Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 03. júní 2016 23:00
Arnar Daði Arnarsson
Janus Daði spáir í leiki 7. umferðar í Pepsi-deildinni
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason.
Mynd: Úr einkasafni
Landsliðsmaðurinn, Jóhann Berg Guðmundsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki 6. umferðar í Pepsi-deild karla í síðustu viku.

Janus Daði Smárason, Íslandsmeistari í handknattleik og landsliðsmaður, spáði í 7. umferðina sem fer fram á laugardag og sunnudag en spá hans er hér að neðan.

ÍBV 0-4 KR (laugardaginn 16:00)
Það elska allir að fara til Vestmannaeyja. Sérstaklega KR-ingar. Ég spái 4-0 sigri KR þar sem það kæmi mér ekki á óvart ef Denis Fazlagic skori þrennu.

Víkingur Ó. 2-1 Fylkir (sunnudagur 17:00)
Pape byrjar inná og verður með sýningu og setur tvö. Ég spái Ólsurum sigri þar sem þeir gerast sekir um sjálfsmark í uppbótartíma. Ætli það verði ekki Pape sjálfur sem gerir það líka.

Valur 1-2 Stjarnan (sunnudagur 17:00)
Óli Jó. gerir sig sekan enn og aftur um þau mistök að byrja ekki með Badgal Bjögga í framlínunni. Stjarnan skorar tvö snemma leiks. Björgvin setur svo eitt mark undir lokin eftir að hafa verið skipt inná, á 67. mínútu.

ÍA 0-0 Þróttur R. (sunnudagur 19:15)
Ég spái markalausu jafntefli í þessum leik. Hvorugt liðið þorir að sækja. Mig minnir frá Lottómótinu að völlurinn á Skaganum sé í brekku. Það mun riðla leik beggja liða.

Fjölnir 2-3 Víkingur R. (sunnudagur 19:15)
Ég mæli með að fólk fjölmenni í Grafarvoginn. Þetta verður markaveisla. Gary Martin setur sigurmarkið á 82. mínútu og rífur sig úr að ofan í fagnaðarlátunum.

Breiðablik 1-0 FH (sunnudagur 20:00)
Blikum tekst að halda hreinu þrátt fyrir þungan sóknarleik FH-inga. Gamli maðurinn í markinu verður heitur og Blikar fá að minnsta kosti fjögur gul spjöld. Oliver Sigurjónsson verður með bullandi standpínu allan leikinn og stýrir leiknum eins og honum einum er lagið. Oliver skorar svo úr aukaspyrnu og tryggir Blikum 1-0 sigur.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner