Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 12. maí 2016 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Hraðfrétta-Gunnar spáir í leiki 3. umferðar
Gunnar Sigurðarson.
Gunnar Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðja umferðin í Pepsi-deild karla hefst með látum í kvöld þegar fimm leikir eru á dagskrá.

Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, var með þrjá rétta þegar hann spáði í Pepsi-deildina í síðustu umferð.

Gunnar Sigurðarson, sjónvarpsmaður í Hraðfréttum á RÚV, spáir í leikina í 3. umferðinni.



ÍBV 1-3 Víkingur Ó. (18:00 í kvöld)
Óumdeildur áhugaverðasti leikur umferðarinnar. Ég hef farið oft til Vestmannaeyja og hef vissulega upplifað fjölmargar verslunamannahelgar á þessum fallega stað. Það er fátt annað í stöðunni en að þakka fyrir sig með góðum sigri.

ÍA 1-0 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, hefur borið sig einstaklega vel síðustu viku þrátt fyrir tvö töp. Þeir sem þekkja til kappans vita engu að síður að „Skepnan” er gjörsamleg brjáluð og leikmenn hans munu ekki þora öðru en að loka Skipaskaga og brjóta niður Gullinbrúna.

Stjarnan 3 - 0 Þróttur R. (19:15 í kvöld)
Það gefur fátt annað til kynna en að Stjarnan haldi áfram að sýna að þeir eru með öflugasta liðið í dag. Vissulega verður gaman hjá Kötturum eins og ávalt, en í þetta skiptið skemmtileg sneypiför.

Valur 4 - 1 Fylkir (19:15 í kvöld)
Þetta er virkilega áhugaverð rimma, fyrir þær sakir að hvorugt lið hefur enn náð í stig. Það verður því eitthvað að láta undan og því miður verða Árbæingar fyrir því að fá skellinn. Valsarar munu stimpla sig inn að krafti í mótið og sýna öðrum liðum hvað í þeim býr.

KR 3 - 2 FH (20:00 í kvöld)
Obbosins leikur, fjandinn. Fyrirfram eru flestir á því að Íslandsmeistararnir muni klára þetta eða minnsta kosti vona það. Með King Kenny kominn á kortið þá fer að vora í Vesturbæ og það skilar þeim fyrsta sigur mótsins. Obbosins leikur, fjandinn.

Breiðablik 0 - 0 Víkingur R. (20:00 á morgun)
Já .. nei það er ekkert í kortum nema dúndrandi jafntefli. Steindautt X.

Fyrri spámenn:
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner