Sóknarmaðurinn Alexander Már Þorláksson er genginn í raðir KF sem spilar í 3. deild. Kemur hann þangað frá Þór.
Hann skrifar undir samning út tímabilið við KF.
Hann skrifar undir samning út tímabilið við KF.
Alexander spilaði síðast fyrir KF árið 2018 og hefur hann alls spilað 43 leiki fyrir KF og skorað í þeim 46 mörk.
Síðast þegar hann lék með KF þá skoraði hann 28 mörk í 21 leik í 3. deildinni og var langmarkahæsti leikmaður deildarinnar.
Alexander hefur undanfarin ár spilað með Fram og Þór í efstu og næst efstu deild.
Athugasemdir