Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 29. apríl 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmunds spáir í leiki fyrstu umferðar
Tryggvi Guðmundsson, Tinna María, Ísabella Sara og Tristan Alex.
Tryggvi Guðmundsson, Tinna María, Ísabella Sara og Tristan Alex.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Íslandsmeistararnir byrja á sigri samkvæmt spá Tryggva.
Íslandsmeistararnir byrja á sigri samkvæmt spá Tryggva.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Boltinn byrjar að rúlla í Pepsi-deildinni á sunnudag. Tryggvi Guðmundsson verður sérfræðingur hjá Fótbolta.net í sumar og hann tók að sér að spá í leikina í fyrstu umferð.

Tinna María, Tristan Alex og Ísabella Sara hjálpuðu föður sínum Tryggva með spána en hún er hér að neðan.



Þróttur 0 - 3 FH (16:00 á sunnudag)
Nýliðarnir verða því miður einu númeri of litlir, jafnvel tveimur gegn Íslandsmeisturum FH.

ÍBV 2 - 1 ÍA (17:00 á sunnudag)
Við getum sagt að hér sé strax á ferðinni sex stiga leikur þar sem þetta eru lið sem munu berjast í neðri hlutanum. Ég held að Eyjamenn verði sterkari og það geri ég kannski meira með hjartanu en hausnum.

Breiðablik 1 -1 Víkingur Ó. (19:15 á sunnudag)
Ég ætla að spá óvæntu jafntefli. Það byggist á árangri Breiðabliks í vetur og stemningu í Víkingsliðinu í fyrsta leik.

Valur 2 - 1 Fjölnir (20:00 á sunnudag)
Valsmenn eru flottir þegar þeir ná sér á strik. Fjölnisliðið er mikið spurningamerki með fullt af nýliðum/útlendingum.

Stjarnan 2 - 2 Fylkir (19:15 á mánudag)
Ég geri ráð fyrir hörkuleik á teppinu. Fylkisliðið er eitt af þeim liðum sem ég held að komi á óvart í sumar og það nær í gott útivallarstig.

KR 2 - 0 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Heimavöllurinn verður sterkur hér. KR-ingar leggja ofuráherslu á að stöðva Gary Martin og það tekst.
Athugasemdir
banner
banner