Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Botafogo kaupir Danilo frá Forest (Staðfest)
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Danilo er genginn til liðs við Botafogo frá Nottingham Forest.

Hann skrifar undir fjögurra ára samning og Botafogo borgar 16 milljónir punda fyrir hann.

Hann var í liði ársinis þegar Palmeiras vann tvennuna heima fyrir árið 2022 og gekk tiil liðs við Forest í janúar 2023. Hann spilaðii 62 leiki fyrir enska liðið en hann kom aðeins við sögu í 13 leikjum á síðustu leiktíð.

Hann er nú farinn aftur á heimaslóðir en Botafogo er í 6. sæti brasilíisku deildarinnar sem stendur. Liðið spilaði á HM félagsliða þar sem liðið tapaði gegn Palmeiras, uppheldisfélagi Danilo, í 16-liða úrslitum.



Athugasemdir
banner