Óli Stefán Flóventsson fékk tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi-deild karla.
16. umferðin í Pepsi-deildinni fer fram á sunnudag og mánudag. Luka Kostic, þjálfari Hauka, settist í spámannssætið.
16. umferðin í Pepsi-deildinni fer fram á sunnudag og mánudag. Luka Kostic, þjálfari Hauka, settist í spámannssætið.
Víkingur Ó. 1 - 2 Fjölnir (18:00 á sunnudag)
Hrvoje Tokic skorar fyrir Víking en seigla Fjölnismanna skilar þeim sigri.
KR 1 - 1 Breiðablik (18:00 á sunnudag)
Bæði lið sjá tækifæri þarna til að komast hærra í töflunni. Þetta verður mjög taktískur leikur sem endar 1-1.
FH 1 - 2 Stjarnan (18:00 á mánudag)
Stjarnan hefur oft spilað vel en ekki náð góðum úrslitum. Þetta dettur með þeim núna. Guðjón Baldvinsson skorar bæði mörkin.
Víkingur R. 0 - 0 ÍBV (18:00 á mánudag)
Víkingur nær að jafna sig eftir slæm úrslit í síðasta leik. Vestmannaeyingar fá stig og reyna að byggja ofan á það í næstu leikjum.
Fylkir 2 - 2 ÍA (18:00 á mánudag)
Fylkismenn eru komnir í stöðu sem þeir hafa barist fyrir lengi, að eiga raunhæfa möguleika á að halda sér. Þeir eiga eftir að sækja en það er erfitt að eiga við Skagamenn. Garðar er sjóðandi heitur hjá ÍA og þetta endar 2-2.
Þróttur R. 1 - 3 Valur (20:00 á mánudag)
Ég held að þetta verði erfitt fyrir Þrótt. Þeir eru ekki tölfræðilega fallnir en það er ekki mikil trú í liðinu á meðan Valur er á þvílíku skriði.
Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Björn Daníel Sverrisson (2 réttir)
Óli Stefán Flóventsson (2 réttir)
Sóli Hólm (2 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Janus Daði Smárason (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir