Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Irankunda til Watford (Staðfest) - Bayern fær helming af næstu sölu
Mynd: Watford
Watford hefur staðfest kaup á Nestory Irankunda frá Bayern Munchen. Watford borgar 2,5 milljón punda og hann skrifar undir fimm ára samning.

Irankunda er 19 ára gamall ástralskur vængmaður. Hann gekk til liðs við Bayern frá Adelaide í heimalandinu í fyrra en náði ekki að spila leik fyrir aðalliðið.

Bayern fær 50 prósent af næstu sölu. Þá getur þýska félagið keypt hann aftur fyrir ákveðna upphæð.

Irankunda á fimm landsleiki að baki og hefur skorað eitt mark.


Athugasemdir
banner