Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 09. september 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Höddi Magg spáir í 18. umferð Pepsi-deildarinnar
Hörður Magnússon hefur stýrt Pepsi-mörkunum í áraraðir.
Hörður Magnússon hefur stýrt Pepsi-mörkunum í áraraðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar geta stigið stórt skref í átt að titlinum á sunnudag.
FH-ingar geta stigið stórt skref í átt að titlinum á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Helgi Seljan var með tvo rétta þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni í síðustu umferð.

Hörður Magnússon, þáttastjórnandi Pepsi-markanna, sér um að spá í leikina að þessu sinni.



KR 2 - 0 ÍBV (16:00 á morgun)
Vestmannaeyingar hafa verið í erfiðleikum með að skora í sumar og KR vörnin hefur verið mjög þétt mestmegnis. Ég held að þetta verði nokkuð þægilegt fyrir þá.

Víkingur R. 2 - 2 Fjölnir (17:00 á morgun)
Víkingarnir hafa verið frábærir á heimavelli í sumar á meðan Fjölnismenn hafa verið skemmtilegir og skorað mikið af mörkum.

Fylkir 1 - 1 Víkingur Ó. (17:00 á sunnudag)
Fylkismenn þurfa svo sannarlega að vinna þarna en Ólsararnir eru ólseigir. Ejub hendir í leikáætlun sem virkar og þetta endar 1-1.

FH 2 - 1 Breiðablik (17:00 á sunnudag)
Þetta er síðasta tækifæri Breiðabliks til að stoppa FH-ingana. Ég held að þessi leikur endi með sigri FH-inga. Ég sé ekki að eitthvað stoppi þá úr þessu.

Þróttur R. 1 - 2 ÍA (19:15 á sunnudag)
Blessaðir Þróttararnir eru að kveðja deildina. Þeir eiga fimm leiki eftir og eru að spila upp á heiðurinn og reyna að ná tveggja stafa stigatölu. Ég held að Skaginn vilji ekki sleppa þessu tækifæri til að halda sér í alvöru Evrópubaráttu.

Stjarnan 1 - 3 Valur (20:00 á sunnudag)
Stjörnumenn hafa heldur betur gefið eftir á meðan Valsarar hafa verið að spila sambabolta. Ég held að það haldi áfram.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Björn Daníel Sverrisson (2 réttir)
Helgi Seljan (2 réttir)
Luka Kostic (2 réttir)
Óli Stefán Flóventsson (2 réttir)
Sóli Hólm (2 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Janus Daði Smárason (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner