
Grindavík í Lengjudeildinni er búið að þétta raðirnar og styrkja leikmannahópinn fyrir síðustu tíu umferðirnar í deildinni.
Rúrik Gunnarsson er kominn á láni frá HK út tímabilið og er kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Selfossi í kvöld.
Rúrik er tvítugur fjölhæfur leikmaður; getur bæði spilað á miðju og í vörninni. Hann var keyptur til HK frá KR í vetur. Hann kom einungis við sögu í tveimur leikjum með HK fyrri hluta tímabilsins.
Rúrik Gunnarsson er kominn á láni frá HK út tímabilið og er kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Selfossi í kvöld.
Rúrik er tvítugur fjölhæfur leikmaður; getur bæði spilað á miðju og í vörninni. Hann var keyptur til HK frá KR í vetur. Hann kom einungis við sögu í tveimur leikjum með HK fyrri hluta tímabilsins.
Þá er Grindavík einnig búið að fá Hollendinginn Darren Sidoel en hann kemur á frjálsri sölu þar sem hann var án félags en hann var síðast hjá danska félaginu AB þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari.
Sidoel er 27 ára varnarsinnaður miðjumaður, sem uppalinn er hjá Ajax og var á mála hjá Reading, en hefur verið samningslaus síðan í janúar. Hann getur einnig spilað á miðri miðju og í hjarta varnarinnar. Sidoel fær ekki leikheimild fyrr en á morgun.
Grindavík er í 7. sæti Lengjudeildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsætin. Liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn gegn Fjölni um síðustu helgi en þar vannst magnaður endurkomusigur.
Leikurinn gegn Selfossi í kvöld fer fram á Vogaídýfuvellinum í Vogum vegna eldgossins sem nú er í gangi. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 13 | 8 | 4 | 1 | 24 - 10 | +14 | 28 |
2. Njarðvík | 13 | 7 | 6 | 0 | 31 - 12 | +19 | 27 |
3. HK | 13 | 7 | 3 | 3 | 25 - 15 | +10 | 24 |
4. Þór | 13 | 7 | 2 | 4 | 30 - 20 | +10 | 23 |
5. Þróttur R. | 13 | 6 | 4 | 3 | 24 - 21 | +3 | 22 |
6. Keflavík | 13 | 6 | 3 | 4 | 30 - 22 | +8 | 21 |
7. Grindavík | 13 | 4 | 2 | 7 | 28 - 38 | -10 | 14 |
8. Völsungur | 13 | 4 | 2 | 7 | 20 - 30 | -10 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 - 21 | -5 | 10 |
11. Leiknir R. | 13 | 2 | 4 | 7 | 13 - 28 | -15 | 10 |
12. Fjölnir | 13 | 2 | 3 | 8 | 18 - 32 | -14 | 9 |
Athugasemdir