Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 15. september 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Túfa spáir í 19. umferð Pepsi-deildarinnar
Túfa á hliðarlínunni.
Túfa á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Páls skorar sigurmark FH samkvæmt spá Túfa.
Emil Páls skorar sigurmark FH samkvæmt spá Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Magnússon var með tvo rétta þegar hann spáði í 18. umferðina í Pepsi-deildinni um síðustu helgi.

Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari KA spáir í leikina að þessu sinni. Túfa verður mættur með sína menn í Pepsi-deildinni að ári en KA tryggði sæti þar á dögunum.



Víkingur Ó. 1 - 1 Víkingur R. (17:00 í dag)
Þetta verður jafn leikur, sóknarbolti hjá Milos og varnarleikur og skipulagt hjá Ejub. Arkitekt Taskovic kemur Víking R. yfir en Alfreð Már jafnar fyrir Víking Ó.

Fylkir 0 - 1 FH (17:00 í dag)
Meistarareynsla hjá FH mun skipta miklu máli í svona leikjum. Emil Pálsson með markið.

Fjölnir 2 - 1 Þróttur R. (17:00 í dag)
Fjölnir heldur áfram að spila vel eins og í allt sumar. Þeir komast í 2-0 með mörkum frá Viðari Ara og Þóri en Björgvin minkar muninn fyrir Þrótt.

ÍA 1 - 0 KR (17:00 í dag)
Skagamenn komast aftur í baráttu um Evrópusæti með þessum sigri. Arnar Már með markið, la-bomba skot af 25-30 metra færi.

Valur 1 - 1 Breiðablik (20:00 í kvöld)
Hörkuleikur með mörgum færum, Blikar komast yfir með skalla frá Arnþóri Ara og Andri Fannar jafnar fyrir Val. Gulli ver víti í uppbótartíma.

ÍBV 0 - 1 Stjarnan (Á morgun)
Ævar Ingi verður hetja Stjörnunnar í þessum leik. Hilmar Árni tékkar inn á völlinn og kemur með sendingu inn fyrir línuna sem Ævar chippar yfir markmanninn.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Björn Daníel Sverrisson (2 réttir)
Helgi Seljan (2 réttir)
Hörður Magnússon (2 réttir)
Luka Kostic (2 réttir)
Óli Stefán Flóventsson (2 réttir)
Sóli Hólm (2 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Janus Daði Smárason (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner