Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   fös 01. desember 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katla Tryggva spáir í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Katla fagnar marki með Þrótti í sumar.
Katla fagnar marki með Þrótti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heldur Onana hreinu?
Heldur Onana hreinu?
Mynd: EPA
Jóhann Skúli Jónsson, þáttarstjórnandi Svona var Ísland hlaðvarpsþáttanna, var með sex rétta þegar hann spáði í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

Katla Tryggvadóttir, ein efnilegasta fótboltakona Íslands, spáir í leikina að þessu sinni. Katla samdi nýverið við sænska félagið Kristianstad eftir góð ár með Þrótti.

Arsenal 3 - 1 Wolves (15:00 á morgun)
Eftir góðan sigur í Meistaradeildinni halda þeir áfram að spila vel og vinna þennan leik 3-1.

Brentford 1 - 2 Luton (15:00 á morgun)
Luton er með krúttlegan heimavöll sem gefur lítið, en þeir sækja stig á útivelli.

Burnley 2 - 0 Sheffield United (15:00 á morgun)
Það er kominn tími á þrjú stig hjá Burnley, Jói Berg tryggir þau fyrir Kompany og félaga.

Nottingham Forest 2 - 1 Everton (17:30 á morgun)
Erfitt að spá fyrir um þennan leik. Vesenið sem Everton er í heldur áfram og Forest tekur þrjú stig á heimavelli.

Newcastle 1 - 0 Man Utd (20:00 á morgun)
Jafn og dramatískur leikur, en ekki mörg mörk. Onana heldur að hann sé að halda hreinu, en Isak skorar sigurmark í blálokin.

Liverpool 3 - 0 Fulham (14:00 á sunnudag)
Mínir menn taka þennan leik sannfærandi. 3-0. Salah með tvö og Darwin Núñez með eitt.

Chelsea 1-0 Brighton (14:00 á sunnudag)
1-0 sigur heimamanna. Sterling tryggir þrjú stig á Stamford Bridge.

Bournemouth 1 - 3 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
Aston Villa heldur áfram að safna stigum og vinnur útisigur.

West Ham 2 - 0 Crystal Palace (14:00 á sunnudag)
West Ham heldur góðu gengi áfram og vinnur heimasigur.

Manchester City 3 - 3 Tottenham (16:30 á sunnudag)
Þessi leikur verður veisla og hann endar jafntefli. Verður opin leikur og frábær skemmtun.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner