Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 25. desember 2023 21:40
Elvar Geir Magnússon
Benedikt Bóas spáir í komandi umferð í enska boltanum
Benedikt Bóas Hinriksson.
Benedikt Bóas Hinriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benni spáir sínum mönnum sigri.
Benni spáir sínum mönnum sigri.
Mynd: EPA
Verður Pickford eins og kjáni?
Verður Pickford eins og kjáni?
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn og Newcastle stuðningsmaðurinn Benedikt Bóas Hinriksson er spámaður komandi umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Jólatörnin heldur áfram og það verða fimm leikir á öðrum degi jóla.

Davíð Snær reið ekki feitum hesti frá spámennsku síðustu umferðar og endaði aðeins með tvo rétta.

Newcastle 3 - 1 Nottingham Forest (á morgun 12:30)
Mínir menn eru auðvitað dauðþreyttir og ég var svo sem búinn að spá þeim frekar döpru gengi i desember, en þetta Forest lið er bara eitthvað og Eddie vinur minn stýrir þessu til sigurs enda gott að vera a heimavelli. Mættum alveg fara geta eitthvað á útivelli en það kemur.

Bornemouth 1 - 0 Fulham (á morgun 15:00)
Hverjum er ekki sama?

Sheffield United 1 - 0 Luton (á morgun 15:00)
Minn maður Wilder mættur aftur og það verður Guinnes tekinn eftir leik með stuðningsmönnum.

Burnley 0 - 5 Liverpool (á morgun 17:30)
Fannst Liverpool góðir gegn Arsenal og virka hraðir og flottir. Held að þeir hafi ekkert borðað mjög mikið hangikjöt og keyri yfir lánlausa Burnley menn frekar easy.

Manchester United 1 - 3 Aston Villa (á morgun 20:00)
Þetta verður skemmtilegt á að horfa enda Villa liðið skemmtilegt á að horfa og það er eitthvað skemmtilegt að sjá hvað er allt í rugli innan vallar sem utan hjá Manchester United. Vonandi verður vont veður þannig samfélagsmiðlar logi yfir hvað Trafford leki og er almennt ógeðslegur. Ætli McTominay klóri ekki í bakkann undir lokin en annars verður þetta frekar þægilegt hjá Villa.

Brentford 1 - 2 Úlfarnir (miðvikudag 19:30)
Hér a að koma texti um þennan leik en ég bara nenni því ekki.

Chelsea 2 - 4 Crystal Palace (miðvikudag 19:30)
Þetta verður stuð og stemning. Vandræði Chelsea halda áfram enda 11 ókunnugir menn inná i hvert sinn. Hodgson sá gamli rúllar yfir þetta og Palace verður í stuði.

Everton 0 - 7 Manchester City (miðvikudag 20:15)
Vonandi verður þetta stærra. Þoli ekki Pickford og vona alltaf að hann klúðri sem mest og gangi illa. Eg treysti að City verði ekki þreyttir heldur í stuði og hreinlega rústi þessu. Og Pickford líti út eins og kjáni í svona fjórum mörkum - helst fimm.

Brighton 2-1 Tottenham (fimmtudag 19:30)
Ekki flest mörkin í umferðinni en þetta verður skemmtilegasti leikurinn. Mitoma a eftir að leika sér á kantinum og verða valinn maður umferðarinnar. Plús að ég er að hitta Jóa Alfreð þennan dag og ég vil geta strítt honum á þessu blessaða Tottenham liði.

Arsenal 4 - 1 West Ham (fimmtudag 20:15)
Verðandi meistarar rúlla yfir granna sína frekar sannfærandi. Giska samt á að hinn óþolandi stjóri þeirra fái gult spjald og verði með hina klassísku stæla á hliðarlínunni. Óþolandi maður í alla staði. Finnst smá pirrandi að hann sé að fara lyfta bikarnum í vor. En þetta verður auðvelt fyrir hans lærisveina.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner