nærekki að stýra boltanunm á markið.
Vinnur skallaeinvígi því sem næst inn á markteig Svartfellinga en nærekki að stýra boltanunm á markið.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
45 mínútur sem verða vonandi betri en í fyrri hálfleik.
Vallaraðstæður leggjast misvel í netverja
Maður saknar þess nú bara að æfa í reiðhöllinni#MNEICE
— Danni ?????? Hjalta (@DanniHjalta) November 16, 2024
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks
Með boltann: 53% - 47%
Marktilraunir: 7-6
Hornspyrnur: 3-1
Heppnaðar sendingar: 149-127
Rangstöður: 5-0
Marktilraunir: 7-6
Hornspyrnur: 3-1
Heppnaðar sendingar: 149-127
Rangstöður: 5-0
45. mín
Hálfleikur
Sá þýski flautar til hálfleiks
Ekkert sérstök frammistaða hjá Íslandi í fyrri hálfleik en það eru möguleikar í þessu...
45. mín
0-0
Staðan er enn 0-0 í leik Tyrklands og Wales. Ef báðir leikir enda með jafntefli þá verður staðfest að Ísland mun enda í þriðja sæti. Ég heyri að í Tyrkklandi séu heimamenn með mikla yfirburði en hafi ekki náð að breyta þeim í mark.
45. mín
JÓI BERG.... FRAMHJÁ!
Jói fær góða sendingu frá Orra og kemur sér í skotstöðu en boltinn siglir meðfram grasinu og framhjá fjærstönginni.
45. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur, meiðsli Arons og VAR skoðunin orsaka þetta.
43. mín
Gult spjald: Logi Tómasson (Ísland)
Gult fyrir brot
Logi verður ekki með gegn Wales, er kominn í bann.
37. mín
Heimamenn nálægt!
Þrumufleygur frá Adam Marusic sem fer í hliðarnetið!! Hefði orðið draumamark ef hann hefði hitt á rammann.
35. mín
ARNÓR INGVI Í HÖRKUFÆRI!
Fín sókn Íslands em endar með því að Arnór Ingvi fær flott færi í teignum en skýtur framhjá!
34. mín
Jón Dagur að komast upp vinstra megin en Adam Marusic sýnir hraða sinn, kemst framfyrir hann og nær boltanum.
31. mín
Heimamenn talsvert meira með boltann en ekki mjög mikil hætta að koma af tilraunum þeirra. Marko Bakic með skot rosalega hátt yfir.
26. mín
Stuðningsmenn Svartfjallalands kveiktu á blysum þegar boltinn fór í netið. Góður reykur yfir vellinum núna.
23. mín
MARK.... EN TEKIÐ AF EFTIR VAR SKOÐUN
Svartfjallaland kemur boltanum í markið en það er verið að skoða þetta í VAR...... held að þetta muni ekki telja. Það var rangstaða.
Jú staðfest, staðan er enn 0-0. Hákon varði virkilega vel en hélt boltanum ekki, þá kom Svartfellingur og kom knettinum í netið en rangstaða dæmd.
Jú staðfest, staðan er enn 0-0. Hákon varði virkilega vel en hélt boltanum ekki, þá kom Svartfellingur og kom knettinum í netið en rangstaða dæmd.
21. mín
Jón Dagur með fyrirgjöf, Jói Berg í baráttu í teignum en heimamenn ná að koma boltanum frá.
19. mín
Inn:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Út:Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland)
Jói Berg tekur við fyrirliðabandinu
19. mín
Aron þarf að fara af velli
Þetta eru heldur betur vond tíðindi fyrir íslenska liðið.
18. mín
Aron Einar er lagstur á grasið. Vonandi er þetta ekki alvarlegt. Það var enginn nálægt Aroni þegar hann fór skyndilega í grasið.
15. mín
Driton Camaj með skot sem Valgeir Lunddal kemst fyrir. Vladimir Jovovic reynir svo fyrirgjöf en boltinn flýgur afturfyrir.
12. mín
ORRI MEÐ SKOT Í HLIÐARNETIÐ!
Jón Dagur með sendingu á Orra sem er að brjóta sér leið í gegn, tekur skot sem varnarmaður nær að kasta sér fyrir, fær svo boltann aftur og lætur vaða en í hliðarnetið. Virtist hika aðeins þarna hann Orri þegar hann komst fyrst í færið.
Hvað er að Fjalar?
Er í lagi með Fjalar Þorgeirs? Hvað eeer maðurinn með í eyrunum?! ???? pic.twitter.com/o6jYQYxu2X
— Jói Ástvalds (@JoiPall) November 16, 2024
11. mín
Túnið ekki spes
Völlurinn er alls ekki góður og menn eru aðeins að venjast undirlaginu.
9. mín
Aukaspyrna á frábærum stað!
Aron Einar er sparkaður niður rétt fyrir utan D-bogann! Ísland fær aukaspyrnu á frábærum stað.
8. mín
Fjórir á hættusvæði
Þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Hákon Rafn Valdimarsson, Logi Tómasson og Mikael Egill Ellertsson verða í leikbanni gegn Wales á þriðjudag ef þeir fá gult spjald í dag. Aðrir eru ekki á hættusvæði.
8. mín
Ísland fær horn
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri og Orri nálægt því að koma sér í hörkufæri. Jón Dagur vinnur svo hornspyrnu.
7. mín
Andri Lucas tekinn niður á miðjum vallarhelmingi Svartfellinga. Ísland fær aukaspyrnu. Hvað er Sölvi búinn að teikna?
6. mín
Radulovic með fyrirgjjöf inn í teiginn en Sverrir skallar frá. Ísland fer upp í sókn, Jói Berg leitar inn og tekur skotið af löngu færi en beint í varnarmann.
5. mín
Hákon ver
Andrija Radulovic með fast skot á markið sem Hákon ver. Þetta kom eftir hornspyrnuna. Fyrsta marktilraun leiksins.
5. mín
Rúnar Þór 24. maður í dag
Rúnar Þór Sigurgeirsson er 24. maður í dag og er því ekki í leikmannahópnum í þessum leik. Hann var kallaður inn í hópinn vegna meiðsla Hlyns Freys Karlssonar.
4. mín
Aron missir af boltanum og Svartfellingar komast í hættulega sókn, koma sér inn í teiginn og ná að vinna hornspyrnu. Aron setti boltann afturfyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrjuðu með knöttinn
Ísland er í hvítu treyjunum í dag, alhvítir frá toppi til táar.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar og máninn hátt á himni skín
Hið stórkostlega Þjóðadeildarstef ómar. Næst á dagskrá eru þjóðsöngvarnir. Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Fyrir leik
Fjölmiðlastúkan spáir:
Ívar Fannar, tökumaður á Stöð 2 Sport: 1-2.
Aron Guðmundsson, Stöð 2 Sport: 0-3.
Jóhann Ingi Hafþórsson, mbl: 1-1.
Elvar Geir Magnússon, Fótbolta.net: 0-2.
Ívar Fannar, tökumaður á Stöð 2 Sport: 1-2.
Aron Guðmundsson, Stöð 2 Sport: 0-3.
Jóhann Ingi Hafþórsson, mbl: 1-1.
Elvar Geir Magnússon, Fótbolta.net: 0-2.
Fyrir leik
Svartfjallaland fellur ef liðið vinnur ekki
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir heimamenn en ef þeir vinna ekki sigur hér í kvöld þá er ljóst að liðið mun enda í neðsta sæti riðilsins og falla þar með beint niður í C-deild Þjóðadeildarinnar.
Fyrir leik
Þrjár breytingar
Þrjár breytingar á byrjunarlliði Íslands frá tapinu fyrir Tyrklandi á heimavelli í síðasta mánuði. Aron Einar Gunnarsson, Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson koma inn. Daníel Leó Grétarsson, Mikael Anderson og Mikael Egill Ellertsson fara úr byrjunarliðinu. Daníel Leó og Mikael Anderson eru ekki með í þessu verkefni.
Fyrir leik
Aron Einar með bandið - Jói Berg á kantinum
Aron Einar Gunnarsson er með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Arnór Ingvi Traustason er meðal byrjunarliðsmanna en Willum Þór Willumsson er á bekknum. Jóhann Berg Guðmundsson spilar á kantinum en fróður maður segir að það séu tvö ár síðan hann spilaði þar með landsliðinu síðast.
Aron Einar Gunnarsson er með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Arnór Ingvi Traustason er meðal byrjunarliðsmanna en Willum Þór Willumsson er á bekknum. Jóhann Berg Guðmundsson spilar á kantinum en fróður maður segir að það séu tvö ár síðan hann spilaði þar með landsliðinu síðast.
Fyrir leik
Sviðið er klárt í Svartfjallalandi #fotboltinet pic.twitter.com/hBKjZb3WG2
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 16, 2024
Fyrir leik
Viðtöl í aðdraganda leiksins
14.11.2024 09:50
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
14.11.2024 07:30
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
13.11.2024 14:42
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
13.11.2024 07:00
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
12.11.2024 17:47
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
12.11.2024 21:15
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
14.11.2024 10:30
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
13.11.2024 08:33
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Fyrir leik
Jovetic í banni
Þekktasti leikmaður Svartfellinga, Stevan Jovetic, tekur út leikbann. Hann fékk gult í fyrri leiknum gegn Íslandi og svo gegn Wales í síðasta glugga.
Svartfellingar hafa tapað sex síðustu leikjum, þar af öllum fjórum leikjum sínum í riðli Þjóðadeildarinnar.
„Þetta er ekki ánægjuleg staða en er hinsvegar staðreynd. Við eigum tvo leiki og einbeitum okkur núna að Íslandi," segir Prosinecki.
Driton Camaj, leikmaður Svartfjallalands, hefur fulla trú á því að sigur vinnist gegn Íslendingum: „Við skoðuðum fyrri leikinn (sem Ísland vann 2-0), þeir skoruðu tvisvar í uppbótartíma en annars sköpuðu þeir sér ekkert. Ísland er ekki betra lið en við," segir Camaj.
Svartfellingar hafa tapað sex síðustu leikjum, þar af öllum fjórum leikjum sínum í riðli Þjóðadeildarinnar.
„Þetta er ekki ánægjuleg staða en er hinsvegar staðreynd. Við eigum tvo leiki og einbeitum okkur núna að Íslandi," segir Prosinecki.
Driton Camaj, leikmaður Svartfjallalands, hefur fulla trú á því að sigur vinnist gegn Íslendingum: „Við skoðuðum fyrri leikinn (sem Ísland vann 2-0), þeir skoruðu tvisvar í uppbótartíma en annars sköpuðu þeir sér ekkert. Ísland er ekki betra lið en við," segir Camaj.
Fyrir leik
4 þúsund áhorfendur
Völlurinn í Niksic tekur 5500 áhorfendur en búist er við að 4000 verði á leiknum í kvöld. Þar af er vitað af örfáum Íslendingum, færri en fimm.
Svartfjallaland er ekki fjölmennt land en þar búa rúmlega 630 þúsund manns. Það er fallegt veður í Niksic í dag, 11 stiga hiti sól og logn. Þegar leikurinn hefst og sólin er sest ætti að kólna nokkuð og þá verður aðeins 2 stiga hiti.
Fréttamenn á vellinum verða 26 í dag, 10 ljósmyndarar, tvær sjónvarpsstöðvar og ein útvarpsstöð.
Svartfjallaland er ekki fjölmennt land en þar búa rúmlega 630 þúsund manns. Það er fallegt veður í Niksic í dag, 11 stiga hiti sól og logn. Þegar leikurinn hefst og sólin er sest ætti að kólna nokkuð og þá verður aðeins 2 stiga hiti.
Fréttamenn á vellinum verða 26 í dag, 10 ljósmyndarar, tvær sjónvarpsstöðvar og ein útvarpsstöð.
Fyrir leik
Vonumst eftir úrslitaleik
„Við horfum í að reyna að taka þrjú stig á móti Svartfjallalandi og vonandi verða hagstæð úrslit í hinum leiknum svo við fáum úrslitaleik gegn Wales um annað sætið í riðlinum," segir Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður Íslands.
„Það yrði mjög gaman, flottur leikvangur og væri gaman að spila úrslitaleik þar. Fá leik um að komast í umspil um að komast upp í A-deildina."
„Við horfum í að reyna að taka þrjú stig á móti Svartfjallalandi og vonandi verða hagstæð úrslit í hinum leiknum svo við fáum úrslitaleik gegn Wales um annað sætið í riðlinum," segir Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður Íslands.
„Það yrði mjög gaman, flottur leikvangur og væri gaman að spila úrslitaleik þar. Fá leik um að komast í umspil um að komast upp í A-deildina."
Fyrir leik
Aron Einar spilar sinn fyrsta landsleik í heilt ár
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn.
„Það er frábært að fá Aron aftur inn. Þeir sem hafa fylgst með landsliðinu vita hvað hann gerir fyrir liðið og hvernig leikmaður hann er. Það er frábært að fá hann til baka, það hafa líka varnarmenn dottið úr hópnum og við erum þunnskipaðir þarna eins og staðan er núna. Það er frábært að að hann sé kominn á gott ról aftur og getur hjálpað liðinu," segir Sverrir Ingi Ingason um endurkomu Arons.
„Við þurfum á öllum að halda, þegar við spilum með þriggja daga millibili þurfum við að vera með hóp sem getur sótt úrslit. Það hefur háð okkur í þessum gluggum að við höfum átt fínan fyrri leik en seinni leikurinn ekki fylgt með. Aroni líður vel í skrokknum og er búinn að vera að spila og það er frábært fyrir okkur."
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn.
„Það er frábært að fá Aron aftur inn. Þeir sem hafa fylgst með landsliðinu vita hvað hann gerir fyrir liðið og hvernig leikmaður hann er. Það er frábært að fá hann til baka, það hafa líka varnarmenn dottið úr hópnum og við erum þunnskipaðir þarna eins og staðan er núna. Það er frábært að að hann sé kominn á gott ról aftur og getur hjálpað liðinu," segir Sverrir Ingi Ingason um endurkomu Arons.
„Við þurfum á öllum að halda, þegar við spilum með þriggja daga millibili þurfum við að vera með hóp sem getur sótt úrslit. Það hefur háð okkur í þessum gluggum að við höfum átt fínan fyrri leik en seinni leikurinn ekki fylgt með. Aroni líður vel í skrokknum og er búinn að vera að spila og það er frábært fyrir okkur."
Fyrir leik
Þjóðverjar sjá um dómgæsluna
Dómari úr þýsku Bundesligunni mun dæma leikinn. Hann heitir Sven Jablonski og er 34 ára gamall. Hann hefur verið að dæma í Evrópudeildinni og þá dæmdi hann fyrr á árinu Þjóðadeildarleik Svía og Eista.
Hann starfar sem bankagjaldkeri auk dómgæslunnar og hefur dæmt áður hjá íslensku landsliði en það var markalaus leikur Íslands og Grikklands á EM U19 á Möltu á síðasta ári.
Dómari úr þýsku Bundesligunni mun dæma leikinn. Hann heitir Sven Jablonski og er 34 ára gamall. Hann hefur verið að dæma í Evrópudeildinni og þá dæmdi hann fyrr á árinu Þjóðadeildarleik Svía og Eista.
Hann starfar sem bankagjaldkeri auk dómgæslunnar og hefur dæmt áður hjá íslensku landsliði en það var markalaus leikur Íslands og Grikklands á EM U19 á Möltu á síðasta ári.
Fyrir leik
Staðan
Svartfellingar eru án stiga á botni riðilsins í Þjóðadeildinni en þeir töpuðu 2-0 gegn Íslandi á Laugardalsvelli í september. Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörk Íslands. Síðan þá hefur liðið tapað hinum þremur leikjum sínum í riðlinum öllum með eins marks mun.
Liðið sem endar neðst fellur beint niður í C-deild en liðið í þriðja sæti fer í umspil um að halda sér í B-deild. Ísland á enn möguleika á öðru sæti sem gefur umspil um að komast upp í A-deild. Liðið sem vinnur riðilinn fer beint upp í A-deild.
Svartfellingar eru án stiga á botni riðilsins í Þjóðadeildinni en þeir töpuðu 2-0 gegn Íslandi á Laugardalsvelli í september. Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörk Íslands. Síðan þá hefur liðið tapað hinum þremur leikjum sínum í riðlinum öllum með eins marks mun.
Liðið sem endar neðst fellur beint niður í C-deild en liðið í þriðja sæti fer í umspil um að halda sér í B-deild. Ísland á enn möguleika á öðru sæti sem gefur umspil um að komast upp í A-deild. Liðið sem vinnur riðilinn fer beint upp í A-deild.
Fyrir leik
Velkomin til Niksic!
Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni klukkan 17 að íslenskum tíma. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í riðli Þjóðadeildarinnar, á þriðjudaginn verður leikið gegn Wales í Cardiff.
Leikur dagsins verður spilaður í borginni Niksic en ekki í höfuðborginni Podgorica. Vallarflöturinn á þjóðarleikvangnum er ekki nægilega góður og því var leikurinn færður hingað.
Ísland er í þriðja sæti í riðlinum og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Age Hareide landsliðsþjálfari vonast hinsvegar til þess að geta hreppt annað sætið sem gefur umspil um að fara upp í A-deildina.
„Til að byrja með leggjum við alla áhersluna á að ná góðum úrslitum á móti Svartfjallalandi, sem gæti sett okkur í þá stöðu að vera að spila úrslitaleik við Wales um 2. sætið, sem myndi gefa okkur umspilsleiki um að komast upp um deild," segir Hareide.
„En það veltur auðvitað líka á úrslitunum í leik Tyrklands og Wales, þannig að leikurinn við Svartfjallaland hefur algjöran forgang."
Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni klukkan 17 að íslenskum tíma. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í riðli Þjóðadeildarinnar, á þriðjudaginn verður leikið gegn Wales í Cardiff.
Leikur dagsins verður spilaður í borginni Niksic en ekki í höfuðborginni Podgorica. Vallarflöturinn á þjóðarleikvangnum er ekki nægilega góður og því var leikurinn færður hingað.
Ísland er í þriðja sæti í riðlinum og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Age Hareide landsliðsþjálfari vonast hinsvegar til þess að geta hreppt annað sætið sem gefur umspil um að fara upp í A-deildina.
„Til að byrja með leggjum við alla áhersluna á að ná góðum úrslitum á móti Svartfjallalandi, sem gæti sett okkur í þá stöðu að vera að spila úrslitaleik við Wales um 2. sætið, sem myndi gefa okkur umspilsleiki um að komast upp um deild," segir Hareide.
„En það veltur auðvitað líka á úrslitunum í leik Tyrklands og Wales, þannig að leikurinn við Svartfjallaland hefur algjöran forgang."
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Valgeir Lunddal Friðriksson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Logi Tómasson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
9. Orri Steinn Óskarsson
('89)
11. Jón Dagur Þorsteinsson
('68)
16. Stefán Teitur Þórðarson
('68)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
('19)
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Andri Lucas Guðjohnsen
Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
13. Lukas J. Blöndal Petersson (m)
2. Alfons Sampsted
4. Guðlaugur Victor Pálsson
('19)
8. Brynjólfur Willumsson
10. Ísak Bergmann Jóhannesson
('68)
14. Dagur Dan Þórhallsson
15. Willum Þór Willumsson
('89)
18. Sævar Atli Magnússon
19. Júlíus Magnússon
20. Andri Fannar Baldursson
23. Mikael Egill Ellertsson
('68)
Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Davíð Snorri Jónasson
Sölvi Geir Ottesen
Fjalar Þorgeirsson
Gul spjöld:
Logi Tómasson ('43)
Orri Steinn Óskarsson ('72)
Andri Lucas Guðjohnsen ('73)
Rauð spjöld: