Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. júlí 2015 16:45
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Kominn í góðan farveg í boltanum
Leikmaður 10. umferðar - Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tíundu umferðinni í 1. deild lauk í gær. Víkingur Ólafsvík sigraði Fram 4-0 þar sem Ingólfur Sigurðsson skoraði tvö mörk. Ingólfur er leikmaður 10. umferðar á Fótbolta.net.

„Ég var ánægður með frammistöðu mína í leiknum. Það var gaman að setja tvö mörk og spila vel. Við áttum fínan leik og það auðveldar manni lífið að vera með góða leikmenn í kringum sig. Hópurinn er sterkur og við gerum hvorn annan betri," sagði Ingólfur við Fótbolta.net.

Ólafsvíkingar eru í 3. sæti í 1. deildinni eftir fyrri umferðina með 23 stig.

„Ég held að við getum bara verið þokkalega sáttir með stigasöfnunina. Leikmannahópurinn er nýr og það hefur tekið tíma að stilla saman strengi. Við erum alltaf að verða betri og betri," sagði Ingólfur en markmiðið hjá Ólafsvíkingum hlýtur að vera að fara upp í Pepsi-deildina, eða hvað?

„Við erum ekki að stressa okkur á einu eða neinu. Það eru ellefu leikir eftir og það getur margt gerst á þeim tíma. Öll liðin í deildinni eru að verða betri og það sýnir sig í óvæntum úrslitum undanfarna daga. Við hugsum bara um okkur sjálfa og hvað við þurfum að gera til þess að ná í úrslit í næsta leik. Ef það gengur vel verðum við vonandi á góðum stað í lok tímabils."

Í fyrra steig Ingólfur fram í fyrra og greindi frá því að hann væri að glíma við kvíðaröskun og það hefði haft talsverð áhrif á fótboltaferlinum. Ingólfur segist hafa fundið fyrir sterkum viðbrögðum eftir það.

„Algjörlega. Það hafa til að mynda fjölmargir fótboltamenn leitað til mín og beðið um ráð. Það er ekki auðvelt að kljást við andleg veikindi á sama tíma og maður vill gera vel sem fótboltamaður. Það var líka gott fyrir mig að koma þessu frá mér. Ég er kominn í góðan farveg í boltanum og nýt mín virkilega í Ólafsvík," sagði Ingólfur sem gekk til liðs við Víking fyrr á þessu ári.

„Lífið í Ólafsvík er mjög ljúft. Það var mikil breyting að flytja af höfuðborgarsvæðinu en móttökurnar sem maður fékk í Ólafsvík hafa verið mjög góðar. Umgjörðin í kringum liðið er frábær og stuðningsmennirnir á allt öðrum stalli en þekkist á Íslandi. Ég biðla til þeirra að mæta vel seinni hluta mótsins og syngja okkur til sigurs. Þeir gera mann óþreytandi og skipta okkur miklu máli."

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner