Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 06. maí 2016 13:00
Örn Þór Karlsson
Guðni Th forsetaframbjóðandi spáir í leiki 2. umferðar
Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson
Mynd: gudnith.is
Veigar Páll skorar þrennu ef að Guðni hefur rétt fyrir sér
Veigar Páll skorar þrennu ef að Guðni hefur rétt fyrir sér
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Önnur umferð í Pepsi-deildinni hefst á morgun þegar Fjölnir tekur á móti ÍBV. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi tók að sér að spá fyrir um leiki umferðarinnar.

Tryggvi Guðmundsson spáði í leiki fyrstu umferðar og fékk tvo rétta af sex mögulegum.

Fjölnir 0 - 2 ÍBV (16:00 á laugardag)
Bæði lið byrjuðu mjög vel. Eitthvað segir mér að Eyjamenn hafi vindinn í seglin enda vanir roki þeir vinna 2-0.

Víkingur Ó. 1 - 0 Valur (16:00 á sunnudag)
Ég held oft með litla liðinu svokallaða svo í þeim anda spái ég Víkingum sigri en hann verður naumur 1-0 og markið af 40 metra færi.

Þróttur R.- KR (16:00 á sunnudag)
Nú vandast málið. Aftur á Þróttur stað í hjarta manns litla sæta liðið en ég bjó í Vesturbænum í áratug. Röndótta liðið vinnur 4-3. Þetta er mjög forsetalegt svar er það ekki?

Fylkir 0 - 0 Breiðablik (19:15 á sunnudag)
Steindautt 0-0 jafntefli

Víkingur R.1 - 3 Stjarnan (19:15 á sunnudag)
Stjarnan á stóran sess í hjarta mínu enda Garðbæingur að upplagi þannig ég spái þeim sigri ég sá líka leikinn í fyrstu umferð og þeir voru mjög sannfærandi. Byrji Veigar Páll inn á setur hann þrennu og þetta fer 3-1

FH 3 - 0 ÍA (19:15 á sunnudag)
Þetta er miðað við fyrstu umferðina auðveldasta leikurinn. FH-ingar eru með rosalegt lið eiginlega tvö byrjunarlið og Skagamenn fengu heldur betur skell og ég er hræddur um að þetti verði ansi erfitt hjá þeim gulu og þeir geti kannski kallast sáttir með að sleppa við 3-0 tap.

Fyrri spámenn:
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner