Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 11. ágúst 2023 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Þór spáir í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Tómas, Margrét og Eiður fara yfir stöðuna. Klopp fylgist með.
Tómas, Margrét og Eiður fara yfir stöðuna. Klopp fylgist með.
Mynd: Baldur Kristjánsson
Rice með mark?
Rice með mark?
Mynd: Getty Images
Verður Kane með?
Verður Kane með?
Mynd: EPA
Hver umferð er gerð upp á Síminn Sport eftir lokaleik sunnudagsins. Tómas fær til sín sérfræðinga sem fara yfir það helsta í hverri umferð.
Hver umferð er gerð upp á Síminn Sport eftir lokaleik sunnudagsins. Tómas fær til sín sérfræðinga sem fara yfir það helsta í hverri umferð.
Mynd: Baldur Kristjánsson
Enska úrvalsdeildin er að fara af stað! Opnunarleikur deildarinnar hefst klukkan 19:00 og fer fram á Turf Moor.

Líkt og undanfarin ár eru leikirnir sýndir á Síminn Sport og er það sjálfur ritstjóri enska boltans hjá Símanum, Tómas Þór Þórðarson, sem spáir í leiki 1. umferðar.

Fyrsti leikur er í kvöld og umferðinni lýkur á Old Trafford á mánudagskvöld. Neðst í fréttinni má nálgast upphitunarþætti fyrir tímabilið.

Burnley 0 - 2 Man. City (föstudagur 19:00)
Það er auðvitað glæpur að spá okkar manni Jóa Berg einhverju öðru en sigri í fyrstu umferð en mótherjinn er vissulega besta lið heims um þessar mundir. Ferðir City á Turf Moor hafa verið ansi þægilegar síðustu ár. Það verður gaman að sjá þetta Burnley-lið undir stjórn Kompany í vetur en þetta er aðeins of stór biti í fyrstu umferð.

Arsenal 4 - 0 Nott. Forest (laugardagur 11:30)
Ég hef ekki mikla trú á Forest fyrir tímabilið og að byrja í stemningunni sem umleikur nú Arsenal er stórhættulegt. Býst við sýningu frá Skyttunum sem munu leika við hvurn sinn fingur í sólinni í London. Ætli Rice skori ekki meira að segja.

Bournemouth 1 - 0 West Ham (laugardagur 14:00)
West Ham var eiginlega bara að fatta áðan að tímabilið er að byrja. Sé Hamrana fara svolítið hægt úr blokkunum á meðan þetta Bournemouth-lið er ótrúlegt á heimavelli. Verður ekki besti leikurinn en heimamenn rusla inn þremur stigum.

Brighton 3 - 1 Luton (laugardagur 14:00)
Það hefur verið nóg að gera hjá Roberto De Zerbi að selja menn, lána þá, fá nýja og berjast við að halda Caicedo. Við sáum samt alveg á síðustu leiktíð hvert þetta lið er komið og það kæmi manni verulega á óvart ef Mávarnir rúlla ekki nokkuð þægilega yfir lærisveina Stefáns Pálssonar.

Everton 1 - 1 Fulham (laugardagur 14:00)
Bláliðar Bítlaborgarinnar eru náttúrlega í svakalegu veseni þegar kemur að leikmannamálum þar sem þeir geta ekkert hreyft sig á markaðnum sökum FFP. Ef DCL spilar ekki yfir 20 leiki í vetur getur þetta Everton-lið hæglega fallið. Markaskorun verður áfram vandamál en þeir moka inn einu og bjarga stigi á heimavelli.

Sheff. Utd 2 - 2 C. Palace (laugardagur 14:00)
Það er skiljanlegt að fólk verði ekki með video-tækið stillt á Long Play fyrir þennan. Gæti samt alveg orðið fjör en þetta er bara skot út í loftið.

Newcastle 2 - 1 Aston Villa (laugardagur 16:30)
Ég hef mikla trú á Villa fyrir tímabilið en Newcastle verður áfram eitt erfiðasta lið deildarinnar að sækja heim. Newcastle ætti að vera í fantaformi svona áður en það þarf að fara nota hópinn of mikið. Unai og lærisveinar verða hrikalega flottir í vetur en þurfa lúta í gras í fyrstu umferð.

Brentford 2 - 2 Tottenham (sunnudagur 13:00)
Ef Kane verður farinn breytist spáin í 2-0. Ange er búinn að breyta miklu í spili Spurs-liðsins bæði í sókn og vörn en það hefur of lítið gerst á markaðnum svo maður hafi einhverja óbilandi trú á of mikilli bætingu. Brentford gerði merkilega vel án Ivan Toney á síðustu leiktíð og er alltaf frábært á heimavelli.

Chelsea 1 - 2 Liverpool (sunnudagur 15:30)
Bæði lið spila væntanlega 4-1-5 þar sem það er eiginlega án miðjumanna, reyndar bæði að eltast við sömu bitana til að stoppa í götin. Þessir leikir hafa ekki verið mikið veisla undanfarið en það hlýtur að breytast. Sókn ætti að vera besta vörnin hjá Liverpool sem er auðvitað með trylltan framherjakvintett. Það skilar sigri á Brúnni að þessu sinni.

Man. Utd 3 - 0 Wolves (mánudagur 19:00)
Góður maður sagði um daginn að það væri flott fyrir United að fá einn æfingaleik í viðbót fyrir mót. Úlfarnir ákváðu eiginlega bara núna rétt fyrir mót að gefast alveg upp. Þeir verða í alvöru basli og varla í standi að keyra sig í gang undir ljósunum á Old Trafford í fyrsta leik.
Enski boltinn - Aldrei venjuleg vika hjá Tottenham
Enski boltinn - Gunni Birgis og Jón Kári ganga um í draumalandi Arteta
Enski boltinn - Hrein norðlenska Vol. 2
Enski boltinn - Spá Chelsea í topp fjóra eftir ruglið á síðustu leiktíð
Enski boltinn - Hafa báðir haldið með City í meira en hálfa öld
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner