Boltinn byrjar að rúlla í Pepsi-deildinni á sunnudag. Tryggvi Guðmundsson verður sérfræðingur hjá Fótbolta.net í sumar og hann tók að sér að spá í leikina í fyrstu umferð.
Tinna María, Tristan Alex og Ísabella Sara hjálpuðu föður sínum Tryggva með spána en hún er hér að neðan.
Tinna María, Tristan Alex og Ísabella Sara hjálpuðu föður sínum Tryggva með spána en hún er hér að neðan.
Þróttur 0 - 3 FH (16:00 á sunnudag)
Nýliðarnir verða því miður einu númeri of litlir, jafnvel tveimur gegn Íslandsmeisturum FH.
ÍBV 2 - 1 ÍA (17:00 á sunnudag)
Við getum sagt að hér sé strax á ferðinni sex stiga leikur þar sem þetta eru lið sem munu berjast í neðri hlutanum. Ég held að Eyjamenn verði sterkari og það geri ég kannski meira með hjartanu en hausnum.
Breiðablik 1 -1 Víkingur Ó. (19:15 á sunnudag)
Ég ætla að spá óvæntu jafntefli. Það byggist á árangri Breiðabliks í vetur og stemningu í Víkingsliðinu í fyrsta leik.
Valur 2 - 1 Fjölnir (20:00 á sunnudag)
Valsmenn eru flottir þegar þeir ná sér á strik. Fjölnisliðið er mikið spurningamerki með fullt af nýliðum/útlendingum.
Stjarnan 2 - 2 Fylkir (19:15 á mánudag)
Ég geri ráð fyrir hörkuleik á teppinu. Fylkisliðið er eitt af þeim liðum sem ég held að komi á óvart í sumar og það nær í gott útivallarstig.
KR 2 - 0 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Heimavöllurinn verður sterkur hér. KR-ingar leggja ofuráherslu á að stöðva Gary Martin og það tekst.
Athugasemdir