Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 26. desember 2023 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
El Jóhann spáir líka í jólahátíðina í ensku úrvalsdeildinni
Nítjánda umferðin hefst með fimm leikjum á öðrum degi jóla
Í góðum gír.
Í góðum gír.
Mynd: Úr einkasafni
Nær Burnley að stríða Liverpool?
Nær Burnley að stríða Liverpool?
Mynd: Getty Images
Sterling gerði stór mistök á aðfangadag.
Sterling gerði stór mistök á aðfangadag.
Mynd: EPA
Líklegur til að ná í góð úrslit á Old Trafford.
Líklegur til að ná í góð úrslit á Old Trafford.
Mynd: EPA
Havertz er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Arsenal.
Havertz er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Arsenal.
Mynd: EPA
Það er alltaf mikil gleði í enska boltanum um jólin en það eru fimm leikir í dag, á öðrum degi jóla. Það eru svo einnig leikir á morgun og á fimmtudag.

Við fengum El Jóhann, sem hefur vakið mikla athygli í Arsenal samfélaginu á X (áður Twitter), til að spá í leikina sem framundan eru. Sparkspekingurinn Benedikt Bóas Hinriksson spáir einnig í leikina en það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra fær fleiri rétta.

El Jóhann mætti í Enska boltann hlaðvarpið á dögunum en hægt er að hlusta á þann þátt hér neðst í fréttinni, sem og í öllum hlaðvarpsveitum.

Newcastle 2 - 0 Nottingham Forest (í dag 12:30)
Lið sem getur gefið Nuno Tavares mínútur er ekki að fara sækja neitt á St. James' Park, þó að þeir séu með Nuno Santo í brúnni. Tala nú ekki um ef þetta er leikurinn sem við fáum að sjá Harvey Barnes aftur, styttist alltaf í hann. Það verður veisla. Sé samt Gibbs-White taka Guimaraes í bakaríið en það verður eina baráttan sem Newcastle tapar í þessum leik.

Bournemouth 1 - 2 Fulham (í dag 15:00)
Fulham búnir að vera á leiðinlegu slumpi og mæta heldur betur til leiks hér suður með sjó. Bournemouth menn eru á Max Aarons og það boðar aldrei gott. Bournemouth ekki búnir að tapa í síðustu sex leikjum svo það styttist alltaf í næsta tapleik.

Sheffield United 3 - 3 Luton (í dag 15:00)
Einn af þessum leikjum sem maður man eftir um ókomna tíð hvar maður horfði á hann. Verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með Austin Trusty og Adebayo match-upinu þarna og hvor mun hafa betur.

Burnley 2 - 0 Liverpool (í dag 17:30)
Munum auðvitað eftir leiknum fræga milli þessara liða á Turf Moor 2016 þegar Sam Vokes og Andre Gray skoruðu sitthvort markið í 2-0 sigri. Þá héldu Liverpool boltanum 80% af leiknum og áttu 26 skot á móti þrjú hjá Burnley. Sé þennan leik spilast nákvæmlega eins og Burnley vinnur þetta en þeir þurfa að hafa fyrir því. Þeir sem verða hvað ósáttastir við tap Liverpool manna eru stuðningsmenn og PGMOL.

Man Utd 0 - 3 Aston Villa (í dag 20:00)
Ég er að rembast við að réttlæta að spá fyrir um sigur United manna en ég bara get það ekki. Þetta ömurlega lið með þessa ömurlegu framlínu og fyrirliða með sína smitandi fýlu mun ekki veita Emery og hans mönnum nokkra mótspyrnu.

Brentford 1 - 3 Wolves (á morgun 19:30)
Vantar stóra pósta í Brentford liðið. Til dæmis Ben Mee sem Cristiano Ronaldo sjálfur hefur talað um sem besta leikmann allra tíma. Það er því miður of mikill missir og þessi hressa og káta framlína Úlfanna mun gera sér mikinn mat úr því.

Chelsea 2 - 0 Crystal Palace (á morgun 19:30)
Við fáum Raheem Sterling í revenge mode hér eftir að hafa kostað leikinn á aðfangadag. Ætli sá sem er með mest pirrandi andlitið í boltanum, Mudryk, muni ekki setja eitt líka og senda góða kveðju eftir leik á Dean Henderson til að undirstrika hvað hann er mikið gerpi.

Everton 1 - 1 Man City (á morgun 20:15)
Áhugaverður leikur í ljósi þess að Everton hefur þurft að gjalda fyrir það sama og City leyfa sér ítrekað að gera án þess að þurfa að gjalda fyrir það. Þá hugsar maður eflaust, hversu ítrekað leyfa þeir sér það? Jú, þeir eru búnir að leyfa sér að gera það í 115 skipti. Það er mjög ítrekað. City vantar De Bruyne, Rodri og Haaland og það eru því miður bara of stór missir og þeir eru eflaust orðnir saddir eftir þennan heimsmeistaratitil sem eflaust öllum er frekar sama um.

Brighton 0 - 1 Tottenham (fimmtudag 19:30)
Tottenham bara búnir að tapa einum leik á útivelli í vetur og þeir tapa eflaust ekki hér, sem er í raun leiðinlegt.

Arsenal 3 - 0 West Ham (fimmtudag 20:15)
Havertz vissulega búinn að koma sér í leikbann og þar dettur út úr Arsenal liðinu einn allra heitasti leikmaður deildarinnar um þessar mundir. Það mun ekki skipta sköpum sérstaklega í ljósi þess að Arsenal hefur ekki tapað London slag á heimavelli síðan í ágúst 2022. Það er mjög langt síðan það var. Og það er jafnvel lengra þar til það gerist næst. Manni líður oft þegar maður fylgist með uppspili Arsenal manna að maður eigi í raun ekkert skilið að fá að fylgjast með slíkri list. Frá hlutlausu sjónarmiði það er að segja. Ég hvet alla til þess að setja Sonötu nr. 14 eftir Ludwig van Beethoven undir þegar Arsenal er að halda boltanum og spila sín á milli og fylgjast með listinni sem er verið að skapa þarna í Islington hverfi Lundúnarborgar. Ég myndi samt ekki gera það ef þið hatið að fella nokkur gleðitár.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Enski boltinn - El Jóhann hitar upp fyrir Þorláksmessuveislu
Athugasemdir
banner
banner
banner