Rúnar Þór Sigurgeirsson var með sex rétta þegar hann spáði í leikina sem voru í miðri viku í ensku úrvalsdeildinni. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru núna um helgina.
Stefán er stuðningsmaður Luton sem hafa unnið hug og hjörtu aðdáenda deildarinnar með frammistöðu sinni á tímabilinu. Hann hefur auðvitað trú á því að sínir menn muni áfram gera flotta hluti.
Stefán er stuðningsmaður Luton sem hafa unnið hug og hjörtu aðdáenda deildarinnar með frammistöðu sinni á tímabilinu. Hann hefur auðvitað trú á því að sínir menn muni áfram gera flotta hluti.
Everton 2 - 4 Tottenham (12:30 á morgun)
Tottenham mun af tómum fantaskap kveikja vonarneista í hjörtum Evertonmanna með því að hleypa þeim í 2-0 til þess eins að slökkva í þeim í seinni hálfleik með fjórum mörkum. Heimamenn munu kenna VAR og umheiminum um ófarir sínar.
Brighton 2 - 2 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Enginn veit almennilega hvers vegna þessi tvö lið eru erkifjendur en það er alltaf mikil stemning á þessari viðureign. Markasúpa í lokin og einhver rauð spjöld.
Burnley 0 - 0 Fulham (15:00 á morgun)
Maraþonleikur sem tekur næstum 120 mínútur að klára. Fimm mörk tekin af í VAR. Kompany froðufellir í viðtali eftir leik.
Newcastle 1 - 2 Luton (15:00 á morgun)
Carlton Morris kemur Hötturunum yfir snemma leiks. Leikmenn Newcastle halda að þeir hafi nælt sér í jafntefli eftir slysalegt sjálfsmark í uppbótartíma en Jordan Clark skorar sigurmarkið í blálokin. Senur í stúkunni og í stofunni í Eskihlíðinni.
Sheffield United 1 - 4 Aston Villa (17:30 á morgun)
Aumingja Sheffield að mæta Villa eftir niðurlæginguna gegn Newcastle. Ollie Watkins er hrokkinn í gang og setur þrennu.
Bournemouth 2 - 1 Nottingham Forest (14:00 á sunnudag)
Solanke hetjan á Suðurströndinni. Skorar bæði mörkin þegar langt er liðið á leik.
Chelsea 3 - 1 Wolves (14:00 á sunnudag)
Argentínumaðurinn pattaralegi reddar djobbinu sínu, a.m.k. í bili með frekar þægilegum sigri í Lundúnum. Úlfarnir missa mann útaf snemma.
Man Utd 0 - 3 West Ham (14:00 á sunnudag)
Engin skömm að tapa fyrir meisturum Sambandsdeildarinnar, þótt á heimavelli sé.
Arsenal 1 - 2 Liverpool (16:30 á sunnudag)
Darwin vinur minn verður allt í öllu og leggur upp bæði mörkin fyrir Jota og Bradley.
Brentford 0 - 3 Man City (20:00 á mánudag)
Haaland verður ekki lengi að opna markareikninginn. Phil Foden með tvö í lokin.
Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 16 | 12 | 3 | 1 | 37 | 16 | +21 | 39 |
2 | Chelsea | 17 | 10 | 5 | 2 | 37 | 19 | +18 | 35 |
3 | Arsenal | 17 | 9 | 6 | 2 | 34 | 16 | +18 | 33 |
4 | Nott. Forest | 17 | 9 | 4 | 4 | 23 | 19 | +4 | 31 |
5 | Bournemouth | 17 | 8 | 4 | 5 | 27 | 21 | +6 | 28 |
6 | Aston Villa | 17 | 8 | 4 | 5 | 26 | 26 | 0 | 28 |
7 | Man City | 17 | 8 | 3 | 6 | 29 | 25 | +4 | 27 |
8 | Newcastle | 17 | 7 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 26 |
9 | Fulham | 17 | 6 | 7 | 4 | 24 | 22 | +2 | 25 |
10 | Brighton | 17 | 6 | 7 | 4 | 27 | 26 | +1 | 25 |
11 | Tottenham | 17 | 7 | 2 | 8 | 39 | 25 | +14 | 23 |
12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 32 | 32 | 0 | 23 |
13 | Man Utd | 17 | 6 | 4 | 7 | 21 | 22 | -1 | 22 |
14 | West Ham | 17 | 5 | 5 | 7 | 22 | 30 | -8 | 20 |
15 | Everton | 16 | 3 | 7 | 6 | 14 | 21 | -7 | 16 |
16 | Crystal Palace | 17 | 3 | 7 | 7 | 18 | 26 | -8 | 16 |
17 | Leicester | 17 | 3 | 5 | 9 | 21 | 37 | -16 | 14 |
18 | Wolves | 17 | 3 | 3 | 11 | 27 | 40 | -13 | 12 |
19 | Ipswich Town | 17 | 2 | 6 | 9 | 16 | 32 | -16 | 12 |
20 | Southampton | 17 | 1 | 3 | 13 | 11 | 36 | -25 | 6 |
Athugasemdir