Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
West Ham fær Walker-Peters á frjálsri sölu (Staðfest)
Mynd: West Ham
Enski bakvörðurinn Kyle Walker-Peters hefur samið við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United til 2028 en hann kemur á frjálsri sölu frá Southampton.

Walker-Peters er 28 ára gamall og rann út á samningi hjá Southampton um mánaðamótin.

Hann var í viðræðum við tyrkneska félagið Besiktas en félagið hætti við að fá hann eftir að leikmaðurinn frestaði komu sinni til Tyrklands.

West Ham hafði hraðar hendur og hefur nú landað Walker-Peters en hann samdi til þriggja ára.

Varnarmaðurinn spilaði 145 leiki með Southampton í ensku úrvalsdeildinni en hann var áður á mála hjá Tottenham.

„Ég er ótrúlega spenntur. Tilfinningin er svolítið þannig að maður hefur beðið eftir þessu lengi enda áður verið orðaður við félagið. Ég er bara ótrúlega ánægður að vera loksins kominn hingað,“ sagði Walker-Peters við undirskrift.


Athugasemdir
banner
banner
banner