Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. ágúst 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Ákvað að restarta tímabilinu
Leikmaður 14. umferðar - Jóhann Helgi Hannesson (Þór)
Jóhann Helgi Hannesson.
Jóhann Helgi Hannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta er fyrsti leikurinn sem við klárum og vinnum sannfærandi," sagði Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs við Fótbolta.net í dag.

Jóhann Helgi skoraði tvö og lagði upp tvö til viðbótar í 6-1 sigri Þórs á BÍ/Bolungarvík fyrir helgi.

„Okkur hefur kannski vantað að vinna þessa leiki almennilega og bæta markatöluna. Þrátt fyrir að við höfum unnið níu leiki þá erum við bara með átta mörk í plús sem er algjört bull."

Jóhann Helgi klúðraði vítaspyrnu á lokamínútunni gegn Grindavík í byrjun júlí en hann hefur síðan þá stigið upp og skorað sex mörk í 1. deildinni.

„Það var ekkert annað að gera en að stíga upp og borga fyrir það frekar en að fara í fýlu. Ég verð að þakka Donna (þjálfara Þórs) fyrir því að daginn eftir leik tók hann mig á eintal og sagði mér að ég væri ennþá vítaskytta og ég ætti að fara að æfa vítin. Síðan þá hef ég skorað úr tveimur vítum. Donni sýndi að hann hefur fulla trú á mér og það er gott að sjá að þjálfarinn standi við bakið á manni þó að maður hafi klúðrað einhverju svona fyrir liðið," sagði Jóhann Helgi sem hefur verið í banastuði í síðustu leikjum.

„Þegar seinni umferðin var að byrja þá fór ég að hugsa minn gang og restarta tímabilinu í hausnum. Ég ákvað að taka seinni hálfleikinn með trompi og það hefur gengið hingað til. Vonandi heldur það áfram."

Þórsarar eru í dag fimm stigum á undan erkifjendum sínum í KA og margir stuðningsmenn Þórs höfðu hátt á Twitter í gærkvöldi eftir tap KA gegn Haukum.

„Það er alltaf gaman að vera fyrir ofan erkifjendurnar en við eigum ekki að gleðjast yfir því hvernig gengur heldur eigum við að hugsa um okkur og gleðjast yfir því að við séum loksins farnir að ná sigrum og stigum."

Þór heimsækir Fjarðabyggð á föstudaginn en daginn eftir mætast Víkingur Ólafsvík og Þróttur í toppslag.

„Við erum að fara í mikilvægustu umferðina í sumar. Liðin fyrir ofan okkur eru að mætast og það skiptir ekki máli fyrir okkur hvernig sá leikur fer. Okkar markmið er bara að vinna rest og vona að liðin fyrir ofan tapi stigum. Við erum í bullandi séns. Síðast þegar við fórum upp þá unnum við síðustu ellefu leikina og rústuðum deildinni. Það sýnir að þetta er ekkert búið, sama hvernig staðan er þegar 7-8 leikir eru eftir," sagði Jóhann Helgi.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 10. umferðar - Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Leikmaður 12. umferðar - Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Leikmaður 13. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Athugasemdir
banner
banner