Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 03. ágúst 2016 11:00
Alexander Freyr Tamimi
Björn Daníel spáir í leiki þrettándu umferðar í Pepsi-deildinni
Björn Daníel er spámaður umferðarinnar.
Björn Daníel er spámaður umferðarinnar.
Mynd: Getty Images
Pepsi-deildin heldur áfram að rúlla eftir dýrindis verslunarmannahelgi í kvöld og á morgun.

Björn Daníel Sverrisson, leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Viking, fékk það verkefni að spá í leiki umferðarinnar að þessu sinni.

ÍBV 2 - 2 Fjölnir (18:00 í kvöld)
Það er verður eitthvað ryð í Eyjamönnum eftir helgina og Fjölnir skorar tvö á fyrstu 25 mín. Bjarni Jó hendir svo í nokkrar gullnar setningar af hliðarlínunni og þeir jafna með marki frá Pablo úr óbeinni aukaspyrnu.

ÍA 2 - 5 FH (19:15 í kvöld)
FH elskar að skora mörk á Akranesi. Atli Viðar x2, Doumbia 1, Emmi Páls 1 og Lennon 1. Það vita allir hver skorar mörkin fyrir ÍA.

Breiðablik 1 - 0 Fylkir (19:15 í kvöld)
Blikarnir eru búnir að vera í basli á heimavelli en þeir vinna 100% þennan leik. Gulli Gull reddar þeim samt með því að verja víti og fær sér eina kók í gleri og Nóa Kropp eftir leikinn.

KR 2 - 0 Þróttur (19:15 í kvöld)
Minn maður Instadriði fær rautt. Sóli Hólm verður í stúkunni að láta hann heyra það allan leikinn og það á eftir að fara í taugarnar á honum. Hann fleygir sér í glórulausa tæklingu út við hliðarlínu í byrjun seinni hálfleiks þegar staðan er ennþá 0-0. Óskar Örn skorar svo tvö eftir það, annað af 30 metrunum.

Valur 1 - 1 Víkingur Ó (20:00 í kvöld)
Ejub elskar jafntefli á útivöllum. Pape verður með “one man show” á Vodafone vellinum.

Stjarnan 3 - 1 Víkingur R (20:00 á fimmtudag)
Verður auðveldur sigur fyrir Stjörnuna. Víkingur klórar í bakkann rétt fyrir leikslok en sanngjarnar lokatölur hefðu átt að vera 5-0. Hólmbert skorar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner