Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kominn aftur til Ítalíu eftir þriggja ára fjarveru (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska félagið Bologna er að styrkja sig með áhugaverðum leikmönnum fyrri part sumargluggans. Félagið tilkynnti á dögunum félagaskipti fyrir goðsögnina Ciro Immobile og nú er annar fyrrum landsliðsmaður Ítalíu mættur á svæðið.

Sá heitir Federico Bernarndeschi og lék með Fiorentina og Juventus í ítalska boltanum, áður en hann hélt til Toronto FC í MLS deildinni.

Bernardeschi lék 39 leiki fyrir ítalska landsliðið og var í hópnum sem vann EM 2020, sem fór fram ári á eftir áætlun vegna COVID.

Hann vonast til að geta snúið aftur í landsliðið með því að gera góða hluti fyrir Bologna, en hann er 31 árs gamall.

Berna er aðallega þekktur fyrir að búa yfir góðri tækni og frábærum vinstri fót. Hann er sérstaklega öflugur að spyrna úr föstum leikatriðum.

Hann getur leikið sem sóknartengiliður og kantmaður og hefur einnig verið notaður sem vængbakvörður. Hann á 206 leiki að baki í Serie A.

Bologna er einnig búið að festa kaup á miðvörðunum Martin Vitik og Nicoló Casale í sumar, sem kostuðu tæplega 20 milljónir evra samtals. Auk þeirra er efnilegur 21 árs markvörður kominn úr röðum Universidad Católica í Síle. Sá heitir Thomas Gillier og var strax lánaður til Montreal í MLS deildinni.


Athugasemdir