Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. september 2023 10:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tommi Steindórs spáir í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Tómas á góðri stund.
Tómas á góðri stund.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Come on you Irons!
Come on you Irons!
Mynd: Úr einkasafni
Mun Guardiola sjá eftir því að hafa ekki bara keypt Paqueta?
Mun Guardiola sjá eftir því að hafa ekki bara keypt Paqueta?
Mynd: Getty Images
Erfiður leikur framundan.
Erfiður leikur framundan.
Mynd: Getty Images
Fimmta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu með viðureign Wolves og Liverpool. Umferðinni lýkur svo á mánudagskvöld.

Útvarpsmaðurinn geðugi Tómas Steindórsson spáir í leiki umferðarinnar og rýnir hann í gögnin og fær vitranir þegar hann spáir í komandi tíma og því um óvenjulega áreiðanlega spá að ræða.

Víkingurinn Aron Elís Þrándarson spáði í síðustu umferð deildarinnar og var hann með sjö leiki rétta.

Svona spáir Tómas leikjunum:

Wolves 1 - 3 Liverpool (11:30)
Þægilegur útisigur hjá Liverpool í dag. Salah skorar tvö og Jota eitt. Craig gamli Dawson skorar skallamark eftir hornspyrnu en það er bara ekki nóg.

Fulham 1 - 1 Luton (14:00)
Luton sækir sín fyrstu stig í Premier League. Adebayo skorar eftir einhver glórulaus mistök hjá Issa Diop en Vinicius jafnar á 86. mínútu og skorar þar með eitt af sínum þremur mörkum á tímabilinu.

Tottenham 1 - 2 Sheffield Utd (14:00)
Tottenham verða jarðtengdir í dag eftir að hafa svifið um á bleiku skýi í upphafi móts. Son kemur þeim yfir en fara svo í aðeins of mikinn Ange bolta og Ollie Mcburnie jafnar eftir vel útfærða skyndisókn, eitt af hans tveimur mörkum á þessu tímabili. Gustavo litli Hamer skorar svo eitt af 25 metrunum snemma í seinni hálfleik og Sheffield setja í lás og Wesley Foderingham setur upp sýningu í markinu.

Aston Villa 1 - 2 Crystal Palace (14:00)
Villi í Steve Dagskrá og Siffi G munu hittast á Ölver og horfa á þennan saman. Svipuð lið á pappír en Palace með betri þjálfara og það mun ríða baggamuninn. Fáum eitt óvænt frá Jeffrey Schlupp og eitt minna óvænt frá Ebere Eze. Ollie klórar í bakkann fyrir Villa.

Man Utd 3 - 2 Brighton (14:00)
Man Utd munu grænda út einhvern ótrúlegan sigur í þessum leik. Verða frekar lélegir og Danny Welbeck skorar tvö. Fá ódýrt víti sem Bruno skorar úr og svo skorar Rashford tvennu, mörkin koma á 77. mín og 81. mín.

West Ham 1 - 0 Man City
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið í toppbaráttunni. Guardiola vs Moyes. Einhverjir segja að þar hitti skrattinn ömmu sína. City verða 88% með boltann en þolinmóðir leikmenn West Ham eru voða rólegir yfir því með Zouma og Aguerd í hjarta varnarinnar. Lucas Paqueta skorar á 62. mínútu og sussar á Guardiola. Aðdáendur Mohammed Kudus þurfa aðeins að bíða eftir að hann byrji leik, Moyes þarf að drilla hann fyrir hin agaða Moyesy bolta. Hann kemur þó inná á 83. mín og mun ógna með hraða sínum og krafti.

Newcastle 1 - 1 Brentford (16:30)
Þetta verður frekar leiðinlegur leikur. Hef eiginlega ekkert um hann að segja. Einhver dani skorar fyrir Brentford en Anthony litli Gordon jafnar og þar við situr.

Bournemouth 2 - 1 Chelsea (sunnudag 13:00)
Chelsea tapar þessum. Halda áfram að vera bara með einhverja gaura í byrjunarliðinu eins og Gusto og Disasi og þá er erfitt að vinna leiki. Caceido gefur víti. Solanke og Cook skora fyrir Bournemouth. Jackson skorar fyrir Chelsea og hendir í dans.

Everton 0 - 3 Arsenal (sunnudag 15:30)
Everton að bjóða uppá ótrúlega óspennandi lið í ár. Ashley Young verður hlaupandi í hringi en fær svo sem betur fer sitt annað gula spjald í fyrri hálfleik og fer útaf. Arsenal taka þennan í öðrum gír og deila þeir Saka, Rice og Martinelli mörkunum bróðurlega á milli sín.

Nottingham Forest 3 - 3 Burnley (mánudag 18:45)
Talandi um rúsínu í pylsuendanum. Lokaleikur umferðarinnar verður flugeldaveisla. Verður endana á milli í 90 mín. Jói Berg skorar eitt, Lyle Foster tvö. Einhverjir myndu halda að það myndi duga en svo er ekki því Taiwo Awoniyi skorar þrennu fyrir Forest.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner