Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 28. maí 2021 22:35
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Dean Martin: Ég er þreyttur, mjög þreyttur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss tók á móti Gróttu á JÁVERK-vellinum á Selfossi í kvöld. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli eftir að Grótta voru 0-3 yfir eftir klukktíma leik. Dean Martin, þjálfari Selfoss var þreyttur eftir leikinn.

„Ég er þreyttur, mjög þreyttur. En þetta var mikill karakter og strákarnir sýndu það í kvöld. Sýndu hvað þeir geta ef þeir standa saman."

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  3 Grótta

Selfoss skoruðu öll þrjú mörk sín í seinni hálfleik og á 10 mínútna kafla. Dean vildi ekki segja okkur frá því sem hann sagði við sína menn í hálfleik.

„Ég vil ekki segja það á myndavél. Við erum betri en við sýndum í fyrri hálfleik. Það var bara svoleiðis, fara út og nýta aðstæður. Það var mikið rok og við nýttum aðstæður og sýndum það sem þarf að gera til þess að ná í stig."

Dean gerði tvær skiptingar í síðari hálfleik og setti hann þá Aron Einarsson og Valdimar Jóhannsson inn á 53. og 60. mínútu en fyrsta mark Selfyssinga kom á 64. mínútu. Valdimar átti annað mark Selfoss og vann vítið sem Tokic skorar þriðja markið úr. Aron átti einnig part í fyrsta marki Selfyssinga. Dean var sáttur með innkomu þeirra.

„Ég er alltaf að segja, ef þú ætlar að koma inná komdu þá inná til að gera eitthvað. Ekki bara koma inná til að koma inná, þú verður að sýna af hverju þú átt ekki að vera á bekknum. Koma inná og breyta leiknum, þú vilt ekki að menn séu að koma inná bara til að koma inná."

Á 38. mínútu fá Gróttumenn óbeina aukaspyrnu í markteig Selfyssinga eftir að Adam Örn varnarmaður Selfoss rennir sér inn í sendingu Kristófers Orra og boltinn endar hjá Stefáni í markinu og hann tekur boltann upp með höndum. Selfyssingar voru virkilega ósáttir með þennan dóm og uppskar Dean Martin gult spjald fyrir mótmæli meðal annars.

„Ég vil ekki tjá mig um þetta í rauninni. Ég fékk gult ég vildi ekki fá eitthvað meira, það var bara nóg."

Næsti leikur Selfoss er útileikur gegn Grindavík. Dean ætlar sér að fara inn í þann leik til að vinna.

„Planið er bara að reyna að vinna alla fótboltaleiki og fara inná að spila en ef við sínum sama karakter og við sýndum í seinni hálfleik í dag eigum við tækifæri á að vinna fótboltaleik. Þetta er bara ekki gefast upp, hafa trú á verkefninu. Hafa gaman af þessu!"

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner