Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. ágúst 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Alltaf verið markmiðið að fara út
Leikmaður 15. umferðar - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta var örugglega besti leikurinn minn í sumar," sagði Björgvin Stefánsson framherji Hauka við Fótbolta.net í dag.

Björgvin er leikmaður 15. umferðar í 1. deildinni en hann skoraði öll mörk Hauka í 3-1 sigri á Fjarðabyggð á föstudag.

„Það eru nokkrir strákar í Fjarðabyggð sem hafa spilað alla yngri flokkana með FH svo það var extra sætt að vinna þá."

Björgvin er næstmarkahæstur í 1. deildinni í sumar með þrettán mörk. Björgvin er uppalinn hjá Haukum en hann spilaði með BÍ/Bolungarvík í fyrra. Hann hefur ekki skorað svona mikið undanfarin ár.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila uppi á topp í meistaraflokki. Ég er með leikmenn í kringum mig sem finna mig mjög vel. Þetta eru strákar sem hafa verið með mér í yngri flokkunum og svo er ekki að skemma að vera með Luka Kostic sem þjálfara."

Haukar sigla lygnan sjó í 7. sæti í 1. deildinni. Margir leikmenn fóru frá liðinu í vetur en kjarni ungra heimamanna hefur borið það uppi í sumar.

„Við vorum að renna blint í sjóinn með þetta því að margir í liðinu hafa enga reynslu í meistaraflokki. Það var erfitt að setja markmið fyrir mót. Við ákváðum að reyna að standa okkur eins vel og við getum og sjá hversu mörgum stigum það skilar okkur," sagði Björgvin en Haukar hafa náð í 18 af 23 stigum sínum í sumar á heimvelli.

„Það gæti verið að gervigrasið spili inn í. Við höfum ekki líka mætt til leiks í nokkrum útileikjum og spilað mjög illa."

Í júlí var orðrómur um að félög í Pepsi-deildinni hefðu áhuga á að fá Björgvin í sínar raðir. „Ég heyrði eitthvað af því í umræðunni en það var ekkert talað við mig," sagði Björgvin en gæti hann farið í Pepsi-deildina eftir tímabilið?

„Ég á tvö ár eftir af samningum við Hauka eftir þetta tímabil. Ef það kemur eitthvað spennandi upp og Haukar vilja leyfa mér að fara þá skoðar maður það og útilokar ekki neitt. Fyrst og fremst langar mig að fara út. Ég fer ekki leynt með að það hefur alltaf verið markmiðið. Ef tækifærið kemur í framtíðinni þá stekkur maður á það," sagði Björgvin.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 10. umferðar - Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Leikmaður 12. umferðar - Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Leikmaður 13. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Jóhann Helgi Hannesson (Þór)
Leikmaður 15. umferðar - William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner