Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni. Valur Gunnarsson, sem sló í gegn í Innkastinu síðasta sumar, spáir í leikina að þessu sinni.
Valur er einn af meðlimum hlaðvarpsins Tíu Jardana en við hvetjum fólk til þess að hlusta á það frábæra hlaðvarp sem fjallar um amerískan fótbolta. Það er auðvitað Superbowl á sunnudagskvöld og má búast við hörkuleik þar.
Valur er einn af meðlimum hlaðvarpsins Tíu Jardana en við hvetjum fólk til þess að hlusta á það frábæra hlaðvarp sem fjallar um amerískan fótbolta. Það er auðvitað Superbowl á sunnudagskvöld og má búast við hörkuleik þar.
Man City 3 - 0 Everton (12:30 á morgun)
City vinnur þennan leik örugglega 3-0. Pickford lítur út fyrir að vera nálægt því að verja tvö markanna þegar hann skutlar sér með báðar hendur útí loftið eins og hann sé að stinga sér til sunds.
Fulham 1 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Viðurkenni það að ég var ekki viss um að þessi lið væru í deildinni. Eftir að hafa heyrt í góðu fólki skilst mér að þau séu svo sannarlega í deild þeirra bestu og meira að segja hlið við hlið í töflunni í 12. og 13. sæti. Klárt jafntefli, 1-1.
Liverpool 4 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Auðveld spá fyrir Blackburn stuðningsmanninn, 4-1 sigur heimamanna sem eru fljótir að jafna sig eftir fagnaðarlæti Arteta og co í síðustu umferð.
Luton Town 2 - 1 Sheffield United (15:00 á morgun)
Klár leikur umferðarinnar þar sem mennnirnir hans Stebba Páls (Luton) bera sigur úr býtum, 2-1.
Tottenham 2 - 2 Brighton (15:00 á morgun)
Það halda Richarlison engin bönd þessa dagana og hann skorar enn og aftur í þessum leik. Það dugir þó ekki til sigurs því sprækir Brighton menn krækja í 2-2 jafntefli á NFL leikvangi Tottenham manna.
Wolves 2 - 0 Brentford (15:00 á morgun)
Heimamenn fara með 2-0 sigur gegn Brentford (Hákoni og félögum).
Nottingham Forest 0 - 2 Newcastle United (17:30 á morgun)
Heimamenn frá Nottingham valda nýstofnuðum aðdáendaklúbbi sínum vonbrigðum þegar þeir tapa þessum leik 0-2. Benni Bó hoppar hæð sína í lofti!
West Ham 1 - 0 Arsenal (14:00 á sunnudag)
Þetta er áhugaverður leikur. Nú held ég á ská í gegnum son minn með Arsenal og ef ég hef lært eitthvað undanfarið er að alltaf þegar maður sér glitta í smá von að Arsenal ætla að gera eitthvað í toppbaráttunni þá brotlenda þeir. Þessi leikur fer 1-0 fyrir West Ham.
Aston Villa 1 - 1 Man Utd (16:30 á sunnudag)
Það verður stórmeistara jafntefli í Ron Atkinson slagnum, 1-1, og United færist ennþá fjær Meistardeildardraumnum.
Crystal Palace 0- 0 Chelsea (20:00 á mánudag)
Endum þetta á eina markalausa leik umferðarinnar. Chelsea sýndu að þeir geta mögulega, hugsanlega, kannski verið ágætir í fótbolta stundum í bikarleiknum gegn Aston Villa um daginn en ég treysti þeim ekki. 0-0
Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 16 | 12 | 3 | 1 | 37 | 16 | +21 | 39 |
2 | Chelsea | 17 | 10 | 5 | 2 | 37 | 19 | +18 | 35 |
3 | Arsenal | 17 | 9 | 6 | 2 | 34 | 16 | +18 | 33 |
4 | Nott. Forest | 17 | 9 | 4 | 4 | 23 | 19 | +4 | 31 |
5 | Bournemouth | 17 | 8 | 4 | 5 | 27 | 21 | +6 | 28 |
6 | Aston Villa | 17 | 8 | 4 | 5 | 26 | 26 | 0 | 28 |
7 | Man City | 17 | 8 | 3 | 6 | 29 | 25 | +4 | 27 |
8 | Newcastle | 17 | 7 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 26 |
9 | Fulham | 17 | 6 | 7 | 4 | 24 | 22 | +2 | 25 |
10 | Brighton | 17 | 6 | 7 | 4 | 27 | 26 | +1 | 25 |
11 | Tottenham | 17 | 7 | 2 | 8 | 39 | 25 | +14 | 23 |
12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 32 | 32 | 0 | 23 |
13 | Man Utd | 17 | 6 | 4 | 7 | 21 | 22 | -1 | 22 |
14 | West Ham | 17 | 5 | 5 | 7 | 22 | 30 | -8 | 20 |
15 | Everton | 16 | 3 | 7 | 6 | 14 | 21 | -7 | 16 |
16 | Crystal Palace | 17 | 3 | 7 | 7 | 18 | 26 | -8 | 16 |
17 | Leicester | 17 | 3 | 5 | 9 | 21 | 37 | -16 | 14 |
18 | Wolves | 17 | 3 | 3 | 11 | 27 | 40 | -13 | 12 |
19 | Ipswich Town | 17 | 2 | 6 | 9 | 16 | 32 | -16 | 12 |
20 | Southampton | 17 | 1 | 3 | 13 | 11 | 36 | -25 | 6 |
Athugasemdir