Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 27. apríl 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Segir Liverpool borga 15 milljónir fyrir Slot
Mynd: EPA
Greint var frá því í gærkvöldi að Liverpool væri búið að ná samkomulagi við Feyenoord um kaupverð á þjálfaranum Arne Slot, sem mun taka við stjórn á Liverpool þegar Jürgen Klopp hættir með félagið í sumar.

Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano heldur því fram að samkomulag Liverpool við Feyenoord hljóði upp á 13 til 15 milljónir evra, en Slot á ennþá rúmlega tvö ár eftir af samningi sínum við Feyenoord.

Hinn 45 ára gamli Slot hefur gert frábæra hluti á þremur árum með Feyenoord og var hann eftirsóttur af Tottenham Hotspur í fyrra, áður en félagið réði Ange Postecoglou til starfa frá Celtic.

Slot verður annar hollenski þjálfarinn í ensku úrvalsdeildinni ásamt Erik ten Hag, ef sá síðarnefndi verður enn við stjórnvölinn hjá Manchester United eftir tímabilið.

BBC er ekki sammála þessum tölum frá Romano og segir að Liverpool muni borga 11 milljónir evra fyrir Slot.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner