Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 03. nóvember 2023 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ægir Þór spáir í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Ægir í leik með Stjörnunni.
Ægir í leik með Stjörnunni.
Mynd: Mummi Lú
Haaland verður vel mótíveraður.
Haaland verður vel mótíveraður.
Mynd: Getty Images
Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, var með fjóra rétta þegar hann spáði í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

Ægir Þór Steinarsson, sem hefur farið á kostum með Stjörnunni í upphafi tímabilsins í körfuboltanum, spáir í elleftu umferðina sem fer fram um helgina.

Fulham 1 - 2 Man Utd (12:30 á morgun)
Margt rotið í gangi hjá Djöflunum en naumur sigur og mikil jákvæðni framundan.

Brentford 0 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Mín greining er að West Ham eru á góðu róli og eru duglegir fótboltasnáðar.

Burnley 1 - 3 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Palace ná tveimur mörkum snemma en Burnley nær að gera þetta að leik í seinni. Palace menn loka þessu svo með marki í uppbótartíma.

Everton 0 - 2 Brighton (15:00 á morgun)
Öruggur sigur hjá Brighton og ekkert meira um það að segja.

Man City 4 - 0 Brighton (15:00 á morgun)
Haaland kemur mótiveraður eftir vikuna og setur þrennu.

Sheffield United 0 - 0 Wolves (15:00 á morgun)
Steindautt frá upphafi til enda.

Newcastle 2 - 2 Arsenal (17:30 á morgun)
Afi Krissi verður að sætta sig við jafntefli hér í fjörugum leik. Öll mörk skoruð í fyrri hálfleik.

Nottingham Forest 1 - 3 Aston Villa (14:00 á morgun)
Aston Villa eru að sýna alvöru takta og sigla þessu heim fyrir Davíð Má Steinarsson.

Luton 0 - 4 Liverpool (16:30 á morgun)
Klefinn í Stjörnunni og Twitter verða með kassann úti eftir helgina. Það verður gaman að fylgjast með því…

Tottenham 2 - 1 Chelsea (20:00 á mánudag)
Chelsea byrja á marki en svo fellur þeirra leikur eins og spilaborg. Tottenham verða seinir í gang en taka öll völd á leiknum.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Enski boltinn - Agalegt ástand og grjóthörð fermingargjöf
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner