
Málfríður Anna Eiríksdóttir er komin aftur heim til Vals eftir að hafa reynt fyrir sér með B93 í efstu deild danska boltans.
Hún var fengin til að hjálpa B93 í fallbaráttunni en liðið sigraði aðeins einn leik af átta sem Málfríður tók þátt í. Liðið tapaði báðum leikjunum sem Málfríður tók ekki þátt í á dvöl sinni þar.
Málfríður er alin upp hjá Val og hefur alla tíð leikið fyrir félagið. Hún er með 186 KSÍ-leiki að baki fyrir Val, þar af eru 125 í efstu deild.
Hún gæti reynst afar mikilvæg á Hlíðarenda í sumar þar sem Valskonur hafa ekki verið að gera gott mót í Bestu deildinni og eru afar óvænt um miðja deild - með 12 stig eftir 10 umferðir.
Málfríður er fædd 1997 og lék níu leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir