Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 30. janúar 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Sigurgeirs spáir í umferðina í enska boltanum
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Willem II
Miðjumaður í markinu.
Miðjumaður í markinu.
Mynd: EPA
Sjö stoðsendingar frá De Bruyne.
Sjö stoðsendingar frá De Bruyne.
Mynd: EPA
Byrjar Hákon?
Byrjar Hákon?
Mynd: Brentford
22. umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst með fimm leikjum í kvöld. Umferðinni lýkur svo á fimmtudag, umferð í ensku úrvalsdeildinni í miðri viku, þvílík veisla!

Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði í gær sitt fyrsta mark fyrir hollenska liðið Willem II, tryggði liði sínu stig með jöfnunarmarki undir lok leiks og er hann spámaður umferðarinnar. Willem II er á toppi hollensku B-deildarinnar.

Séffinn Arnar Daði Arnarsson spáði í síðustu umferð og var með fimm rétta.

Nottingham Forest 0 - 5 Arsenal (Í kvöld 19:30)
Gabriel Jesus skorar þrennu og allavegana tvær stoðsendingar frá David Raya, það sannar sig í þessum leik að það borgar sig að vera með miðjumann í markinu.

Fulham 1 - 0 Everton (Í kvöld 19:45)
Eitt mark frá Willian á lokamínútunum klárar þetta fyrir Fulham.

Luton 2 - 1 Brighton (Í kvöld 19:45)
Það er ekkert grín að sækja Luton heim og þeir sigla 3 stigum heim.

Crystal Palace 2 - 1 Sheff Utd (Í kvöld 20:00)
Palace brotnir eftir niðurlæginguna á Emirates en komast naumlega í gegnum Sheffield Utd ætli Eze skori ekki allavegana eitt.

Aston Villa 2- 0 Newcastle (Í kvöld 20:15)
Unai Emery er að elda á Villa Park og verða með alla yfirburði á vellinum og Newcastle mun aldrei sjá til sólar.

Man City 7 - 0 Burnley (Á morgun 19:30)
De Bruyne leggur upp öll mörkin svindl lið í þessari deild þegar hann með í raun farið að vera leiðinlegt.

Tottenham 4 - 1 Brentford (Á morgun 19:30)
Ef að Hákon byrjar þá gæti þetta orðið önnur útkoma en annars verður Brentford lítil fyrirstaða fyrir Spursara.

Liverpool 1 - 2 Chelsea (Á morgun 20:15)
Liverpool menn brotnir eftir tilkynningu Klopp og enginn andi á Anfield því miður.

West Ham 3 - 3 Bournemouth (Fimmtudag 19:30)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Býst fastlega við því að sem flestir verði límdir við skjáinn þegar flautað verður til leiks.

Wolves 2 - 0 Man Utd (Fimmtudag 20:15)
Spái nokkuð þæginlegum Wolves sigri hér, tvö miðlungslið að mætast og Wolves á heimavelli verður aldrei í hættu.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Enski boltinn - Jóhann Birnir ræðir Watford, Man Utd og fleira
Enski boltinn - Klopp hættir með Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner